Litli Bergþór - 01.05.1994, Qupperneq 4

Litli Bergþór - 01.05.1994, Qupperneq 4
Formannsspjall Aðalfundur Ungmennafélags Biskupstungna var haldinn í Aratungu 30. mars. Breytingar urðu í stjórn félagsins því Ingunn Birna Bragadóttir gaf ekki kost á sér í ritaraembættið og í staðinn var Magnús Ásbjörnsson kosinn. Stjórnin er því þannig skipuð: Formaður: Margrét Sverrisdóttir Hrosshaga. Gjaldkeri: Þórdís Sigfúsdóttir Hvítárbakka. Ritari: Magnús Ásbjörnsson Varmagerði. Varamenn: Róbert E. Jensson Laugarási og Sigríður Jónína Sigurfinnsdóttir Hrosshaga. Aðrar nefndir og fulltrúar í nefndir: Endurskoðandi: Gylfi Haraldsson Launrétt og Arnór Karlsson Arnarholti varamaður. Bókasafnsnefnd: Halla Bjarnadóttir Vatnsleysu, Pétur Skarphéðinsson Launrétt og Ingunn Birna Bragadóttir Vatnsleysu, varamaður. Útgáfunefnd: Arnór Karlsson Arnarholti, Drífa Kristjánsdóttir Torfastöðum, Pétur Skarphéðinsson Launrétt, Geirþrúður Sighvatsdóttir Miðhúsum, Margrét Elín Hárlaugsdóttir Kistuholti og Jens Pétur Jóhannsson Laugarási varamaður. Rekstrarnefnd: Margrét Sverrisdóttir Hrosshaga og Þórdís Sigfúsdóttir Hvítárbakka varamaður. Skemmtinefnd: Fannar Ólafsson Torfastöðum, Magnús Brynjar Guðmundsson Reyniflöt, Áslaug Magnúsdóttir Króki, Þórhildur Þórdísardóttir Hvítárbakka. Varamenn: Sigurjón Njarðarson Brattholti og Jónas Unnarsson Reykholti Það má segja að við höfum farið rólega af stað en stjórnin hefur komið einu sinni saman. Aðeins var horft fram á veginn og var ekki annað að sjá en mikið væri um að vera hér á Suðurlandinu í sumar. T.d. nú þegar 15. maí er alþjóðlegur fjölskyldudagur. Þann 17. júní er afmælishátíð okkar allra á Þingvöllum og svo verður Landsmót hestamanna og unmennafélaganna í sumar og margt fleira. Það er spurning hvort hægt sé að bæta einhverju við. Ef vilji er fyrir hendi þá er margt hægt að gera en allavega ætti engum að leiðast í sumar. Sumarkveðja til ykkar allra . Fyrir hönd stjórnar Umf. Bisk. Margrét Sverrisdóttir. Litli - Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.