Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1958, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.10.1958, Blaðsíða 10
- 6 - þvf að sára lftið hefur verið hróflað við kennsluháttum og námsgreinum frá þvf, sem þá var, Umhverfið og lffið umhverfis þetta hús hefur þó tekið miklum stakkaskiptum á þessum tfma, en sérhver ný alda hefur brotn- að á klettinum, Við munum flest samdóma um það, að breytinga sé þörf til samræmis við nýjar kröfur nýs tfma og breyttra að- stæðna, Þó mun okkur greina nokkuð á um það, f hverju þessar breytingar skyldu helzt fólgnar, Hvað skyldi niður fellt, og hvað f stað upp tekið? Það er svo æði margt, sem æskilegt og jafnvel sjálfsagt er að vita, - og vist vitum við sitt af hverju, Og eftir 4 hörð ár vitum við dimittendar þo allir eitt: Við vitum, hvað við vitum litið, Kannski hefur skólinn þar með náð takmarki sfnu, en býsna margt af þvf, sem við höfum aflað okkur hér af bóklegu viti mun fá vængi gleymskunnar fyrr eða sfðar, Kjarninn mun þó sitja eftir, og um þennan kjarna mun svo andlegt lff okkar snúast, Þegar æskilegar breytingar hafa farið fram a námsháttum og námsefni, er ekki ólfklegt, að skólinn geti búið nemendur sfna út með kjarnbetra nesti og nýrri skó, en við dimittendar leggjum upp með nú, Við unum þó hag okkar vel og þökkum af hjarta fyrir allt hið góða og fagra, er við höfum mátt nema hér, en segjum hug okkar allan, þegar við réttum hollvini okkar og fóstra, skólanum, hönd til kveðju, Og það er von okkar og trú, að við munum fá blásandi byr f þau þekking6- arsegl, sem skólinn hefur ofið okkur, þegar við leggjum á haf lffsbaráttunnar, Flest okkar munum við hyggja á frekara nám, Við munum ætla okkur að reisa eina eða aðra þekkingarmynd ofan á þá almennu fræðslu, er við nú höfum hlotið, - En sá á kvölina, sem á völina, - Við stfgum stórt, afdrifarfkt og ábyrgðarmikið spor, þegar við veljum okkur fræði til að grundvalla li'fsstarf okkar á, og þvf mun nokkur kvfði fylgja okk- ur dimittendum f dag, Það ri'ður á að velja rétt - f samræmi við hæfileika okkar sjálfra og einnig með hliðsjón af þvf, hvar við gætum orðið þjóð okkar að mestu liði, Sérhvert okkar hefur gull að geyma, sem vert er að leita að og finna þarf, Við munum fara héð- an sem gullnemar að leita að þessu gulli, grafa það upp, gera það skfrt og arðbært fyrir fslenzka þjóc og fslenzka menningu, Skólinn hefur búið okkur undir þessa gullleit, og það er mikilsvert, að við höfum lært að greina gull frá grjóti - að við höfum lært að þekkja okkur sjálf. Og f dag hljótum við að spyrja: Hvf erum við hér og hvert er för okkar heitið? Fullyrt er, að þjóðina skorti ekki beinlinis menntamenn til þjónustu atvinnu- og þjóðlffi, og margir segja einnig, að yfirbygging þjóðarskút- unnar sé þegar orðin of viðamikil, og verði brúin öllu viðameiri, muni kuggnum hvolfa, og stoði þá litt, þótt stýrimenn séu veðurglöggir vel og styrk sé mundin, er um stjórnvölinn heldur, Menntamenn og menn með sérfræði- þekkingu eru sagðir til þjónustu og styrktar atvinnulffinu, og að þeir þiggi brauð sitt beint og óbeint frá framleiðslunni, en eins og okkur er öllum vel kunnugt, þá hefur mannekla nokk- uð háð framleiðslunni undanfarin ár, Mennta- menn eru þvf þegar orðnir of margir og engin verkefni til handa fleirum f okkar fámenna þjóðfélagi, Og það mun reynast þjóðinni dýr- keypt og hættulegt, að kosta syni sfna og dætur til náms, ef það á að hlotnast öðrum þjóðum að njóta starfskrafta þeirra að námi loknu, Þeir, sem þannig mæla hafa vissulega sitthvað til sfns máls, þó að þeir taki fulldjúpt f árinni á stundum, En flest okkar munum við þó gera okkur ljóst, að þessu er nokkuð á þennan veg farið, Það hefur verið þjóðarorðtak, að fslending- ar séu fáir, fátækir, smáir, Rétt er það, En þetta eiga ekki að vera æðruorð til upp- gjafar heldur eggjunarorð til brýningar, Og við dimittendar vitum, að ef við höfum trúna á landið og þjóðina að leiðarstjörnu og sé það einlæg ósk okkar og vilji að viðhalda og treysta menningarlegt og efnalegt sjálfstæði hinnar fslenzku þjóðar, þá munu okkar bfða næg verk- efni, Og verið þess minnug, að við erum þegnar smáþjóðar, sem krefst og kallar á þjóðhollustu okkar, þegnskap og þrek, Og "Hver þjóð, sem f gæfu og gengi vill búa á guð sinn og land sitt skal trúa," Á morgun heilsum við fyrsta sumardegi, og enda þótt að það hafi gengið á með hryðj- um f morgun, þá er vor f lofti, og það er einnig vor og heiðrfkja f hugum okkar dim- ittenda f dag, þvf að við finnum og vitum, að okkar er beðið, Og væri mér að lokum unnt að sameina kveðjur okkar dimittenda til ykkar, remanentar, þá vil ég taka mér f munn orð skáldsins frá Fagraskógi, er hann segir; f djúpi andans dafnar eilff þrá, Allt dauðlegt kyn vill æðri þroska ná, Þeir skynja fyrstir lffsins leyndu mál, sem læra að skilja sfna eigin sál.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.