Litli Bergþór - 01.06.1991, Page 8

Litli Bergþór - 01.06.1991, Page 8
Rjómabúið við Torfastaðakotslæk. Eftir Sigurjón Kristinsson Vegatungu. í bókinni Sunnlenskar byggðir 1. bindi, er sagt: „Fyrrum var smjörbú við Torfastaðakotslæk”. Þetta er í lýsingu Vegatungu, sem áður hét Torfastaðakot og þar áður Austurkot. Afrétti Biskupstungna er lýst á 19 blaðsíðum í sömu bók. Því finnst mér kominn tími til að gera sögu rjómabúsins við Kotslæk skil. Ég tel þessa sögu það merka í búskaparsögu Biskupstungnamanna að vert sé að halda henni til haga. Ég er búinn að búa 35 ár í nágrenni leifa rjómabúsins. Þegar ég var strákur í kringum árið 1943 man ég vel leifar rjómabúsins. Þar voru gömul vélabrot úr potti og járni. Þá var þetta brotið allt og lítils virði. Ein skeið mun vera til hér á bæ sem fannst við rjómabústóftina. Síðan rjómabúið var lagt niður hefur mikið vatn runnið til sjávar en ennþá má sjá tóftarbrot. Þegar ég frétti að fundist hefðu tvær bækur sem geymdu fundargerðir og reikninga búsins í fórum Einars J. Helgasonar í Holtakotum var minn áhugi vakinn. Reynt hef ég að afla upplýsinga annarsstaðar og nokkuð orðið ágengt. Árið 1903 var stofnað rjómabú við Kotslæk og nefnt Torfastaðarjómabú. Þetta ár voru rjómabú talin 15 á landinu öllu. Árið 1904 voru búin talin 22 og bættust 12 við 1905 og verða þá 34 og halda þeim fjölda til 1910, en fer þá að fækka aftur því 1914eruþautalin23. Árið 1927 eru7bústarfandi og öll á Suðurlandi. í sögu búnaðarsamtaka íslands 1837-1937, er talið að Torfastaðabú starfi ekki 1919. Þetta mun vera rangt því fundargerð og reikningar segja annað. Ég fæ ekki betur séð en að búið hafi starfað frá 1903 - 1927. Rjómabúið. Aðalhvatamaður að stofnun búsins mun hal'a verið séra Magnús Helgason prestur á Torfastöðum. Fyrsta fundargerðin sem ég hef undir höndum er frá 1910. Læt ég hér koma úrdrátt úr þessari fundargerð. Þessi fundur var haldinn að Vatnsleysu 1910. Ekki er getið um mánaðardag, en gæti verið snemma í júní. 1. mál: Guðlaugur í Fellskoti tekur að sér að flytja að búinu aflðuhamrifyrir hálfan eyri fyrir utanferjutoll hvert pund. 2. mál: Sveinn í Miklaholti flytji að sunnan til búsins auk ferjutolls hvert pund fyrir 2 1/2 eyri. 3. mál: Halldór íÁsakoti tekur að sé að sækja bústýru og dót hennar suður. 4. mál: Kristín Pálsdóttir er ráðin fyrir hjálparstúlkufyrir kr. 4,00 á viku. Aukþess hafi hún kr. 6,00 íferðakostnað. Faðir hennar sjái um hanafram og til baka. Ekki er fleira sagt um þetta í þessari fundargerð. Kristín þessi mun hafa verið dóttir Páls Guðmundssonar sem bjó á Spóastöðum 1889- 1909. Á fundi í rjómaskálanum 17. júní 1910 er formaður séra Eiríkur Þ. Stefánsson á Litli - Bergþór 8

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.