Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 21
Frá Kvenfélaginu Formannsspjall. í lögum Kvenfélags Biskupstungna, 2. gr. segir: „Tilgangur félagsins er að stuðla að kynningu og samvinnu kvenna í sveitinni og vinna að hvers konar menningar- og mannúðarmáium sveitarbúa Þetta hefur verið markmið félagsins frá því það var stofnað árið 1929. Þennan „menningar- og mannúðarþátt11 í starfi Kvenfélagsins má ekki vanmeta. Styðja þarf ötullega við uppbyggingu og eflingu heilsugæslu í héraðinu og ekki má mikið út af bera til að stoðunum sé kippt undan fjölskyldunni í nútíma þjóðfélagi. Þá er gott að eiga góðan að. Þakka ber öllum þeim, sem hafa gert þetta starf Kvenfélagsins mögulegt. Ekki síst ykkur sveitungar góðir, sem hafið ævinlega tekið svo vel á móti okkur þegar við höfum bankað upp á og leitað stuðnings. „Því hvað má höndin ein og ein" ef allar vinna ei saman. Oft hefur verið um það rætt, að ekkert hafist út úr því að vera í Kvenfélaginu annað en bakstur og vinna. En því fer fjarri. Margt gerum við okkur til skemmtunar og oft fer þetta tvennt mjög vel saman, skemmtun og vinna. Eitt er það þó sem í mínum huga stendur alltaf upp úr, það er ferðalag aldraðra. Kvenfélagið hefur um langt árabil staðið fyrir ferðalagi fyrir eldri borgara einu sinni á sumri. Þessar ferðir hafa allt tíð verið vel sóttar og þar vantar ekki glaðværðina og lífsgleðina. Mörg góð orð í okkar garð og miklar þakkir höfum við fengið fyrir þetta framlag okkar til menningarmála í sveitinni. En ánægjan hefur svo sannarlega verið okkar. Kvenfélagið þakkar veittan stuðning. Góðar stundir. Kvenfélagskonur á matreiðslunámskeiði. Fréttir af félagsstarfi. Laugardagskvöldið 19. mars s.l. héldu kvenfélagskonur ásamt mökum sínum að Þing- borg, þar sem þegið var heimboð Kvenfélags Hraungerðishrepps. Einhver hefur sjálfsagt sagt sem svo: „Það hlaut að vera, Kvenfélagið að fara af stað“. Það var sem sagt skafbylur allan daginn og nær ófært um sveitina. Bjarni á Helgastöðum lagði af stað kl. hálf-sjö um kvöldið að smala saman ferðafólkinu. Eftir þó nokkrar hrakningar tókst það, en þá hafði heldur fækkað í hópnum vegna ófærðar. Um kl. 10 var komið að Þingborg og dvalið þar í góðu yfirlæti fram eftir kvöldi. Heimferðin gekk stórslysalaust, en þeir seinustu komu heima um fimm leytið um morguninn Við fótskör..... frh. Sigurður og hlær. Hann þakkar mér innileg fyrir komuna og biður mig að koma aftur um leið og hann fylgir mér til dyra. Að sjálfsögðu eru þetta aðeins nokkrir punktar af samtali okkar, skrifaðar eftir minni að kvöldi áðurnefnds dags. Hér er því varfalaust ekki rétt farið með allt, og þó frásagnir Sigurðar séu í tilvitnunarmerkjum eru þær ekki nákvæmlega með hans orðalagi. Til þess er minni mitt ekki nógu öruggt. nema bílstjórinn, hann kom heim kl. 8. Kvenfélagskonur létu þetta þó ekki á sig fá og reyndar ekki bílstjórinn heldur, því strax næsta mánudagskvöld var aftur haldið af stað. Nú var haldið að Flúðum, þar sem Ottó Magnússon matreiðslumaður kynnti gerð ýmissa fljótgerðra rétti. Þetta námskeið var öllum opið og var fjölsótt. Kvenfélagið styrkti sínar konur eins og endranær og greiddi námskeiðsgjald fyrir kvenfélagskonur. Aðalfundur félagsins var haldinn í Bergholti 28. febrúar sl. Fundurinn var vel sóttur og voru afgreidd ýmis mál auk venjulegra aðalfundastarfa. Núverandi stjórn félagsins skipa: Formaður: Margrét Baldursdóttir Króki, Gjaldkeri: Ásta Skúladóttir Sólveigarstöðum, Ritari: Kristín Ólafsdóttir Kjóastöðum. Meðstjórnendur: Sigríður Egilsdóttir Vatnsleysu, Oddný Jósefsdóttir Brautarhóli sem einnig er varaformaður. Veitingakona er Sigríður Egilsdóttir Vatnsleysu. Fyrir fjáröflunarnefnd er Áslaug Jóhannesdóttir Spóastöðum og Ingibjörg Bjarnadóttir er fyrir skógræktarnefnd. Margrét Baldursdóttir. _________________________ Litli - Bergþór 21 A. K.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.