Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 23

Litli Bergþór - 01.05.1994, Blaðsíða 23
Reykholti og bændagisting í Brattholti, hestaleiga á Kjóastööum, stóraukin nýting og þjónusta á tjaldsvæðum í Laugarási og Reykholti, markaöstjald á laugardögum í Reykholti, bygging Árbúöa og starf Kjalvarðar, bætt aöstaöa viö Gullfoss og síöast en ekki hvaö síst Hvítársiglingar, sem gjarnan er tekiö sem dæmi um vel heppnaða nýjung í afþreyingu ásamt siglingum á Hvítárvatni. Einnig má geta þeirra fjölmörgu, sem óbeint lifa á greininni, iðnaðarmenn, verktakar, verkstæöi, umsjónarmenn meö sumarhúsum, garöplöntuframleiöendur o.s.fr. Þessi upptalning sýnir aö ferðaþjónusta er aö veröa ein af stærri atvinnugreinum hér í sveit. Feröamálanefnd var kosin fyrir fjórum árum á vegum hreppsins. Hún hefur aöalega haft þaö markmið aö veita atvinnugreininni hverja þá þjónustu, sem í hennar valdi er. Hingaö til hefur ekki veriö skortur á ferðamönnum á svæöinu, hvort heldur talaö er um sumarhúsaeigendur eöa „rúllandi" feröafólk. Störf nefndarinnar hafa því miðast viö aö bregöa fæti fyrir feröamanninn á ýmsum stigum. í fyrsta lagi aö ná til þeirra áöur en á svæöiö er komið meö útgáfu og dreifingu bæklinga (uppsveitakorts og bæklingsins þjónusta í Bisk o.fl.) þar sem þjónusta í sveitinni er látin koma skýrt fram, þátttöku í sýningum, kynningu meöal ferðasöluaöila o.fl. Hinsvegar aö ná til þeirra eftir aö inn á svæöiö er komið. í því skyni hafa m.a. vegamerkingar verið teknar í gegn og lýkur því átaki nú fyrir sumariö. Margt fleira hefur veriö í umræðunni en ekki enn gefist tími til framkvæmda. Valgeir Ingi núverandi feröamálafulltrúi Suðurlands starfaöi í mánaöartíma fyrir tveimur árum meö okkur aö úttekt á ferðamálum í Biskupstungum. Eftir hann liggur góö úttekt og skýrsla sem enn er í fullu gildi og gott innlegg í umræöuna á komandi árum. Nú erfyrirhuguð stofnun feröamálafélags Biskupstungna, sem er rökrétt framhald af starfi undanfarinna ára. Ljóst er aö félagsskapur hagsmunaaöila í greininni, hlýtur aö veröa virkasta aflið. Þaö afl leysist ekki úr læðingi nema aö góö samstaða náist. Aö lokum langar mig aö upplýsa, af hverju „árans fólkiö" var svona sinnulaust. Faðir biskupsins haföi nýlega látist, þannig aö sorgartími ríkti í Skálholti. Já, þaö er til skýring á öllu, þaö er bara ekki alltaf víst aö ferðalangurinn skilji þaö. Sveinn A. Sæland ‘Bunustokkar,, Hitaveiturör Set hf framleiöir einangruð stálrör og tengistykki fyrir hitaveitulagnir, gufuveitur og kaelikerfi. Reynsla fyrirtækisins í fran leiðslu og þjónustu, og virkt gæðakerfi, tryggir kaupendum besta fáanlega lagnaefni. Vatnsrör Vatnsrör fyrir kalt og heitl vatn eru framleidd af Set hf í nýjum og fullkomnum vólum, þar sem byggt er á tækninýjungum og fjölhaifni í framleiðslu. Set vatnsrör henta vel til neysluvatnslagna hitaveitulagna, snjóbræðslulagna, og fl. Frárennslisrör Frárennslisrör fyrir innanhusslagnir, jarðvegslagnir og jarðvegsþurrkun hafa veriö framleidd af Set hf um árabil. Við vinnsluna er stuðst við framleiösluviðmiðanir Þýskra staðla. Set hf flytur inn og selur fullkomið kerfi tengistykkja frá viðurkenndum framleiðendum. Hlífðarrör - Raflagnarör Raflagnarör fyrir ídrátt raftauga og hlífðarrör fyrir síma, rafstrengi og heimtaugar vatnsröra eru flokkur röra sem fyrirtækiö hefur markvisst þróað og fullkomnaö. Sérstakar ídráttarbeygjur eru einnig fánlegar til notkunar við inntök í hús. St t hf. plaströraverksmiöja Eyravegi 43 P.O.Box 83 802 Selfoss Slmi 98 22700 Fax 98 22099 Litli - Bergþór 23

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.