Litli Bergþór - 01.03.1992, Blaðsíða 14

Litli Bergþór - 01.03.1992, Blaðsíða 14
Algjör drekasaga Geysir og Hekla og Strokkur og Fata Elín Ingibjörg Magnúsdóttur Hveratúni, 8 ára. (Sagan samnin í sept. 1991.) Fyrir mörg þúsund árum voru engir menn til á íslandi. Aðeins ein drekafjölskylda. Þið trúið mér örugglega ekki en þetta er bara saga. Drekarnir fjórir hétu Geysir (pabbinn) Hekla (mamman), Strokkur (drekastrákurinn) og Fata (drekastelpan). Geysir þoldi ekki sápu og hreinlæti og sama sagan var með Fötu. Hún var mjög lík föður sínum. Hekla var heimsins mesta drekasvefnpurka (sem fékk verðlaun fyrir það í sínum flokki). En Strokkur var duglegastur allra drekanna mjög hraustur og stundvís og spúði eldi nokkrum sinnum á klukkustund meðjöfnu millibili. Þessi drekafjölskylda lifði saman í sátt og samlyndi í Haukadal í mörg ár þangað til Ingólfur fann ísland. Ingólfur vissi ekki að drekarnir væru þarna í Haukadal. Ingólfur fór með tveimur mönnum til að skoða Haukadal. Haukadalur var mjög fallegur staður. En allt í einu heyrðist illilegt urr. Ingólfur og mennirnir tveir litu við og þar blasti við þeim Geysir sjálfur reiðubúinn til að drepa eða éta hvern þann sem vogaði sér inn á umráðasvæði hans. Ingólfur og hinn maðurinn hlupu strax af stað en hinn maðurinn stóð eftir stjarfur af skelfingu og horfði á illilegt drekafésið færast nær og nær. Svo hrasaði maðurinn sem var með Ingólfi en Ingólfur gat ekki bjargað honum því að þá myndi hann verða étinn. Hann faldi sig bak við tré og sá þegar drekinn læsti klónum í mennina og gekk með þá brott. Svo heldur Ingólfurfund með öllum sínum mönnum og þeir ákváðu að það yrði að granda drekunum eða fjarlægja þá á annan hátt. Daginn eftir bjuggust þeir vopnum og héldu af stað inn í Haukadal. Þeir löbbuðu um smástund og fundu svo drekana eftir svolitla stund. Fatasá þá koma og vildi fá að skemmta sér svolítið. Hún flýtti sér í áttina til þeirra. Litli - Bergþór 14 -------------------- Mennirnir flýðu en einn maðurinn varð of seinn og Fata náði honum. Hún tók hann upp á fótunum og snéri honum í hringi. Þegar hinir mennirnir sáu þetta hættu þeir við að flýja og ætluðu að bjarga manninum úr klóm Fötu. En hvernig sem þeir hjuggu með öxum stungu með spjótum og rýtingum og börðu með lurkum þá myndaðist aldrei svo mikið sem rispa á stórum drekaskrokknum hvað þá meira. Allt í einu heyrðu þeir einhverja rödd. Hún kom frá Fötu. Röddin var skýr eins og mannsrödd bara miklu miklu hærri og drungalegri. Hún sagði: „Ææ þið kitlið mig. Fabbi komdu“. Svosagði enn hærri rödd: „Svo þið kitlið litlu stelpuna út af engu. Ég skal aldeilis kennaykkur...“sagði Geysir og fleygði sér flötum og kramdi að minnsta kosti 25 menn til bana. Ingólfur og menn hans sem voru mjög fáir áttu fótum fjör að launa. Dag einn fengu þeir þá hugmynd að grafa holur og hylja þær með grasi þar til drekarnir dyttu niður í þær. Mennirnir gerðu það en þegar þeir voru búnir með tvær holur heyrðu þeir sama illilega urrið. Þeir hlupu til og földu sig. Skömmu síðar kom Geysirfljúgandi!! og lenti svo. Svo labbaði hann aðeins um en allt í einu heyrðist svaka pomm og jörðin skalf þegar Geysir datt niður í holuna. Ingólfur gægðist niður í holuna og sá þar mjög illileg augu sem loguðu af hatri. Og svo öskraði Geysir svo hátt að Ingólfur varð að halda fyrir eyrun. Svo heyra þeir tramp. Frekar létt miðað við Geysi. Svo heyra þeir líka skræka rödd sem segir: „Geysir pabbi komdu í hádegismat. Það verður mannasteik og......“ Ingólfur þurfti ekki að heyra meira til að vita að

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.