Litli Bergþór - 01.12.1991, Side 5

Litli Bergþór - 01.12.1991, Side 5
Hvað segirðu til? Úr réttunum Vatni var hleypt á hitaveituna „Brúna" í haust. Kom þá heitt vatn á eina 10 bæi, sem ekki höfðu haft það áður. Grímur Ögmundsson á Syðri-Reykjum andaðist 1. júlí og Elín Guðrún Ólafsdóttir í Austurhlíð 30. september. Hér verða sagðar helstu almennar fréttir úr sveitinni svona um það bil frá Jónsmessu til vetrarbyrjunar. Veðurfar hefur verið gott, einstaklega hlýtt til að byrja með og þurrviðrasamt, þó skúrir færu að angra þá er við heyskap voru að fást þegar kom fram í júlí. Spretta var mjög góð bæði á túnum og útjörð og vöxtur í matjurtagörðum og trjávöxtur með mesta móti. Mikið af heyi var sett í rúllur. Haustið hefur verið fremur hlýtt og hófleg úrkoma. Hópur sjálfboðaliða vann við trjáplöntun og uppgræðslu í Rótarmannagili dagstund um miðjan júlí. Nemendur Reykholtsskóla plöntuðu þar einnig trjám í október. Refaveiðar báru töluverðan árangur. Grenjaskyttur unnu 5 greni. Þrjú þeirra voru í byggð. Við greni í landi Spóastaða unnust 3 fullorðin dýr og 4 yrðlingar. Á Tjarnarheiði voru skotin 2 fullorðin dýr og 4 yrðlingar náðust. ÍHáfjalli ílandiGýgjarhólskotsfannst greni. Þar unnust 2 fullorðin dýr en yrðlingar voru taldir það ungir að þeir komu ekki út. í Nátthaga á Haukadalsheiði vannst 1 fullorðið dýr og 3 yrðlingar. Fimmta grenið var Hrefnubúðargreni í Kjalhrauni. Þar unnust 2 fullorðin dýr og 4 yrðlingar. Að auki er vitað um að ein 3 hlaupadýr hafi verið drepin á árinu. Sjálfboðaliðar byggðu hesthús rétt við gamla ferjustaðinn á Hvítá fyrir innan Bláfell. Er það all háreist hús, 15 m langt og 6 m breitt, byggt á steinstólpum úr járnklæddri timburgrind. Allmikil breyting var gerð á tilhögun fjallferða. Fyrstu leit var flýtt og var farið til fjalls miðvikudaginn í 19. viku sumars. Tungnaréttardagur var 11. september. Eftirsafn var nú aðeins tveggja daga leit á Framafrétti. í þriðju leit var farið 5. október. Nokkrar kindur hafa verið sóttar í afrétt á milli leita og eftir þær. Bandaríski herinn var með heræfingar ofan við byggðina í uppsveitum Árnessýslu um mánaðamótin júlí - ágúst. Höfðu þeir olíubirgðastöð við flugbrautina á Einholtsmelum. Af þessu tilefni stóðu herstöðvaandstæðingar fyrir mótmælafundi við Tungnaréttir að kvöldi 29. júlí. Eitt íbúðarhús var tekið í notkun í Laugarási og í Reykholti var flutt inn í tvær kaupleiguíbúðir og eina að auki í sama húsi byggða af eigendum. Þar er verið að leggja grunn að öðru samskonar húsi. Allmikið hefur verið byggt af sumarhúsum á ýmsum stöðum í sveitinni. Hesthús byggt við Hvítá A.K. Litli - Bergþór 5

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.