Litli Bergþór - 01.12.1992, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.12.1992, Blaðsíða 21
annarri skeleggari. Ein þeirra sagðist annaðhvort flytjast til Afríku eða íslands ef Noregur gengi í EB, hún var bóndisú. Við vorum orðnar ansi þreyttar að loknum fyrsta degi og í huga okkar söng norska, sænska og danska í bland. Við þurftum að einbeita okkur stíft til að skilja umræðurnar og ennþá verra var að þurfa að tjá sig og gera grein fyrir skoðunum sínum, sem maður hefði nú átt fullt í fangi með á íslensku. Hver og einn talaði sitt móðurmál nema við og Finnarnir, sem töluðu reyndar sænsku. Eftir þennan langa og þreytandi dag var samnorrænt söngkvöld, sem Jakob Hojlund stjórnaði, alveg stórkostlegur karl, sem var eins og dreginn aftan úr grárri forneskju með lítið yngri kvenundirleikara. Þegar Jakob gat hætt ræðu sinni um gömlu góðu dagana, (sem kom alltaf á milli laga), þá hófst sálmasöngur í hjálpræðisherstíl og höfðum við á tilfinningunni að þetta væri honum til gamans gert, en ekki okkur. Við vorum fljótar að sofna um kvöldið. Annar dagurinn hófst á hefðbundinni heimsókn á danskt sveitabýli. Það var í stærri kantinum, félagsbú tveggja fjölskyldna með 195 kýr og tilheyrarndi kvíguuþpeldi og 1500 sláturgrísi auk mikillar kornræktar. Fyrirlesari þessa dags komst ekki til okkar, svo við vissum ekki hvort þar fór þriðji EB maðurinn. Þess í stað skipulagði stjórnandi ráðstefnunnar hópvinnu og var okkur nú ekki skipt í hópa eftir löndum. M.a. var rætt um umhverfisvernd í landbúnaði og hvort hún sé best komin í höndum bænda. Einnig um neytendamál og afstöðu ungra bænda til neytenda, af hverju menn gerast bændur o.m.fl. Þetta hópstarf þótti okkur einna skemmtilegasti þáttur ráðstefnunnar, þó við vissulega hefðum lítið til málanna að leggja þegar rætt var um kornmarkaðinn í heiminum út frá sjónarmiðum okkar sem bænda, sem framleiðanda. Þarna reyndum við að koma á framfæri ýmsum uþþlýsingum um sérstöðu okkar íslendinga. Um kvöldið fórum við í heimsókn í Kalo, landbúnaðar- og tungumálaskóla í nágrenninu, og tókum við þar þátt í söngskemmtun nemenda. Síðasta daginn fórum við í langan göngutúr. Að morgunmat loknum gerði hvert land grein fyrir; .. i "íí’ISi Þátttakendur ráðstefnunnar. siðfræði, umhverfismálum og landbúnaðarpólitík í Evrópu framtíðarinnar. Þessa lokaræðu okkar vorum við búnar að búa okkur að einhverju leyti undir, strax hér heima. Viljum við því halda því fram að við töluðum eitthvað nær áætluðu umræðuefni heldur en um einkennisbúninga slökkviliðsmanna, en samt vorum við satt að segja ekki alveg vissar um að hafa gert efninu rétt skil. Það var nefnilega mergur málsins að tungumálaörðuleikar voru jú allnokkrir fyrir okkur, þó svo að við skóluðumst vissulega til þegar á leið. Samt sem áður erum við þakklátar stjórn UMFÍ þessu tækifæri sem við þarna fengum og höfðum mjög gaman af. Sigríður Jónína Sigurfinnsdóttir Margrét Sverrisdóttir. Bjarnabúð Brautarhóli Reykjóltshverfi sími 98-68999 Bensín, olíu- og feröavörur frá Esso. Matvörur og grænmeti beint úr gróðurhúsinu. Einnig öl, tóbak, heitar pylsur, sælgæti og ís úr vél. Lukkumiðar og lottó 5/38. Opið: 1. júní - 31. ágúst frá 10:00 - 22:00 alla daga. 1. sept. - 31. maí frá kl. 10:00 -18:00 mánud. til föstud. Kl. 11:00-18:00 laugardaga og sunnudaga. Verið ávallt velkomin. Við erum í leiðinni. Litli - Bergþór 21

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.