Litli Bergþór - 01.12.1992, Blaðsíða 24

Litli Bergþór - 01.12.1992, Blaðsíða 24
Umhverfis jörðina..frh. Eftir fjögurra daga göngu eftir þekktum gönguslóða, komum við á þjóðveginn til Milford Sound, sem er einn af fegurstu fjörðum Nýja Sjálands á suðvestur strönd Suður eyjarinnar. Þangað var áður engum fært nema fuglinum fljúgandi og skipum, en fyrir nokkrum áratugum voru gerð jarðgöng í gegnum háan fjallshrygg, sem opnuðu landleiðina þangað. Þegar í gegnum jarðgöngin kom tók sólin á móti okkur og um kvöldið urðum við vitni að einu fegursta sólsetri, sem ég hef séð, þegar sólin settist beint á Mitre tind, sem rís um 1500 m beint úr sjó við m y n n i fjarðarins. Ekki spillti að það var fullt tunglsvohægt var að njóta náöúifegjðatrnar langtfram eftir nóttu. N æ s t a morgunn fór ég í siglingu um fjörðinn meðöðrumferðamönnum ífegurstaveðri. Dæmigerð túristasigling, þar sem m.a. var siglt á bakvið Iftinn foss, sem féll fram af þverhníptu berginu, skoðaðir selir og annað sem fyrir augu bar. Eftir að hafa birgt okkur aftur upp af mat og filmum, héldum við enn á ný til fjalla og dvöldum nokkra daga í litlum kofa í afskekktum dal og stunduðum göngutúra um dalinn og upp í fjallaskörðin í kring. í þetta sinn var sól og blíða. Töluvert var um dádýraveiðimenn á þessu svæði, svo við höfðum félagsskap í kofanum á kvöldin. Það stóð á endum að maturinn var búinn, veðrið tók að versna og Götz þurfti að fljúga til baka til Ástralíu, svo við hröðuðum okkurtil bakatil Invercargill. Þarkvaddiég ferðafélaga minn og skrapp nokkru síðar í vikutúr til STEWART EYJAR, sem liggur við suðurodda Nýja Sjálands. Stewart eyja er nær óbyggð, þakin þessum dæmigerða ógreiðfæra nýsjálenska frumskógi. Einungis um 400 manns búa í smáþorpi við höfnina þar sem ferjan leggst að og þar er eini bílvegur eyjarinnar, 6 km langur. Hinsvegar eru þarna merktir göngustígar og ég ætlaði upphaflega að ganga hring í kringum norður hluta eyjarinnar á 10 dögum. Það fór þó öðruvísi en ætlað var, því leiðin reyndist torsóttari en lýsingin í ferðabæklingunum gaf til kynna. í stuttu máli, þá skemmti ég mér við að vaða drullu þar í eina viku. Klöngraðist upp og niður bratta hryggi milli skógivaxinna dalverpa, dettandi um rótarflækjur og fallna trjástofna í drullugum stígnum, með mínar 10 daga matarbirgðir á bakinu, hátt í 30 kg. Drullan náði uppyfiröklaog stundumuppaðhnjám,þvíjarðvegurinn er grunnur og laus í sér og þolir ekki mikla umferð í þeirri rigningu sem þarna er. Ég sá fljótlega fram á að það var ekkert vit í því að halda áfram, nema ég ætlaði að labba berfætt heim. Ferðin sóttist seint og strigaskórnir mínir reyndust ekki gerðir til slíkra stórátaka. Byrjuðu að leysast upp, - alltaf blautir greyin. - Eftir þrjá daga var ég komin í kofa við rætur hæstafjallseyjarinnar, (Mt. Anglem, tæplega 1000 m á hæð). Þangað söfnuðust fleiri göngugarpar, sem voru að komast á sömu skoðun og ég, þó betur væru skóaðir. Okkur þótti samt heldursnautlegt að snúa við án þess að sjá meira af eyjunni, svo við notuðum næsta dag til að klífa fjallið í blíðskapar veðri. Þaðan varfallegt útsýniyfirmestallaeyna, enleiðinframundan leit út fyrir að vera svipuð þeirri, sem við höfðum lagt að baki. Frumskógivaxnir fjallshryggir upp og niður! Eftir þessa fjallgöngu, sem ekki var síður blaut og forug, ákváðu hinir líka að snúa við. Það var glatt á hjalla í kofanum um kvöldið, leirbrandararfuku óspart og göngumenn reyndust hinir hressustu náungar. Einn þeirra, Englendinginn Bill, hafði ég reyndar hitt áður, á göngu okkar ífjöllum Suðureyjarinnar. Þarna var líka nýsjálenskur landslagsarkitekt og grasafræðingur, Peter að nafni, sem fræddi okkur um tré og jurtir sem á vegi okkar urðu. Faðir hans reyndist vera apótekari frá Auckland og hafði ætlað með syni sínum ígönguna, engefistuppáfyrstadegi. Þegarég talaði við hann seinna, sagði hann mér m.a. frá stúlku, sem ynni hjá honum í apótekinu og væri gift íslendingi frá Seyðisfirði og að apótekarinn þar væri kona, sem þætti heldur gott í staupinu! Og mikið rétt. Ég gat þá sagt honum að það hefði staðið til að ég færi til Seyðisfjarðar að leysa þessa ágætu konu af í febrúar 81, eftir að ég lauk námi. En reyndar varð ekkert af því og ég réði mig í danskt apótek í staðinn. Svona er heimurinn lítill! Þriðji ferðafélagi minn var Dave, bóndi frá Suður eyjunni, sem hafði sem áhugamál fjallgöngur og hellaskoðanir. Hann var ótæmandi fróðleikslind um nýsjálenska náttúru og um það hvernig hægt væri að lifa af landinu ef maður villtist eða lenti í hrakningum. Enda í opinberri nefnd, sem skipulagði námskeið um það efni. Hann gekk með okkur um fjöruna og týndi skeljar, sem hann svo matreiddi og gaf okkur að smakka, gróf stórar trjálirfur úr rotnuðum trjástofnum, sem hann át lifandi og bauð okkur hinum. (Sem betur ferfann hann ekki fleiri lirfur þegar röðin kom að mér!) Einn daginnfórég með honum í göngu um skóginn að rekja dádýraslóðir og hann fræddi mig um hegðun þeirra og hvernig skuli veiða þau. Það er ekki ráðlegt að fara langt útaf stígunum nema maður sé vel kunnugur og með áttavita, því mjög auðvelt er að villast í regnskóginum á Stewart eyju og fátt um há fjöll sem kennileiti. Sólseturá Mitre tind við MilfordSund. Litli - Bergþór 24

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.