Litli Bergþór - 01.06.1991, Blaðsíða 20

Litli Bergþór - 01.06.1991, Blaðsíða 20
nóttina minnist ég alltaf. Sturla frá Sturlureykjum, sem nú er látinn. Blessuðséminninghans. Við vöknuðum í sól og blíðu ummorguninn,komumhestun- um á haga sem voru allgóðir niður við vatnið. Nú hituðum við og borðuðum og drifum okk- ur af stað. Riðum greitt en stoppuðum dálítið á góðum högum við Norðlingafljót. Nú varframundan ógreiðfærvegur. Stórgrýtt fljótið og langur hraunkafli. Nú er búið að laga þetta allt og gera það bílfært. Svo var allgóður reiðvegur að Kalmannstungu. Við stopp- uðum við Surtshelli. Það var fönn innst í hellinum, en ekki hefur þetta verið glæsileg vistarvera. Við stoppuðum talsvert í Kalmannstungu. Fengum þar góðgerðir og hlýjar móttökur. Það er nú orðið langt síðan ég kom þarna fyrst en nokkrum sinnum komið þar síðan og alltaf er mér jafn star- sýnt á gömlu heyin. Nú varriðið greitt niður dalinn, framhjá Húsafelli og niður Hálsasveitina að Rauðsgili. Komum hestunum þar í girðingu og þeir gistu þar Þórarinn og Greipur en kona Ingimars var komin að sækja okkur til gist- ingar og dætur þeirra komu og sóttu hestana. Það fór vel um mig um nóttina hjá syni og tengdadóttur, svaf vel og afþreyttist. Nú var um- talað að við hittumst ekki fyrr en í Brunnum. Þeir fengu fylgdarmenn sem vísuðu þeim styttri og betri leið upp frá Rauðsgili í Brunna. Ingi minn keyrði mig þangað. Þeir voru komnir og hestarnir dreifðu sér um á góðum högum. Þarna stoppuðum við dálítið í sól og blíðu, borðuðum og drukkum, teigðum úr okkur og létum fara vel um okkur í grasinu þarna. Þarna stoppuðum við á annan klukkutíma. Svo voru teknir hestar og hugsað til hreyfings en nú fara að styttast leiðir. Ingimar fer til baka heim til sín og fylgdarmaðurinn frá Rauðs- gili einnig á hestunum. Við höldum fyrst um stund saman þrír. Fórum fram hjá Biskups- brekku, en fljótlega skilur Greipur við okkur Þórarin og ríður niður á Þingvöll en við förum brautina sem liggur til Hlöðuvalla. A þeirri leið sem heitir við Gatberg er sæluhús. Þar er góð aðstaða til gistingar með hesta , afgirtur grasblettur og stórt hesthús. Þama gistum við um nóttina og fór allvel þar um menn og hesta. Daginn eftir var sól og blíða. Nú var haldið tilHlöðuvalla. Þarætluðumvið að stoppa en þar var engin girðing fyrir hesta svo það varð ekkert úr stoppi því hestarnir voru alveg ólmir af heimþrá. A leið okkar niður að Hellisskarði var girðing sauðfjárveikivarna. Við fundum ekkert hlið á henni en það var mjög auðvelt að leggja hana niður ogkoma henni í samt lag aftur. Núhéldumvið hiklaust áfram niður úr Hellis- skarðiogniðuríHlíðaréttir. Þar létum við inn hestana og fengum okkur bita. Fóru svo heim að Dalsmynni. Ætluðum að fá okkur kaffi hj á Linda, en þar fór svo að hann var ekki heima. S vo við urðum að súpa kaffilaust það sem áttum eftir á pelum . Nú var 10 daga ferð lokið um byggðir og óbyggðir sem var mjög skemmtileg og ógleymanleg. Einar Gíslason frá Kjarnholtum. Frá Slysavarnadeild. Aðalfundur Slysavarnadeildar Biskupstungna var haldinn 19. febrúar 1991. Þar voru eftirtaidir kjörnir í stjórn: Arnór Karlsson í Arnarholti, formaður, Svavar Á. Sveinsson á Drumboddsstöðum, sem er ritari, og Ólafur Ásbjörnsson, en hann er gjaldkeri. í fjár- öflunarnefnd voru kjörin: Jakob Narfi Hjaltason í Lyngbrekku, Guðný Rósa Magnúsdóttirá Reyniflötog Ólafur Ásbjörnsson í Víðigerði. í húsbygginganefnd voru kjörnir: Guðni Lýðsson í Reykholti, Einar Páll Sigurðsson á Norðurbrún og Svavar Á. Sveinsson. Birgða- og tækjavörður var kosinn Friörik Sigurjónsson frá Vegatungu. Innan Slysavarnadeildarinnar starfar Slysa- varnasveit Biskupstungna. Aðalfundur hennar var einnig haldinn þennan sama dag. Þar var Guðjón Rúnar Guðjónsson Miðholti 3 kjörinn formaður Slysavarnasveitarinnar og Haraldur Kristjánsson í Litli - Bergþór 20 Einholti varaformaður. I æfinga- og námskeiöanefnd voru kjörnir: Jakob Narfi Hjaltason, Snorri Geir Guðjónsson á Tjörn og Kjartan Jóhannsson á Gilbrún. Af starfinu síðan er það helst að segja að fjáröflunarnefnd hefur aflað fjár m.a. með sölu á blómum, pennum og hljómplötu og einnig rifið ónýta hlöðu fyrir áður umsamiö gjald. Húsbyggingarnefnd hefur unnið að undirbúningi húsbyggingar í samstarfi við Biskupstungnahrepp. Myndi þá hluti Slysavarnadeildarinnar hýsa tæki og starfsemi deildarinnar en hluti hreppsins yrði m.a. slökkvistöð. Æfinganefnd stóð fyrir afréttaræfingu í apríl. Farið var inn að Bláfelli og kynntu félagar sér umhverfið þar og æfðu m.a. rötun meö áttavita og göngu- og snjósleðaleit. Þá hefur verið haldiö skyndihjálparnámskeið og fræðslufundur um landbúnaðarvélar og slysavarnir. Farið hefur verið fram á að fulltrúi frá Slysavarnasveit fái seturétt á fundum almannavarnanefndar í Biskupstungum. A.K.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.