Litli Bergþór - 01.12.1990, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.12.1990, Blaðsíða 17
Sýslumannsekkjan ... lagaprófi frá háskólanum í Kaupmannahöfn, og Valgerður seinni kona Hannesar biskups Finnssonar bjó í Skálholti á undan Jóni bróður sínum. Synir Jóns lögsagnara voru Jón alþingismaður og síðar bæjar- fógetiíÁlaborg,jafnan nefndur Álaborgar-Jón, hann nam lög- fræði í Kaupmannahafnar- háskóla eins og faðir hans og við hann er kennd jarðabók sú, semstundum ernefndJarðabók Johnsens. Annar sonur Jóns lögsafnara var Þorsteinn sýslu- maður á Kiðjabergi og sá þriðji var Magnús bóndi í Austurhlíð og á Felli og síðar kaupmaður og alþingismaður í Bráðræði í Reykjavík. Meðal afkomenda Álaborgar- Jóns má nefna Jón Jónsson alþingismann og landsritara og dr. Ame Möller þann sem þýddi Passíusálmana á dönsku og skrifaði doktorsritgerð um Hall- grím Pétursson. Skúli Gunnlaugsson oddviti í Bræðratungu, faðir Sveins sem þar bý nú og Gunnlaugs dýra- læknis í Laugarási var af- komandi Þorsteins áKiðjabergi, einnig er Steindór Briem maður Málfnðar Jónsdóttur í Stekk- holti út af Þorsteini kominn. Afkomendur Magnúsar í Bráð- ræði hafa búið í Biskupstungum allt til þessa dags og búa nú í Austurhlíð, Hlíðartúni og Borgarholti og e.t.v. víðar. Aðrir afkomendur hans, sem margir kannast við, og hafa komið við söguíTungunumeru JónHjalta- lín Sigurðsson, prófessor, sem tók út nokkuð af sínum uppvexti í Austurhlíð, hann var faðir Gríms Jónssonar læknis sem var í Laugarási fyrir nokkru, bróðir Jóns var Magnús Sigurðsson bankastjóri sem átti jarðir og jarðaparta í Tungunum á sinni tíð. Þá má nefna að Sigurveig Jónsdóttir sjónvarpsfréttamað- ur, sem var á einni tíð í varastj óm Ungmennafélags Biskups- tungna, er einnig komin út af Magnúsi í Bráðræði. Hannes biskup Finnsson tengda- sonur Sigríðar á Móeiðarhvoli keypti þrjár stólsjarðanna Skál- holt, HelludalogLitla-Fljót, svo fjölskylda Sigríðar átti orðið talsvert mikil ítök í sveitinni. Hannes biskup hafði orðið fyrir þungum raunum í sínu einkalífi. Hann missti fyrri konu sína árið 1786 og börn þau, semþau hjón áttu saman, dóu í æsku. Biskup tókþað mjög nærri sér, en æsku- vinur hans Jón Jónsson sýslu- maður á Móeiðarhvoli sendi dóttur sína Valgerði í Skálholt biskupi til huggunar og svo góður huggari var hún, að biskupinn gekk að eiga hana árið 1789. Aldursmunur þeirra hjónavartalsverður, eða þrjátfu og ogeittár, ogandaðistbiskup- inn eftir að þau höfðu verið í hjónabandi í tæp sjö ár. Valgerður biskupsekkja giftist síðar Steingrími Jónssyni pró- fasti í Odda, en hann varð einnig biskup og varð Valgerður einnig ekkja eftir hann, því hefur hún jafnan síðan verið kölluð Val- gerður biskupsekkja. Valgerður biskupsekkja flutti burt úr Tungunum og afkom- endur hennar hafa fáir átt þar heima. Margir afkomenda Val- gerðarbiskupssekkjuhafaorðið þekktir menn, má þar nefna Steingrím Thorsteinsson skáld, afkomandi hans er m.a. Gunnar Thorsteinsson, sem var við tamningarog hestamennsku hjá Tungnamönnum fyrir nokkrum árum. Afkomendur Hannesar biskups og Valgerðar biskups- ekkju tóku upp ættarnafnið Finsen, og þar í hópi má nefna Niels Finsen Nóbelsverðlauna- hafa í læknisfræði. Hannes Finsen stiftamtmann, Hilmar Finsen landshöfðingja, Vilhjálm Finsen hæstaréttardómara í Kaupmannahöfn þann sem mann mest hafði rannsakað lög- bókina Grágás um sína daga og var kjörinn heiðurdoktor fyrir, bæði við Kaupmannahafnar- háskóla og háskólann í Uxafirði (Oxford). Sámisskilningurvirðistnokkuð útbreiddur meðal Tungna- manna, að ættmenni Sigríðar sýslumannsekkju þeirrar sem hér er ritað um hafi búið í Austur- hlíð í meira en fjögurhundruð ár og búi þar enn. Hið rétta er, að Magnús Jónsson alþingis- maður bjó þar fyrstur manna af þeirri ætt. Magnús hóf sinn bú- skap á Felli árið 1833 og flutti að Áusturhlíð 1835, þaðan flutti hann til Reykjavíkur 1861 og tóku þá Guðrún dóttir hans við búi í Austurhlíð ásamt fyrri manni hennar Guðmundi Eyjólfssyni. Guðmundur and- aðist eftir skamma sambúð þeirra hjóna, og árið 1864 giftist Guðrún aftur Hirti Eyvindar- syni, sem þá var nýlega orðinn ekkjumaður. Meðal barna Guðrúnar og Hjartar í Austur- hlíð voru Guðrún Hjartardóttir í Austurhlíð og Guðmundur Hjartarson hreppstjóri í Úthlíð og víðar. Guðmundur sá flutti til Vesturheims árið 1913 en börn hans tvö bjuggu í Tung- unum, Einar í Brattholti og Guðrún í Dalsmynni. Guðrún Hjartardóttir giftist Magnúsi Sigurðssyni frá Kópsvatni í Hrunamannahreppi og urðu synir þeirra Eyvindur, sem lést þrjátíu og þriggja ára gamall árið 1933ogGuðmundurbóndi í Austurhlíð látinn fyrir seytján árum. MeðaldætraGuðmundar í Austurhlíðeru Guðrún íFllíðar- túni og Sigríður í Austurhlíð, þær sem þar búa núna. Fóstursonur Sigríðar Þorsteins- dóttur á Móeiðarhvoli var Vig- fús Þórarinsson sýslumaður á Hlíðarenda, dóttir hans var maddama Kristín móðir Önnu í Múla konu Egils Pálssonar afa Litli - Bergþór 17

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.