Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 12
Kosning til sveitarstjórnar Eins og lesendum Litla-Bergþórs er kunnugt verða kosningar til sveitarstjórnar 28. maí. í Biskupstungum hafa verið listakosningar tvö sl. kjörtímabil. þann 9.4. var haldið prófkjör hjá báðum listum sameiginlega og var mæting góð. Um 120 tóku þátt í prófkjöri K-listans en um 80 manns hjá H-listanum. Fundir í frambjóðendahópum hafa síðan staðfest niðurstöður prófkjörs ef frá er talin ein breyting neðarlega á H-listanum. Tíðindamaður blaðsins ætlaði að afla sér upplýsinga um niðurstöðu prófkjörsins. Haft var samband við Þorfinn Þórarinsson á Spóastöðum, sem var í kjörstjórn fyrir hönd K- listans en hann sagði að samþykkt hefði verið að birta ekki tölulegar niðurstöður en láta einungis uppi röð þátttakenda. Hjá H-listanum fengust tölulegar niðurstöður hjá Sverri Gunnarssyni í Hrosshaga. Þar sem ekki fengust tölur nema fyrir annan listann, hefur ritstjórn ákveðið að birta ekki þessar niðurstöður. Nokkrar breytingar hafa orðið á listunum frá því að síðast var kosið. A K-lista, meiri hluta hreppsnefndar, hafa tveir hreppsnefndarmenn hætt. Annars vegar Anna S. Snædal sem flutti úr sveitinni á miðju kjörtímabili og tók Kjartan Sveinsson í Bræðratungu, fyrsti varamaður, hennar sæti. Hins vegar Þorfinnur Þórarinsson sem gaf ekki kost á sér í prófkjörinu. Hjá K-lista hlaut Gísli Einarsson áfram stuðning í 1. sæti en í 2. sæti kemur nýr maður, Svavar Sveinsson á Drumboddsstöðum og vekur það nokkra athygli hversu góða kosningu hann fékk. Guðmundur Ingólfsson hækkar úr 5. sæti í 3. sæti og Kjartan Sveinsson úr 6. í 4. en Ágústa Ólafsdóttir í Úthlíð fellur úr 3. sæti í 5. Nýr maður í 6. sæti er Kristinn Antonsson í Fellskoti en Bjarni Kristinsson heldur óbreyttu 7. sæti. Nokkra athygli vekur rýr hluti kvenna á þessum lista. Aðeins ein kona er í einu af efstu sjö sætunum og aðeins tvær konur tóku þátt í prófkjöri listans. Annað sem vekur athygli er að Unnar Þór Böðvarsson skólastjóri í Reykholti fær ekki stuðning í eitt af efstu sjö sætin en hann sat í hreppsnefnd fyrir fjórum árum á vegum þessa lista. I H-listanum hafa einnig orðið nokkrar breytingar, en fyrstu tvö sætin eru óbreytt. Þar sitja Sveinn Sæland á Espiflöt og Drífa Kristjánsdóttir á Torfastöðum, en þau hafa setið í hreppsnefnd sl. kjörtímabil. Nýtt fólk kemur í 3. og 4. sæti. í 3. sæti Páll M. Skúlason í Kvistholti og í 4. sæti Geirþrúður Sighvatsdóttir á Miðhúsum, en þeir sem fyrir voru í 3. og 4. sæti færast niður um eitt sæti hvor. í 7. sæti listans kemur nýr frambjóðandi, Margrét Baldursdóttir á Króki. Breytingar eru því minni á H-listanum en á K-listanum. Þegar listarnir eru skoðaðir kemur í ljós að hlutur kvenna er mun meiriá H-listanum en á K-listanum, en þar voru sjö konur á móti sjö körluin í prófkjöri og í sjö efstu sætunum eru þrjár konur og fjórir karlar. Eftir því sem best verður skilið á frambjóðendum eru þetta þverpólitískir listar, þar sem leitað er eftir stuðningi við frambjóðendur í efstu sætin á persónulegum ( Fékkþessi grunni. En þó eru þeir til l ekkerttœki sem telja að H-listinn sé heldur lengra til vinstri ------ en K-listinn. Úrslit í síðustu sveitarstjórnarkosningum var öruggur sigur K-listans sem hlaut fimrn kjörna en H-listinn tvo. Þá var reyndar þriðji listinn í kjöri, en ekki verður af framboði hans nú og gæti það hleypt einhverri spennu í kosningarnar að sjá hvemig þau atkvæði dreifast sem áður fóru á þriðja listann. Svo er ekki víst að allir kjósi það sama og síðast. P.S. Litli - Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.