Litli Bergþór - 01.12.1990, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.12.1990, Blaðsíða 24
Búnaðarframleiðsla íBiskupstungum 1989 Á aðalfundi Búnaðarfélagsins s.l. vor birti ég niðurstöður úr samantekt sem ég hafði gert um búskap og búvöruframleiðslu hér í sveit. Einnig setti ég þar fram tölur um áætluð verðmæti framleiðslunnar og vinnuþörf. Ýmsa fyrirvara verður að hafa í slíkri samantekt. Magntölur um selt kjöt og selda mjólk er auðvelt að fá af því sem fer í gegnum afurðasölumar, en um aukaafurðir og heimanot ýmiskonar verður að gefa sér ýmsar forsendur og meðaltöl. í ylræktinni er miðað við líklega meðaluppskeru á ferm. og meðalskilaverð til bænda. Vinnuþörf er metin á sama hátt og gert er í útreikningi verðlagsgrundvallar og í ylrækt stuðst við upplýsingar heimamanna og tölulegar staðreyndir. En lítum nú á nokkrar tölur og töflur. TAFLA 1: SKIPTING VINNU EFTIR BÚGREINUM. 1,36% 39,70%, 43,22% ■ Nautgriparækt 63,8 ársverk Sauöfjárrækt 20,7 ársverk M Svínarækt 2,5 ársverk 0 Garöyrkja 58,6 ársverk □ Annaö 2,0 ársverk AllS: 1 47,6 ársverk 4,02% Viðmiðunin er að svokallað verðlagsgrundvallarbú sé 1,8 ársverk, þ.e. 440 ær og gemlingar og 22 kýr og geldneyti. Aðrar tölur eftir upplýsingum heimamanna. Tökum næst framleiðslu hverrar búgreinar, magn og verðmæti. TAFLA 2: NAUTGRIPARÆKTIN Innlögð mjólk: 2.569.655 1 x 42,92 kr. = kr. 110.290 þús. Nautgripakjöt: 192 kýr 31.700 kg. 91 ungneyti 15.296 kg. 251 kálfar 4.232 kg. Alls: 51.228 kg. > = kr. 14.500 þús. Heimanotað kjöt -> = kr. 1.800 þús. Heimanotuð mjólk -> = kr. 2.700 þús. Verðmæti alls = kr. 129.290 þús. Bústofn í des. 1989: Kýr 780 Kvígur 138 Geldneyti 259 Kálfar 429 Alls: 1.606 Litli - Bergþór 24

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.