Litli Bergþór - 01.12.1992, Blaðsíða 14

Litli Bergþór - 01.12.1992, Blaðsíða 14
Minnisvarði Jóns biskups Arasonar / x eftir Sr. Guðmund Ola Olafsson. Skammt norðaustur frá neðra hliði í Skálholti stendur fornlegur minnisvarði með svofelldri áletrun: JÓN ARASON BISKUP LJET HJER LÍFIÐ FYRIR TRÚ SÍNA OG ÆTTJÖRÐ 7. NÓV. 1550. Mynd af biskupsmítri er klöppuð í steininn yfir þessu letri. Um varða þennan hef ég sitthvað sagt og ritað, svo og um letrið. En hversu gamall er hann og hverjir reistu hann? Jú, snemma komst ég á snoðir um, að erlend kona, líkega bresk, hefði komið þar við sögu á fyrstu áratugum þessarar aldar og Matthías Þórðarson þjóðminjavörður verið með í ráðum. Öllu skýrari svör reyndust torfengin. Þó minnist ég þess, að lítil og snotur ferðabók lá á glámbekk einhvern tíma í hófi hjá þeim frú Kristínu og síra Eiríki á Þingvöllum. Það kynni að hafa verið haustið 1977. Man ég, að þar voru þá einkum prestkonur og prestar úr héraði og skemmtu sér vel, enda lék síra Eiríkur á alls oddi. Hann gerði þá grein fyrir bók þessari, og hún væri eftir listakonuna Disney Leith, þá hina sömu og keypt hefði altaristöflu Ófeigs Jónssonar frá Heiðarbæ af Þingvallakirkju árið 1899 og reist minnisvarða Jóns Arasonar í Skálholti. Altaristaflan var þá fyrir skemmstu komin heim aftur. Disney Leith hafði keypt hanafyrir 10krónurog látiðsetjahanaupp íheimakirkju sinni í Shorwell á eynni Wight við Ermasund. Skyldi hún vera þar til minningar um son hennar, er fallið hafði í hernaði á Indlandi. Þau Vigdís Finnbogadóttir og Magnús Magnússon höfðu fungið töfluna og komið því til leiðar, að hún var gefin Þingvallakirkju að nýju. Minnisvarðinn. Húsið iengst til vinstri er organistabústaðurinn, þá prestshúsið, Skálholtskirkja og Skálholtsskóli. BRÉF FRÁ KAÞÓLSKUM LEIKMÖNNUM. Einhvem dag í vor, sem leið, hafði Ólafur biskup orð á því við mig, að Torfi Ólafsson, formaður Félags kaþólskra leikmanna, hefði komið að máli við sig og nefnt, að félagsmenn sínir vildu gjarna fá að hressa ásýnd varðans nokkuð. Bað hann mig að hugleiða þetta, enda mundi bréf senn berast frá Torfa. Og bréfið kom, og þá þótti mér einsætt að því yrði ekki lengur skoðið á frest að huga að sögu minnisvarðans. Mér varð að sjálfsögðu einna fyrst hugsað til síra Eiríks og bókarinnar góðu. Ég náði tali af frú Kristínu, sem enn býr á Selfossi. Og hún kannaðist vel við bókina og höfund hennar. Sagði hún mér þá þegar margt forvitnilegt frá þessari kynlegu konu, Disney Leith. Mér skildist, að ung hefði hún fellt hug til einhvers landa síns, sem hefði verið altekin áhuga á Litli - Bergþór 14

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.