Litli Bergþór - 01.06.1991, Síða 15

Litli Bergþór - 01.06.1991, Síða 15
Það er sunnan við réttimar, hlaðið úr hnausum en hliðstólpamireru steinsteyptir. Þarvarféðgeymt nóttina fyrir réttimar. Rétt er að líta aðeins til Fljótsins áður en réttimar sjálfar em skoðaðar. Réttavað er norðanvert við gerðishornið. Þar var oft riðið á réttardaginn og var það allgott vað, nokkuð jafndjúpt og sléttur botn. Handan Fljótsins sést dálítil rétt með nokkrum dilkum. Það heitir Torfurétt, og var hún notuð til að draga Eystritunguféð úr safninu, sem kom frá Seyðisá á Kili meðan samgangur var við fé Húnvetninga. I Torfuréttinni var skilaréttafé úr Eystritungunni einnig dregið í sundur. Ytritunguféð var svo rekið út yfir eftst af torfunni fyrir norðan réttina. Þá er tímabært að líta á sjálfar Gömlu-réttirnar. Þær eru enn allmikið mannvirki, þó full 60 ár séu síðan þær vom endurbyggðar síðast, en það mun hafa verið gert árið 1929. Þærnáyfir svæði, sem er fullir 60 metrar að lengd og nær 40 metra breitt. Meðfylgjandi uppdráttur sýnir í stórum dráttum skipulag þeirra. Hann er gerður eftir lauslega mælingu undirritaðs, en aðal heimildamaður um skiptingu dilkanna og fleira varðandi réttirnar var Helgi Kr. Einarsson í Hjarðarlandi. Athugasemdir, viðbætur og leiðréttingar eru vel þegnar. Norðan við réttimar sést móta fyrir grjótgarði í sveig upp frá Fljótsbakkanum. Þettaergamlaréttagerðið, sem notað var allt til 1928. Milli þessa gerðis og réttanna er flöt, sem stundum var dansað á. Ýmsum er enn í minni er Eiríkur á Bóli spilaði þarna á harmónikkuna. Ef til vill hefur Ljósbrá fyrst verið flutt opinberlega þarna. Dansflöt var líka í gerði, sem er upp á hólnum vestan við yngra gerðið. Hluti af réttafénu var stundum geymdur þar nóttina fyrir réttimar, og þótti gott að fá teðsluna sem áburð á túnið í gerðinu. Seinna var það eingöngu notað fyrir hesta réttamanna. Þeir sem em búnir að fá nóg af göngunni þegar hér er komið geta auðveldlega komist á veg héðan því Biskupstungnabraut er aðeins um 300 m vestan við réttimar, og brú á vegarskurðinum vestur af hestagerðinu. Þetta allt er auðvelt að rölta á klukkutíma eða svo. Aðrir vilja ef til vill halda áfram upp með Fljótinu og bæta við sig hálfum til einum klukkutíma með því að fara upp á móts við Holtakot eða öðm eins til viðbótar ef farið er alla leið upp á Flúðaholtið austan við Hjarðarland. Hér verður ekki margt tínt til af kennileitum á þessum leiðum. Aðeins má minna á Valdavað, sem er ofan við eyri í Fljótinu spölkom ofan við réttirnar. Það var fjölfarnasta vaðið á Fljótinu á þessum slóðum áður en brúin kom. Ekki er úr vegi að nefna bæina, semnæstem. Þeirem, aukþeirranýnefndu á vinstri hönd, Hrísholt austan við réttirnar og Einholt nokkru ofar. Einholtslækur kemur íFljótið austanfrá skammt ofan við Valdavað. Vestan við hann er Kjamholtaland, og þarna í Nesinu eiga systkinin frá Kjarnholtum, Ingimar, Elínborg og Litli - Bergþór 15

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.