Litli Bergþór - 01.05.1994, Side 13

Litli Bergþór - 01.05.1994, Side 13
STEFNUSKRÁ K-lista Samstarfshópur um sveitarstjómarmál hefur gegnt forystuhlutverki í hreppsnefnd á þessu kjörtímabili sem einkennst hefur af miklum framkvæmdum. Hreppurinn hefur staðið fyrir byggingu tíu íbúða í Reykholti. Lokið var við byggingu félagsrýmis fyrir aldraða í Bergholti. Byggt var sæluhús í afrétti. Slökkvistöð er í byggingu. Lögð var vatnsveita úr Bjamafelli. Unnið hefur verið að gatnagerð og götulýsingu. Fjármál: Gæta verður aðhalds og hófsemi við fjárfestingar meðan sveitarsjóður er að jafna sig eftir miklar fjárfestingar á liðnum árum og vegna minnkandi tekna sveitarfélaganna. Atvinnumál: Stuðla að aukinni uppbyggingu atvinnutækifæra í sveitarfélaginu án þess að taka beinan þátt í rekstrinum. Vinna markvisst að aukinni ferðaþjónustu, meðal annars með því að stuðla að aukinni samvinnu ferðaþjónustuaðila í sveitinni. Skólamál: Við munum ótrauð takast á við yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélagsins og leggjum áherslu á að sem best verði að honum búið. Aðstaða við leikskólann verði bætt. Félagsmál: Almenn félagastarfsemi, æskulýðs og menningarstarf verði sem fyrr í höndum frjálsra félaga. Verði þeim séð fyrir starfsaðstöðu og auk þess styrkt eftir því sem þörf er á og ástæða þykir til hverju sinni. Samgöngumál: Lögð verði áhersla á lagningu bundins slitlags á aðalvegi sveitarinnar, stuðlað að byggingu nýrrar brúar á Hvítá við Bræðratungu. Þrýst verði á með viðhald malarvega. Umhverfismál: Gerð verði úttekt á frárennslismálum. Vegna sívaxandi kostnaðar við förgun sorps verði leitað leiða til hagkvæmrar lausnar. Unnið verði að landgræðslumálum í samvinnu við nýstofnað landgræðslufélag. Staðinn verði vörður um afnot og yfirráð sveitarfélagsins yfir afréttinum. Samstarfsverkefni: Unnið verði að samstarfsverkefnum með nágrannasveitarfélögum, auka og styrkja það samstarf sem þegar er fyrir hendi. Verkefni framundan: Lagningu vatnsveitu verði framhaldið eftir því sem framlög til hennar fást. Lokið verði við byggingu slökkvistöðvar. Stefnt verði að byggingu íþróttahúss eftir því sem fjárráð leyfa og framlög fást til verksins. K-Iistinn býður nú fram í þriðja sinn. Til samstarfs hefur komið nýtt fólk með ný sjónarmið, en stefna hópsins er að láta verkin tala eins og á síðasta kjörtímabili. Litli - Bergþór 13

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.