Litli Bergþór - 01.06.1991, Síða 23

Litli Bergþór - 01.06.1991, Síða 23
Þegar við höfðum fengið okkur fullsaddar af risaskjaldbökum, skelltum við okkur á puttanum yfir á vesturströnd Malaysíu, fyrst til höfuðborgarinnar Kuala Lumpur og síðan áfram til Penang. sem er m.a. þekkt fyrir ódýrar ferðaskrifstofur. Þar ætluðum við heldur betur að gera reyfarakaup á flugmiðum, en létum í staðinn pretta okkur illilega. Borguðum miðann áður en við fengum hann í hendurnar, sem voru slæm mistök. Þeir á ferðaskrifstofunni sögðu að við þyrftum að bíða í nokkra daga eftir miðunum, en við höfðum pantað okkur far til Súmatra og nenntum ekki að breyta því. Sögðumst því bara sækja miðana þegar við kæmum til baka eftir mánuð og héldum kátar til Súmatra. En þegar við komum til baka var skrifstofan farin á hausinn, og við búnar að tapa 725 Bandaríkjadölum hver. Við vildum auðvitað ekki gefast upp við svo búið, kærðum þetta til lögreglunnar og ferðamálaskrifstofu Penang, og veifuðum blaðamannapassanum frá Þjóðviljanum, sem við höfðum fengið áður en við lögðum af stað. Sögðumst myndu eyðileggja orðstír Penang sem ferðamannabæjar, ef ekkert yrði gert í málunum. Anna komst meira að segja á forsíðu eins slúðurblaðsins í Malaysíu útaf þessu. En hvort sem það var vegna þess eða einhvers annars, þá var forstjóri ferðaskrifstofunnar og allt hans starfslið handtekið og réttað í málinu á stundinni, sem er mjög óvanalegt þarna. Árangurinn var þó ekki annar en sá, eftir viku vitnaleiðslur og bið á lögreglustöðinni, að dómur yrði kveðinn upp eftir 3 mánuði. Ef forstjórinn yrði dæmdur sekur, gætum við fengið okkur lögfræðing og reynt að fá eitthvað út úr þrotabúinu. Því nenntum við ekki að bíða eftir, gáfumst því upp og keyptum nýja miða. Það voru á annað hundrað ferðamenn þama á sama báti og við, og hvort einhver fékk einhverjar bætur, veit ég ekki. SÚMATRA Nú er að segja frá mánaðar ferðinni til Súmatra, sem við fórum meðan við vorum að bíða eftir flugmiðunum okkar góðu. Súmatra er ein af stærstu eyjum Indónesíu, (en alls eru eyjarnar taldar vera yfir 3000). Við flugum frá Penang til Medan á Sumatra þ. 30. maí og fengum þá enn einu sinni, það sem á dönsku heitir "kúltúrsjokk", en hefurveriðþýttmenningaráfall áíslensku. Það var eins og að koma til Indlands aftur, eftir að hafa verið í Singapore og Malaysíu, sem eru tiltölulega vestræn lönd. Múslímsku áhrifin voru áberandi. Þegar við komum út af flugvellinum, vorum við umkringdar af "snarbrjáluðum" karlpeningi, sem allirvildu bjóðaokkuródýrastafarartækið, hótelið, eða aðra þjónustu, - talandi og hrópandi hver upp íannan. - Allirreyndu annaðhvortað snertaokkur eða einblíndu á okkur eins og naut á nývirki, eins og þeir hefðu aldrei séð kvenmann áður. Og fæstir töluðu ensku. En sem betur fer reyndist Medan ekki vera einkennandifyrir Súmötru. Landiðerbæðifallegt og frjósamt, með hitabeltis frumskóga og eldfjöll, og mannlífið fjölbreytt. Margskonar þjóðflokkar með mismunandi menningu og trúarbrögð lifa þar, og húsbyggingalist Súmatrabúa er kafli útaf fyrir sig. Góni karlmanna og öðrum múslímskum ósiðum vandist maður, eða lærði að leiða hjá sér. V ið fórum strax frá Medan, og upp til Toba-vatns. sem er stórt stöðuvatn, um 80 km á lengd, á miðhálendi N-S úmötru. Þar er mjög fallegt, vatnið er girt fjöllum, og úti í miðju vatni er eyjan Samosir. stór fjöllótt eyja, þar sem Batak- þjóðflokkurinnbýr. Viðvorum 12dagaáeyjunni. Höfðum bækistöð á stað, sem hét því skemmtilega nafni "Tuck Tuck Timbul", hjá fjölskyldu, sem leigði út nokkur lítil "Batakhús" til ferðamanna. Við Anna fórum þarna í viku fjallgöngu yfir eyna og til baka aftur. Á leiðinni bjuggum við hjá innfæddum fjölskyldum, og lærðum margt um Batakfólkið í leiðinni. - M.a. hvernig þeir halda á sér hita á nóttinni! - Fyrstu nóttina hríðskulfum við á strámottunni, sem var eina húsgagnið í kofanum. En þegar við heimtuðum teppi kvöldið eftir, var okkur sagt að vefja mottunni utan um okkur, og það dugði til að halda hitanum við skrokkinn. Eftir það steinsváfum við. - Ur dagbókinni er lýsing á því þegar við villtumst í frumskóginum á 2. degi göngunnar: "Vöknuðum heldur kaldar og illa sofnar um 7 leytið, við heimilishljóðin. Fékk heilt vaskafat af heitri núðlusúpu og egg í morgunmat, sem kom blóðrásinni á hreifingu. Gerðum upp, tókum mynd af mömmunni höggva eldivið og síðan af Litli - Bergþór 23

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.