Litli Bergþór - 01.07.1992, Qupperneq 9

Litli Bergþór - 01.07.1992, Qupperneq 9
Safnhaugar til sveita Við flutning úr vernduðu umhverfi þéttbýlisins í óverndað umhverfi strjálbýlisins er nokkuð sem óhjákvæmilega eykur meðvitund manns fyrir umhverfi sínu og umhirðu. Hingað koma engir öskukallar og losa mann við óþægindi eigin úrgangs. En hvað er þá til ráða? Jú, safnhaugar leysa vandamálið. Safnhaugagerð er nokkuð, sem á við alls staðar, allt frá einkaheimilum til stórfelldrar garð- eða gróðurhúsaræktunar. En safnhaugar eru ekki öskutunna heldur fullkomin leið til að verða sér út um fyrsta flokks gróðurmold. Maður er ekki að losa sig við úrgang þegar settur er upp safnhaugur, heldur er maður að nýta hráefni. Lítum þá fyrst til einkaheimilanna en þar er oft erfiðast að byrja. Hráefni úr eldhúsi. Ailar matarleifar er tilvalið safnhaugahráefni. Einfalt mál er að hafa sérfötu í þessum tilgangi við hlið ruslapokans. Þar er allt sett í, sem maður sér fram á að geti rotnað. Innihaldið er síðan sett í sérkassa eða haug. Ólykt getur myndast í haugnum ef niðurbrotið er of hratt en þá er gott að strá kalki yfir endrum og sinnum og hægir það á starfseminni. Einnig er gott að kasta yfir mold til íblöndunar og allra best ef það er gömul safnhaugamold. Ef byrjað er á haug að vori má gefa sér að safnað sé í hann yfir árið. Næsta vor setur maður svo í annan haug. Sá gamli fær að standa fram á haust, gjarnan þakinn með moldarlagi og er þá ummokað eða jafnvel blandað saman við aðra safnhauga, sem verið er að ummoka. Hráefni úr heiinilisgörðum. Til heimila heyra oft heimilisgarðar og er þar úr miklu að moða til safnhaugagerðar. í slíkum safnhaugum má reikna með þriggja ára umsetningu. Er þá safnað í hann fyrsta árið, annað árið fer í umsetningu og þriðja árið má nýta moldina. Uppsetningu á slíkum haug má byrja á vorin með trjáklippingum. Afklippurnar má þá nýta í hæfilegur lengdum, sem undirlag fyrir tilvonandi haug en það gefur góða loftun. Hæfileg breidd á litlum, frístandandi haug er 1,0 - 1,5 m. hæðin ræðst af því að hann haldi sjálfum sér uppi og lengdin fer eftir því magni, sem til fellur. Einnig er hægt að notast við kassa í þessum tilgangi og er það mun snyrtilegra, þegar um minni garða er að ræða. Gæta verður þess þó að þeir lofti vel á hliðum. í hauginn er safnað öllu, sem til fellur úr garðinum, illgresi, grasi, jurtaleifum úr matjurtagörðum og fleiru. Lítið annað þarf að gera nema kasta öðru hvoru í smá mold og svolitlu af kalki. Fyrir þá sem vilja fá gæðamold úr sínum safnhaug fylgir þessi uppskrift. 1 hjólbörur jurtaleifar 3-4 skóflur garðmold 1-2 skóflur gamall safnhaugaáburður 1 kg áburðarkalk eða 2-3 skóflur skeljasandur 1 kg fiskimjöl 3-4 skólfur húsdýraáburður 2 kg þangmjöl eða 5 kg þang Að hausti þegar útséð er um að meira safnist til er gott að hylja hauginn með moldarlagi. Næsta vor er svo hafist handa á ný með annan haug. Gamla haugnum er ummokað um vorið og eins aftur um haustið. Þriðja árið er haugurinn svo tilbúinn til notkunar, sem fínasta gróðurmold. Ágætt er að sigta hana og fá þannig burt það, sem kannske ekki er að fullu ummyndað. Og svona rúllar þetta áfram áhyggjulaust ár eftir ár öllum til gleði og ánægju. Hráefni úr garðyrkju Fyrir þá sem eru í stórfelldari útiræktun eða gróðurhúsaræktun gildir að miklu leyti það sama og í heimilisgörðum nema hvað stærðargráðurnar eru allt aðrar. Haugar, sem eiga að taka við miklu hráefni mega vera 1,5 - 2 m á breidd, um það bil 1,5 m á hæð en lengdin ræðst af magninu. Þeir sem vilja meira en bara mold úr sínum haug geta notast við uppskriftina hér að framan. Hafa skal það í huga með alla safnhauga að þeir standi ekki í laut, því allt vatn verður að geta runnið frá þeim. Látum þessum línum þá lokið og njóti þeir, sem af nema. Stælt og stolið. Þórður Halldórsson, Akri. _______________________ Litli - Bergþór 9

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.