Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1958, Blaðsíða 27

Skólablaðið - 01.10.1958, Blaðsíða 27
- 23 - Hann. ferðaðist nú vfða um og boðaði fagnað- arerindið, lofsamaði hreinleika hjartans og göfgi sálarinnar og hvað hið æðsta lffsverð* mæti vera heiðríkja hugans, sem svipt væri ágirnd og nautnum, Nautnirnar væru aðeins forboðnir ávextir hins illa; Það mun veitast jafnerfitt fyrir nautnasegg að ganga inn f himnariki eins og camel að komast gegnum nálarauga. En þá kom til hans freistarinn, sem leiddi hann upp á Öskjuhlíð og sýndi honum byggðina, breið torg og fagrar byggingar, gangstéttir og götu- ljós, flugvöll og hitaveitu, smáibúðir og sundlaugar. Og hann sýndi honum bankastjórasæti, olfustjórasess og skreiðasölustjóraembætti og sagði: Allt þetta vil ég gefa þér, ef þú greið- ir mér þitt atkvæði f næstu kosningum sannfærast og gerðu iðr- un og yfirbót, En þá dró Kolbeinn sig f hlé um stundarsakir frá skóla og sat þá lengst á eintali við meistara sinn og föður, Er hann kom á ný f 1 skolann, var þar allt horfið til þess, sem Váður hafði verið, Lenti hann nú f B- bekk, sem ekki var beztur bekkja f þann tfma og hvern gárungarnir nefndu oftlega Babýlon. Hafði Kolbeinn þó ekki setið þar lengi, er allir bekkjarbræður I ms höfðu hrifizt af einstæðum persónuleika hans og gert hann að leiðtoga sfnum og brjóstvörn f hverju máli, Sátu þeir nú löng- um i' einrúmi á sfðkvöldum f sárri iðran og riörmuðu fyrra lfferni sitt, Urðu þeir af þessu fyrir miklu aðkasti skólasystkina sinna, sem hæddu þá og spottuðu, Þá mælti Kol- beinn: Sá yðar, sem syndlaus er, sendi fyrst ur háðglósuna, Létti þá af öllu spotti, og svo fór að lokum, að allir létu snúast og gerðu iðran - jafnvel kennararnir, og þótti það mik- ið undur og kraítaverk. Er Kolbeinn hafði brottskráðst frá skóla þessum, sagði hann við sambekkinga sfna; Fylgið mé’r, Og þeir yfirgáfu allt sitt og fylgdu honum. Þa mælti Kolbeinn kolbeinn og einarður; Vík burt frá mér, Satan. Og hann talaði til lýðsins; Hvf safnið þér fjársjóð hér á jörðu, þar sem mölur og ryð fær grandað honum, ef þér eigið engan á himnum? - Og hann sagði dæmisöguna um rfka útgerðarmann- inn, sem gaf þúsund krónur af auðlegð sinni til kirkjunnar, þegar gamla sjómannsekkjan gaf einn eyri af fátækt sinni - og hann bauð: Far þú og gjör slfkt hið sama, þvf að vissu- lega munu þúsund krónur útgerðarmannsins mega sfn jafnmikið (ef ekki meira) á himn- um og eyririnn ekkjunnar ,,,,, Við þetta efldist kirkjan stórum að áhrif- um og virðingu - og auði, Var nú svo komið, að lærðir vildu veita Kolbeini eignarsess innan kirkjunnar, sem honum og hans starfi f þágu hennar væri samboðinn, en hann baðst undan þvf, hélt áfram ferðum sfnum með lærisvein- unum og nærðist lengstum á brekkusniglum og ffflamjólk, Verður nú að fara fljótt yfir stór- brotna sögu. Kolbeinn fór vfða um og boðaði fagnaðar- erindið, jafnt lærðum sem leikum, yfir- sem undirstéttum, kristnum sem heiðnum, svörtum sem hvftum og blindum sem daufdumbum, Starfaði hann alla si'na lffstfð með óþreytandi magni köllunar sinnar og speki og þóttust menn ekki muna hans jafningja f kristilegum fræðum eða háleitri andagift eða auðmýkt hjartans sfðan Franz frá Assassf leið, Veitti kirkjan honum tignarheitið helgi og lærisvein- unum helgabræður, Var einn þeirra æðstur, Var sá nefndur umsjónarmaður helganna. En þá var það, sem Kolbeinn tók sótt þá, Frh, á bls, 7

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.