Litli Bergþór - 01.12.1991, Síða 6

Litli Bergþór - 01.12.1991, Síða 6
M-hátíðarpistill Þegar þessi Litli-Bergþór lítur dagsins Ijós, hefur M- hátíð á Suðurlandi væntanlega runnið sitt skeið, en henni verður slitið í Vík í Mýrdal sunnud. 17. nóv. '91. Þá hefur hún staðið í rétta 8 mánuði, frá því hún varsett á Selfossi 16. mars s.l. M-hátíð (M stendur fyrir orðin mál, mennt og menning) hefur nú verið haldin í öllum landsfjórðungum í samvinnu við menntamálaráðuneytið. Markmið hennar er að vekja athygli á menningarstarfseminni, sem stunduð er vítt um landið og ýta undir hana og það hefur tekist að mínu mati. Þær raddir hafa heyrst að menninghljóti aðveraeitthvað “hátíðlegtog leiðinlegt”, en auðvitað er það tómur misskilningur. Menning er það þegar fólk gerir eitthvað skapandi, sjálfum sér og öðrum til gagns og skemmtunar. Og það gerum við dags daglega hér í sveit sem annarsstaðar. Tökum þátt í félagslífi og listum, hvort sem það heita íþróttaæfingar, hestamennska, kórsöngur, leiklist, lestur góðra bóka, hljóðfæraleikur af ýmsu tagi eða annað. Aðalatriðið er að vera að gera eitthvað sjálfur, láta ekki sjónvarpið og aðra afþreyingu um að eyða tíma manns. Mér þykir rétt að gera hér aðeins grein fyrir því hvernig M-hátíðarstarfið fór af stað og því helsta sem gert var í uppsveitunum á M-hátíðarárinu. Til að undirbúa M-hátíðina, tilnefndi hver sveitarstjórn á Suðurlandi einn fulltrúa í M-hátíðarnefnd og var undirrituð tilnefnd fyrir Biskupstungur haustið 1990. Síðan réðist það eftir aðstæðum, hvort hrepparnir stóðu einir að menningardágskrám eða slógu sér saman. Uppsveitir Árnessýslu ákváðu að standa saman að dagskrá, en svæðið reyndist of stórt og fjölmennt, svo því var skipt um Hvítá. Hrepparnir vestan Hvítár: Biskupstungur, Laugardalur, Grímsnes, Grafningur og Þingvallasveit héldu kvöldvöku í Aratungu, en Hreppa-og Skeiðamenn íÁrnesi. Báðar kvöldvökurnar voru 12. apríl. Á kvöldvökunni í Aratungu sungu þau Guðmundur Gíslason, Elín Gunnlaugsdóttir og Ingunn Sighvatsdóttir einsöng, Söngkór Miðdalskirkju söng og einnig kom fram samkór úr öllum sveitunum fimm undir stjórn Jónínu Guðrúnar Kristinsdóttur frá Laugarvatni. Helga Sighvatsdóttir og Linda Hreggviðsdóttir léku á blokkflautur, Eyvindur Erlendsson flutti valin brot úr skáldskap heimamanna M hátíðanefnd uppsveitanna Heimir Steinsson Geirþrúður Sighvatsdóttir, Garðar Vigfússon, Halla Guðmundsdóttir, Guðrún Sveinsdóttir og Kristinn Kristmundsson fyrr og síðar og ungir glímukappar úr Laugardal og Grímsnesi sýndu listir sínar undir stjórn Kjartans Lárussonar. Dagskránnilauksvomeðharmóníkuballi. Fyrir kvöldvökuna var sett upp falleg myndlistar- og heimilisiðnaðarsýning í Aratungu, með verkum eftir heimafólk úr hreppunum fimm og stóð sú sýning í rúma viku. Þann 21. apríl var M-hátíð barnanna í Aratungu, þar sem börn úrgrunnskólunum í Reykholti, Ljósafossi og Laugarvatni komu fram með ýmis skemmtiatriði. Jónína Guðrún Kristinsdóttir stjórnar samkór uppsveitanna vestan Hvítárá M-hátíð í Aratungu 12.4. 1991 \ tengslum við hátíðina var komið fyrir mjög veglegri myndlistarsýningu barna úr skólunum, og gafst hátíðargestum því tækifæri til að skoða tvær sýningar þann daginn, þá í skólanum og hina í Aratungu. Til að hrista fólkið í uppsveitunum örlítið saman, og til þess að kynnast menningu hvors annars, fluttu “austanmenn” sína kvöldvöku á Borg þ. 26. apríl og við “vestanmenn” okkar að Flúðum 3. maí. Litli - Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.