Litli Bergþór - 01.12.1992, Blaðsíða 5

Litli Bergþór - 01.12.1992, Blaðsíða 5
Frá íþróttadeild U.M.F.B. Það hefur margt gerast hjá okkur í íþróttadeildinni síðan síðasti L.-B. kom út. Þar er fyrst að nefna íþróttahátíð H.S.K. á Selfossi 27. og 28. júní. Þar náðum við okkur í 12 H.S.K. meistaratitla. Þórhildur Oddsdóttir vann hástökk stelpna. Jóhann Haukur Björnsson vann 100 m, 400 m, 800 m og langstökk sveina. Róbert Einar Jensson vann 100 m 400 m og hástökk drengja. Tómas Grétar Gunnarsson vann 110 m grindarhlaup, spjótkast og stangarstökk drengja. Einnig vann boðsveit drengja 4x100 m. Þessir krakkar hafa síðan keppt á hinum ýmsu mótum í sumar og staðið sig með ágætum. Göngudagur fjölskyldunnar var með fjölmennasta móti þetta árið. Við vorum 36 sem gengum á Vörðufell í blíðskaparveðri um miðjan júní undir leiðsögn heimakvenna á Iðu. Elstur göngumanna var Margrét á Iðu en yngst var María Sól frá Engi, innan við ársgömul. Eftir þennan góða göngutúr var öllum boðið í kaffi og meðlæti hjá Margréti og Ingólfi og færum við þeim bestu þakkir fyrir móttökurnar. Fótboltinn var mikið spilaður í sumar undir stjórn Hjartar T. Vigfússonar. Við tókum þátt í fótboltanum á íþróttahátíðinni og einnig var þrisvar sinnum spilað við Hrunamenn. Sundæfingar voru hjá okkur einu sinni í viku undir leiðsögn Elísabetar Jónsdóttur. Það var frekar dræm aðsókn að æfingunum og lítið um sundmót yfir sumarið sem hægt var að komast á, en við enduðum á innanfélagsmóti. Unnar Þór var með sundnámskeið fyrir yngstu krakkana eða þau sem voru ósynd. Þar vantaði ekki áhugann og mikið kappsmál að læra að synda. Frjáisíþróttaæfingarnar voru eitt kvöld í viku undir stjórn Jóns Arnars. Að loknum sumaræfingum héldum við innanfélagsmótið og fórum út á Laugarvatn á þriggjafélagamótið. í september tókum við okkur frí frá öllum æfingum, en byrjuðum svo aftur í október með frjálsíþróttaæfingar innanhúss með Jóni Arnari þjálfara. Einnig byrjuðu við með körfuboltaæfingar fyrir eldri krakkana, en þar er þjálfari Guðbrandur Stefánsson. Þegar þetta er skrifað eru liðin okkar byrjuð að keppa í héraðsmótunum í körfubolta, bæði karlar og drengir, en stelpurnar byrja keppni eftir áramót. Við stóðum fyrir bingói í nóvember. Allir vinningarnir voru frá fyrirtækjum eða félögum innansveitar eða keyptir fyrir peninga frá fyrirtækjum úr sveitinni og pening sem krakkarnir söfnuðu. Það komu um 160 manns á bingóið og við vorum mjög ánægð með það. Nú fer senn að líða að jólum og þá kemur að hinni árlegu flugeldasölu okkar og vonum við að þið, sveitungar góðir, takið jafn vel á móti okkur nú, sem endranær. Kveðja , Áslaug Sveinbjörnsdóttir. Flestir þátttakendur í göngudegi U.M.F. Bisk. í sumar. r BISK-VERK C J Tökum að okkur alla byggingastarfsemi Nýsmíði - Viðhald Sumarhúsaþjónusta Þorsteinn Þórarinsson, sími 22468 Skúli Sveinsson 68862 Bílasími 985-35391 Litli - Bergþór 5

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.