Litli Bergþór - 01.12.1992, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 01.12.1992, Blaðsíða 3
Ritstjómargrein Á þessu ári eiga samtök garðyrkjubænda hér í uppsveitunum 30 ára afmæli, og hafa þau minnst þessa með útgáfu veglegs afmælisrits. í riti þessu koma fram ýmsar athygliverðar staðreyndir um stöðu garðyrkju og gróðurhúsaræktar. Þrátt fyrir að saga garðyrkju í atvinnuskyni sé aðeins 70 ára löng á Islandi er hún nú þróttmikil og öflug og gegnir mikilvægu hlutverki í atvinnusköpun hér í sveit, ekki síst þegar samdráttur er í hefðbundnum búskap. Nú eru 60 ár frá því að fyrsta gróðurhúsið var reist í Biskupstungum, en það var Stefán Sigurðsson, skólastjóri í Reykholti, sem það gerði. Fyrsta garðyrkjustöðin sem stofnuð var í atvinnuskyni hér var á Syðri-Reykjum 1937 hjá Áslaugu og Stefáni Árnasyni. Fyrsta gróðuhúsið í Laugarási var byggt 1940 af Olafi Einarssyni. Á þessum 60 árum hafa orðið miklar breytingar, samgöngur batnað og mataræði landsmanna breytst þannig að betri grundvöllur er til að afsetja afurðirnar nú en áður var, og er fróðlegt að lesa frásögn Stefáns á Syðri-Reykjum hvernig aðdrættir voru þegar hann byrjaði búskap. í grein Ingólfs Guðnasonar um garðyrkjustörf forfeðranna kemur fram að við frjógreiningu hafa fundist leifar byggs, hörs og malurtar í jarðvegi frá Skálholti allt frá upphafi byggðar og fram til 1400 og annað kornræktartímabil var þar á síðari hluta 17. aldar. Þetta sýnir að vonir um bylgjandi kornakra hér í Tungunum gætu orðið að veruleika. Hver þróun hefði orðið hér hefði garðyrkjan ekki komið til er auðvitað óþekkt, en samanburður við þær sveitir sem ekki njóta heita vatnsins geta gefið vísbendingu. Þetta sýnir að allar tilraunir til nýsköpunar í atvinnuskyni eru þess virði að þær séu reyndar, þó ekki takist jafnvel um þær allar. Nýting heita vatnsins til garðyrkju er nú orðin ein megin stoðin undir atvinnu hér og miklar vonir bundar við að sú grein geti enn elfst til að standa undir frekari uppbyggingu íbúum hér til farsældar. PS 1 Eftirtaldir aðilar styrkja útgáfu þessa blaðs með 1 jólakveðjum til lesenda blaösins: Rakarastofa Björns Gíslasonar Eyrarvegi 5, Selfossi. s. 22244 Sjafnarblóm Eyrarvegi 2 ( Hótel Selfoss). s. 23211 Vöruhús K.A Austurvegi 3-5, Selfossi. s. 21000 Betri Bílasalan Hrísmýri 2a. Selfossi. s. 23100 Litli - Bergþór 3

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.