Litli Bergþór - 01.12.1990, Blaðsíða 15

Litli Bergþór - 01.12.1990, Blaðsíða 15
Starfsemi Kvenfélagsins. Starfið hefur verið fjölbreytt þetta ár og allar félagskonur lagt hönd á plóginn til þess að það mætti takast sem best. Hér á eftir verða nefnd nokkur af viðfangsefnum okkar fram að haustfundi sem haldinn var í Aratungu 15. október s.l. Félagið hefur styrkt ýmis félagasamtök í landinu með peningagjöfum m.a. Kvennaathvarfið, Krísuvíkur- samtökin, Samtök um vímulausa æsku, safnað fyrir Krabbameinsfélag Islands, gefið peninga í glasafrjóvgunaraðstöðu, sem verið er að koma á fót við Landspítalann, styrkt kaup á sírita fyrir Sjúkrahús Suðurlands og fleira. Ennfremur höfum við stutt ýmis málefni hér innansveitar eftirþví sem tilefni hafa gefist til. Allt þetta getum við gert samfélaginu til góða, vegna þess að enn og vonandi um alla framtíð standa konur vörð um hugsjónir fyrstu félagskvennanna. Við gerum okkur ýmislegt til skemmtunar og fróðleiks, en á þessu ári höfum við tekið þátt í mörgum námskeiðum, m.a. í framsögn, vatnsleikfimi, fundarstjórn, gjaldkera- ogritarastörfum, fengið fyrirlesara o.fl. I byrjun júní plöntuðum við um 500 plöntum í skógarreitinn okkar að Spóastöðum og á vonandi eftir að vaxa þar upp góður skógur í framtíðinni. Þá héldu konur hattakvöld að Efstalandi í Ölfusi og skemmtujíær sér hið besta við góðan mat, gítarspil, söng og dans. í tilefni 75 ára afmælis kosningaréttarkvenna á Islandi var farin hópferð á vegum félagsins og tóku konurþátt íöllum hátíðahöldunum í Reykjavík þann 19. júnís.l. Við buðum heim kvenfélögum Grímsness, Laugardals- og Grafningshrepps eitt kvöld s.l. vor, en svona heimboð hafa tíðkast milli félaganna í áratugi. Einnig buðum við eldra fólki úr Biskupstungum í hina árlegu sumarferð, en farið var suður með sjó að Bláa Lóninu, þar sem allir fengu sér heilsubað og síðan var ekið heim um nýja Nesjavallaveginn. Að síðustu þökkum við öllum Biskupstungnamönnum stuðning við starf okkar fyrr og síðar. Stjóm Kvenfélags Biskupstungna. Stjórn Kvenfélags Biskupstungna skipa eftirtaldar konur: Formaður:Elínbora Sigurðardóttir, löu Gjaldkeri:Ásta Skúladóttir, Sólveigarstöðum. Ritari:Elsa Marísdóttir, Asparlundi. Meðstiórnendur: Eftirtaldir eru beðnir um að sjá um að hafa kaffi á boöstólum og vera um- sjónarmenn með "Opnu húsi” áfimmtu- dagskvöldum í Aratungu. Ég veit að þið neðantalin eru ekki öll félagar í Ungmennafólaginu en haldið þið að þið hafið ekki bara gott af því að hella einu sinni á könnuna og kíkja á bóka- safnið, fyrir utan hvað þetta eru bráð- skemmtileg kvöld þegar einhverjir and- skotast til að mæta. 6. des. Bjöm Jónsson, 13. des. Gunnar Tómasson, 20. des. Gylfi Haraldsson, 3. jan. Stígur Sæland, 10. jan. Anna Björg Þorláksd., 17. jan. Amór Karlsson, 24. jan. Drífa Kristjánsdóttir, 31. jan. Sveinn Sæland, 7. feb. Jóhannes Halldórsson, 14. feb. Ólafur Ásbjömsson, 21. feb. Geirþrúður Sighvatsd., 28. febr. Guðrún Snorradóttir, 7. mars Bragi Þorsteinsson, 14. mars Pétur Skarphéðinsson, 21. mars Ólafur Stefánsson, 28. mars Rósa Paulsen. Fögur sveifla í vatnsleikfiminni. Ingvar á Hvítárbakka og Guömund á Lindarbrekku á Sjóminjasafninu á Eyrarbakka. Upplýsingar fást hjá sjálfskipuðum umsjónarmanni, Sigríöi J. Sigurfinns- dóttur, Hrosshaga. Litli - Bergþór 15

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.