Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1958, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.10.1958, Blaðsíða 14
- 10 - ÞORSTEINN GYLFASON OG GUÐ Það mun vera af þvf að ég sé veill á taugum, að mér varð illilega við, þegar ég opnaði sfðasta Skólablað og heyrði, að hrópað var heróp mikið, bitið f skjaldarrendur svo að gnast f og málmar barðir, Er ég gáði betur að, sá ég orsök herberstsins: Þorsteinn Gylfason hafði sagt Guði strfð á hendur og bjóst nú til árásar, Og Þorsteinn ræðst ósmeykur gegn Guði, þvi' að Þorst. er ungur og vel vopnfær, en Guð gamall og stirður orðinn, Auk þess er Þorst, greindur skóla- dúx og getur vitnað i' fræga heimspekinga (eina þrjá), en Guð ku vera heldur vitgrann- ur, hefur aldrei f skóla komið og vegna þess að hann hefur ekki fylgzt með tfmanum, hefur hann ekki getað kynnt sér rit hinna miklu heimspekinga (og ég efast um að hann hefði gert það, þótt hann hefði getað), Þorst, segir, að frummaðurinn hafi staðið á þúsundfalt lægra þroskastigi en við, sem nú lifum,* hað sé vegna þess að við vitum svo miklu meira og þekkingin sé takmark mannkynsins, (Ekki treysti ég mér til að fullyrða hvert se takmark mannkynsins ). Samt séum við sömu græningjarnir og for- feður okkar, að þvi' leyti að við séum alltaf að bjástra með einhvern guð, sem við hugs- um okkur sem sfðskeggja karl og sem við biðjum um hluti, sem hann muni aldrei veita okkur, af þeirri einföldu ástæðu, að hann sé ekki til, Þorsteinn skýtur spjótum sinum fast, Hann segir: "Algóður guð skapaði jörðina, en skapaði hann ekki líka mennina, sem ætla að skemma jörðina hans með sprengjum sin- um?" Það má vel vera, að Guð hafi skapað mennina, sem varpa sprengjum, en hver skap- aði þá mennina, sem fórna sér fyrir með- bræður sfna eða hina, sern skapa andleg eða áþreifanleg verðmæti? Einnig segir Þorst,: "Algóður guð skapaði manninn, en hver skyldi hafa sent honum berkla og krabbamein?" Mér er spurn: "Hver skyldi hafa sent honum mátt til að hafa þegar sigrazt að miklu leyti á berklunum og að nokkru leyti á krabba- meininu? Enn segir Þorst,: "Algóður Guð skapaði lambið, en skapaði hann ekki refinn Ifka?" Sannleikurinn er, að tegundirnar lifa og hafa lifað á hvorri annarri, hversu grimmi- legt sem þetta fyrirkomulag annars er, og ekki veit ég, hvort hægt er að órannsökuðu máli að sakast við Guð um þetta. Og einhvern veginn læðist sá grunur að mér, að Þorsteinn muni einhvern tfma hafa lagt sér til munns skepnur, sem einhvern tfma hafi lifað og verið hamingjusamar, jafnvel að hann hafi borðað lamb, þótt ekki sé hann refur, Svo segir Þorsteinn: "Trúa menn þvf ef til vill enn f dag, að algóður guð sé að reyna þá með þvf að senda þeim óhamingju, fátækt, styrjaldir og sjúkdóma? Eða sefur algóður guð á verðinum um velferð manna? Sefur hann svefni hinna réttlátu meðan mannkynið á f stöðugri baráttu við hörmungarnar, sem hann hefur sjálfur sent þvf?" Ég hef þessar tilvitnanir með, svo að menn geti hugleitt þær, en ekki eru þær svara- verðar, Langt frá þvf, Með hneykslan og forundran segir Þorst,, að menn biðji Guð og biðji um hluti, sem þeir ættu að vita, að hann muni aldrei veita þeim, en gleymi þvf, að hamingjan bfði þeirra á næstu grösum, ef þeir aðeins nenni að hafa sig eftir henni; Og það mun vera svo með hamingjuna, eins og fleira kvenkyns, að hún sé duttlungafull og "óútreiknanleg" og sé ekkert blfð- ari hinum trúlausu heldur en hinum trúuðu, nema sfður sé, Samt hikar Þorst. ekki við að segja: "Og fyrir utan það, sem þegar hefur verið talið, er trúin á guð og framhaldslff beinlfnis skaðleg að öðru leyti." Og: "Kristin kirkja vinnur að þvf, að mannkynið öðlist bvorki hamingjuna né þekkinguna," Heldur Þorsteinn, að hamingja og þekking hafi verið teljandi meiri áður en kristin kirkja varð til? Og auk þess: Heldur hann, að Kristin kirkja sé eitthvað nálægt þvf að vera hið sama og Guð? Ýmislegt fleira segir Þorst,, en ég hirði ekld um að svara því, f upphafí þesisa þáttar

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.