Litli Bergþór - 01.12.1992, Blaðsíða 20

Litli Bergþór - 01.12.1992, Blaðsíða 20
Tvær úr Tungunum gerast Molbúar Ungmennafélag íslands tekur ár hvert þátt í ýmiskonar ráðstefnum og hópverkefnum með samsvarandi félögum á Norðurlöndunum. Eitt þessara verkefna er „Ungbændaráðstefna“, sem haldin ertil skiptis í löndunum. Árið 1991 var ráðstefnan haldin að Laugarvatni og þar var aðallega rætt um umhverfismál. Sl. sumar var ráðstefnan í Danmörku og var yfirskrift hennar „Norden í Europa“ sem má útleggja sem „Norðurlöndin í Evrópusamfélaginu". Fulltrú UMFÍ að þessu sinni voru 2 félagar úr Umf. Bisk., þær Sigga Jóna og Maggý í Hrosshaga. JOUSOCENTRFT m ■WMH .. *JSS Sigga Jóna, Maggý og Pálmi, form U.M.F.Í. á ráðstefnustað. Það voru tvær glaðbeittar ungar konur sem lögðu upp árla morguns 23. maí. Við vissum að með sömu vél færu þeir Pálmi formaður og Sæmundur framkvæmdastjóri UMFÍ. Ekki sáum við til þeirra félaga fyrr en á síðustu stundu ,að þeir birtust og komu sér vel fyrir á „Saga class“. „Jæja“, hugsuðum við með okkur, „svona hafa þeir það“. Vélin fór á loft og allt gekk vei. Fljótlega komu þeir Pálmi og Sæmundur að spjalla við okkur og láta okkur hafa fleiri plögg. Þeim fannst þeir eitthvað þurfa að útskýra af hverju þeir ferðuðust á „Saga class" og vissulega var það ekki með vilja gert. Sæmundur hafði einfaldlega sofið yfir sig og þeir urðu of seinir, svo þetta voru einu lausu sætin handa þeim. Sem sagt, enginn vísvitandi flottræfilsháttur. En nóg um það. Eftir allskonar útúrkróka og þvæling út í óvissuna mættum við stundvíslega kl. 15 að Tungna- mannasið á ráðstefnustaðinn sem var í Fuglso- centret á Jótlandi. Nánar tiltekið norð-austan við Árósa, í Mols héraði, þar sem Molbúarnir búa. Þetta er einhver fallegast staður í Danmörku, óvenju miklar hæðir og fjölbreytt gróðurfar. Við vorum fyrstar á staðinn og í raun ekkert um að vera fyrr en um kvöldið. Það lá því beinast við að kanna svæðið. Þarna voru heilmiklar byggingar og góð aðstaða til ráðstefnuhalda og íþróttaiðkana, bæði úti og inni. Okkur taldist til að þarna gætu verið u.þ.b. 600 manns í einu. Ekki er neitt annað á þessum stað en lítið sveitaþorp Fuglso, sem er í 1-2 km fjarlægð. Menn smá tíndust að um kvöldið, en sumir komu þó ekki fyrr en næst síðasta daginn. Eftir kvöldmat var „samanhristingur" þar sem allir kynntu sig. Flestir voru ungir, en fæstir voru bændur. Mikið var um ráðunauta ýmiskonar. Þátttakendur voru alls 21,2 frá Finnlandi, 4 frá Svíþjóð, 5 frá Danmörku, 8 frá Noregi og sem fyrr segir 2 frá íslandi. Það kom strax í Ijós að fólk var ekki þarna samankomið til að liggja í leti, því fyrsta daginn voru fyrirlestrar og hópvinna stanslaust frá kl. 9-18. Við fengum þarna 2 fyrirlesara; Jan Laustsen frá Landbrugsrádet og Finn Sorensen frá Danmarks Landboungdom. Báðir voru þeir miklir talsmenn EB og þarna dundi á okkur áróðurinn. Þessa daga þarna í Danmörku urðum við mjög áþreifanlega varar við áróðurinn með eða á móti EB, því örfáum dögum seinna kusu Danir um Maastricht samkomulagið. Heilmiklar umræður urðu þarna um afstöðuna til EB og voru norsku þátttakendurnir mjög heitir og mikið á móti EES samningunum og hugsanlegri inngöngu Noregs í EB en Svíarnir og Finnarnir greinilega nokkuð hlutlausir. Við héldum fram okkar skoðunum og þá aðallega okkar persónulegu neikvæðu afstöðu til EES samninganna. Við gagnrýndum það að ísland væri ekkert með inni í framtíðarsýn fyrirlesara á Norðurlöndum í Evrópusamfélaginu. Einnig var það gagnrýnt að þegar þeir ræddu um Evrópu, þá var Evrópa í þeirra huga aðeins þau lönd sem voru í EB. Það var gaman að fylgjast með norsku þátttakendunum, en af þeim 8 voru 6 konur, hver Verslunin Osp Eyrarvegi 2, Selfossi sími 21131 Stóraukið úrval af sjónvörpum hljómtækjum og geisladiskum. Litli - Bergþór 20

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.