Litli Bergþór - 01.03.1992, Blaðsíða 17

Litli Bergþór - 01.03.1992, Blaðsíða 17
Eftir það var bundið upp á flestum baggahestunum og þeir reknir. Rauðskjóni á Laug tók strax forystuna og hélt henni alla leið, öruggur og rólegur, og Jarpnasi, einnig frá Laug, fylgdi honum alltaf fast á eftir. Ég man sérstaklega eftir böggunum á þessum tveimur hestum. Skjóni bar 6 rúmdýnur úr hálmi. Var því æði mikil fyrirferð á þeim skjótta með baggasína. Jarpnasi barborðvið, um 2 m langan, sem skyldi vera efni í náðhús. Sumarið áður nutum við ekki slíkra þæginda að hafa kamar. En nú lagði Teitur á það ríka áherslu að við færum með efnið með okkur í náðhúsið, því eftir hálfan mánuð komi hann með ráðskonu til okkar og ekki komi til greina að hún þyrfti að hlaupa út um móa og mela til að losna við úrgansefni bæði til baks og kviðar. Smá tafir urðu hjá okkur á Brúarheiðinni. Foli sem lítið var vanur áburði en bar tvo kassa henti sig yfir skorning. Við það fór að skralla í öðrum kassanum, sem í voru prímusar og eldhúsáhöld. Átti allt að vera vel stoppað niður, en folinn sleit sig lausan og fældist. Kassinn lét fljótlega undan loftköstum folans og fór nú að dreifast úr kassanum prímusar, ausur, sleifar og fleira. Folinn hætti ekki að hamast fyrr en hann var búinn að ná öllu af sér. Við urðum tveir eftir til að tína þetta saman og tók það töluverðan tíma því vel var úr því dreift og óvíst að við höfum fundið það allt. Ég skipti svo um, lét hnakkinn minn á folann en reiðinginn á minn reiðhest. Hinum náðum við svo ekki fyrr en inn í Selhögum. Við áðum svo við Sandá, tókum ofan af hestunum, borðuðum og hituðum okkur kaffi. Síðan var látið upp, lagt af stað og rorrað áfram í kvöldkyrrðinni, fetfyrirfet, hvermaður með sína byrði. Komum seint um kvöldið inn í Fremstaver. Þar náttuðum við okkur, sprettum af öllu og heftum hestana, tjölduðum og sofnuðum vært í lágnæturkyrrðinni við suðandi árniðinn. Við vöknuðum við það um morguninn að Jón segir: „Sko, líttá, sjáðu. Viðskulum fara að klæða okkur, drengir.11 Það tók okkur stuttan tíma, því ekki höfðum við farið nema úr ytri fötum. Komum því allir nokkuð jafn snemma út, litum til lofts og byrjuðum á að vökva blómin, sem voru að vakna úr vetrardvalanum í kringum tjaldið. Sunnan gola var en orðið mjög dimmt í lofti. Jón sagði: „Sko líttá, nú fáum við rigningu í dag.“ Við gengum rösklega til verka að matast, beisla hesta og leggja á þá. En þegar við erum að láta upp á þá byrjar að rigna. Fljótlega færist rigningin mjög í aukana, og þegarvið komum efst á Miðver er komið þvílíkt vatnsveður að við höfðum varla verið úti í öðru eins. Það var eins og allar flóðgáttir himinsins hefðu opnast þarna yfir okkur, en það var lygnt. Allarsmá rásir, sem komu ofan úr Bláfelli, urður nú að stórum lækjum, kolmórauðum. Þegarvið komum að Sniðbjargagili, sem er vatnsmesta gilið austan undir Bláfelli, valt þar fram kolmórautt og straumhart, því það rennur þarna í töluverðum halla. Rauðskjóni og Jarpnasi fóru á undan að venjuog lögðu hiklaust í gilið. En það skipti engum togum þegarþeireru k o m n i r almennilega frá landi skall straumþunginn upp á síðu og skellti þeim hálfflötum. B a g g a r n i r sveif luðust strax af Skjóna og a n n a r bagginn af þeim nösótta. Hinn hékk á klakknum upp á þurrt. Jón kallaði hátt meðan þetta var að gerast: „Stansið þið hestana, hleypið ekki fleiri útí.“ Það tókst, en við horfðum á rúmdýnurnar okkar byltast í straumþunganum niður gilið ásamt náðhúsefninu. Við hröðuðum okkur strax, Greinahöfundur sá um matseldina fyrra sumarið sitt á Kili. Hérerhann við tjaidbúðirnar í fullum skrúða. Litli - Bergþór 17

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.