Litli Bergþór - 01.05.1994, Síða 20

Litli Bergþór - 01.05.1994, Síða 20
Við fótskör meistarans Hinn 26. október 1983 heimsótti ég Sigurö Greipsson í Haukadal. Sat ég um klukkustund hjá honum í svefnherbergi hans. Siguröur haföi fótavist en sagðist eyöa miklum tíma í aö klæðast. Þrátt fyrir bilaða rödd talaöi hann nær allan tímann. Nokkuö oröfæröi hann persónuleg vandamál, en mest ræddi hann þó heimspekileg efni svo sem framvindu tækninnar og kvaöst helst hallast aö því aö mikið bakslag kæmi í tækniþróunina, ef til vill í kjölfar eyðingarstríðs, þar sem aöeins liföu eftir tiltölulega fáir og þaö menn sem ekki heföu tök á tækninni. „Hér var rúmið mitt“, segir Sigurður Greipsson við nemendur Skálholtsskóla á bœjarhólnum í Haukadal fyrir um 20 árum. Nokkuð vék hann aö minningum frá æsku sinni. Þær sem ég man voru eitthvað á þessa leið: „Einu sinni man ég eftir því aö hún Kristín á Eiríksstöðum kom aö Haukadal. Hún reið skjóttum hesti, og ég held aö hún hafi verið aö koma utan úr Grímsnesi. Þaö var veriö aö koma henni þaðan til þess aö hún yröi ekki sveitföst þar. Hún var meö dóttur sína meö sér. Ég held aö þaö hafi verið hún Gerða. Heimilisfólkið kom út á hlað aö taka á móti henni því hún var vel kunnug hjá okkur því þau, hún og Eiríkur, voru búin aö vera þar í húsmennsku. Ég man svo vel eftir aö hún settist á hestasteininn og losaði frá brjóstinu og gaf barninu aö sjúga. Allt fólkið stóö hjá. Mér fannst þetta dálítið skrítiö en ákaflega hátíðlegt og fallegt. Kristín mun svo hafa farið aö Kjarnholtum og seinna settust þau svo aö í Ásnum.“ Annarri bernskuminningu greindi Siguröur frá eitthvaö á þessa leið: „Ég man eftir því aö einu sinni kom maður aö Haukadal. Þaö var víst rigning og var maöurinn í gulum vatnsgalla og meö suðvesta á höföi. Ég haföi þá ekki séö svona galla áöur. Svo tók hann hattinn ofan, kom inn og var borinn matur. Þá fannst mér hann líta út eins og Guö. Mér sýndist ég sjá geislabaug í kringum höfuöiö á honum. Þetta var séra Valdemar Briem. Hann var ákaflega glæsilegur maður, og mér fannst eins og hann væri maðurinn, sem Guö skapaði í sinni mynd.“ Sigurður kvaöst nú hafa glataö sinni barnatrú. Sem dæmi um hana sagöi hann mér aö auki þessa sögu: „Ég var sendur eftir meöulum handa honum pabba. Ég fór suöur hjá Arnarholti, en þegar ég kom til baka var ég aö flýta mér og fór þess vegna upp yfir vötn. í efstu tjörninni, Múlatjörn, brast ísinn og hesturinn braust um í vatninu, en ég hélt í tauminn á bakkanum. Ég var á brúnskjóttum hesti. Ég var hræddur um aö hann næöi sér ekki upp og baö því til Guös. (Ef til vill hef ég bölvað eitthvað líka.) Síðan rykki ég í taumana af öllum kröftum. Þá reif klárinn sig upp. Beisliö herti aö kjálkunum á honum svo aö hann fann til, og ég hef sennilega tekiö fastar á vegna bænarinnar." Siguröur hefur veriö ungur þegar þetta var því hann var ekki fullra 13 ára þegar faðir hans dó. Siguröur segir aö hann hafi haldið mikiö upp á afa minn, Guöna á Gýgjarhóli. „Hann var ágætis karl, þó hann væri dálítiö bráöur stundum." Ég biö hann aö segja mér eitthvað meira af honum. „Ég var stundum í skóla á Gýgjarhóli. Einu sinni man ég eftir því aö ég var aö fara austureftir til aö vera þar hjá kennara. Þaö var hvasst og þegar ég kem á ásinn fyrir austan sauöahússtóftina fýkur af mér húfan. Ég elti hana alla leiö út í Víkurmýri. Þargat ég fleygt mér á hana áöur en hún fór í Fljótið. Kennarinn kom ekki fyrr en eftir tvo daga, því hann komst ekki vegna óveðurs. Þá voru oft læti í okkur strákunum. Sérstaklega voru þaö viö Úlfar, sem ærsluðumst saman. Einu sinni man ég eftir því aö viö vorum aö fljúgast á og ég stökk út. Úlfar henti þá einhverjum kassa á eftir mér. í sama mund kom Guöni aö og verður fjúkandi vondur. Ég man aö hann skammaði Úlfar mikiö. í annaö skipti var ég aö fara út í fjós, þar sem Ingvar var aö gefa. Um leið og ég kem í dyrnar fæ ég mykju framan í mig, bæöi skít og hland. Mig sveið í augun undan þessu en sé þó aö einhver skýst framhjá mér og út. Ég lít á eftir honum og sé aö þetta er Sigurður í Brattholti, sem var þarna líka í skólanum. Ég hleyp á eftir honum og næ í hann austur viö Eiríksstaöi. Þar legg ég hann undir mig og nudda andlitið á honum meö snjó. Ingvar kom svo og skildi okkur, því hann þoröi ekki annaö en koma til aö skakka leikinn." Siguröur sýnir mér pappakassa í herberginu hjá sér og segir aö í honum sé dæla, sem hann sé aö hugsa um aö setja á hitaleiðsluna. Hann óttast þó aö hún veröi dýr í rekstri, ef hann verður aö tengja hana viö „Sogsrafmagnið". Hann vill fá upplýsingar um hvaö þaö kostar aö láta hana ganga áöur en hann lætur setja hana viö. „Ég get ekki borgað mikið, og ég býst ekki viö aö neinn vilji kaupa skrokkinn af mér eins og Þóröi Malakoff," segir Litli - Bergþór 20

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.