Litli Bergþór - 01.12.1994, Síða 10

Litli Bergþór - 01.12.1994, Síða 10
Gamlar sögur úr sveitinni Frásögn þessi er höfð eftir Arna Skúlasyni, sem er sonur Skúla lœknis Árnasonar, en hann var í Skálholti frá 1900 til 1927. Páll Skúlason frá Brœðratungu tók hana upp á hljóðsnœldu og skrifaði síðan upp. Ingimundur á Reykjavöllum var Ingimundarson og bjó þarfrá 1884 til 1921 ásamt konu sinni, Guðríði Arnfinnsdóttur. Grímur á Syðri-Reykjum var Einarsson og bjó þarfrá 1883 til 1906 og var kona hans Kristín Gissurardóttir. Þórður á Stóra-Fljóti var Halldórsson og bjó hann þar ásamt konu sinni, Kristínu Pálsdóttur, frá 1909 til 1928. Séra Magnús Helgason var prestur á Torfastöðum frá 1885 til 1905, og var Steinunn Skúladóttir kona hans. Þekktirðu Ingimund á Reykjavöllum? Já, ég þekkti hann og þekkti hann vel. Hann var fyrirmyndarkarl og smíðaði utan um þá sem dóu í sveitinni. Hann var raungóður karl og blátt áfram, ekkert sérstaklega fínn með sig en hann var ákveðinn og ágætismaður. Ingimundur var sérstakur smiður og litaði allar kistur kolsvartar með hellulit. Þá var ekkert annað en svart -allt til helvítis, annars getur svart bent eins upp á við og niður á við. Nú deyr kona í sveitinni, á Syðri Reykjum, sem ég man ekki hvað hét, Guðrún eða Guðbjörg og gamli Grímur kemur flengríðandi niður að Reykjavöllum og segir sínar farir ekki sléttar, því gamla konan sé hrokkin upp af og nú vanti kistu. Ingimundur gamli á Reykjavöllum hann skrollaði svolítið og tók ekki allt of hátíðlega það sagt var við hann. Hann snýr svolítið upp á sig: „Ég á enga spýtu í það“, segir hann. „Æ, elsku góði Mundi minn, þú ferð nú ekki að þvæla mér niður á Eyrarbakka til þess að fara að ná í timbur utan um gömlu konuna." „Ég get sagt þér það“ segir Ingimundur „að þú getur fengið það upp á Stóra- Fljóti hjá honum Þórði því hann á utan um sig og utan um konuna sína hana Stínu, uppi á lofti. Þú getur bara fengið það lánað og borgað í sama“. Jæja, hann fer upp að Fljóti og fær þetta strax því þetta voru góðir sveitungar. Hann kemur svo aftur til Ingimundar og segist vera búinn að útvega timbrið, það sé bara að flytja það á milli og svo geti hann smíðað kistuna. „Já, þú verður að gefa mér mál af henni“ segir Ingimundur. „Það kostar mig nú að fara upp eftir og taka mál af henni“ segir Grímur. „Þú verður að gera það því það má ekki eyða of miklu timbri utan um kerlinguna". Grímur fer upp að Reykjum og þar sem hann átti engan tommustokk hnýtti hann hnút við báða enda henni, fer svo með spottann niður að Reykjavöllum til Ingimundar. Þegar Ingimundur tekur við snærinu segir hann: „Mikið helvíti er hún stutt". „Hún er ekki lengri en þetta,“ ég hnýtti hnút við báða enda á henni. Nú, nú; svo smíðar hann kistuna og allt í þessu fína lagi. Hann fer með hana upp að Reykjum og ber dyrum. Grímur kemur út og segir „Nú ertu bara kominn með hana“. „Já, átti ég að bíða með hana eitthvað? En hvar liggur hún?“ „Hún er hérna út í skemmu" segir Grímur. Þeir koma að skemmudyrunum. Þá sér Ingimundur að það er hengilás fyrir, hurðin er læst með hengilás og hún er negld aftur. Þá segir Ingimundur: „Ekki á nú að stela henni og ekki á hún að strjúka". Séra Magnús Helgason þjónaði í Bræðratungu og fór á ferju yfir Tungufljót. Sennilega hefur Ingimundur ferjað því hann drakk stundum kaffi á Reykjavöllum á heimleiðinni. Kona Ingimundar hét Guðbjörg eða eitthvað þess háttar. Einu sinni þegar Ingimundur er að ferja prest koma þeir inn í bæjargöngin, frú Steinunn var með og Ingimundur kallaði: „Heyrðu Gudda, kveiktu undir katlinum, hann séra Magnús er kominn". Svo ganga þau inn í baðstofu og hefja samræður, þetta var besta fólk. Svo kemur kaffið inn. Þá setjast þau á sitt hvort rúmið, hjónin Ingimundur og Gudda. Séra Magnús settist við borðið og Steinunn og þau byrja að setja kaffið í bollana. Séra Magnús er af mikilli sykurætt eins og okkar fólk og sullaði svo miklum sykri að það stóð upp úr kaffinu. Þá kemur litli Mundi inn, Mundi með nefið og segir: „Hann sparar ekki sykurinn hann séra Magnús". Þá segir Steinunn: „Hann er ófeiminn drengurinn" eða „þú ert ófeiminn drengur" Þá segir Gudda: „Honum er óhætt, hann tekur eftir". Og þá segir Ingimundur: „Það kemur sér nú betur stundum." Hver var þessi Gudda? Hann uppnefndi hana alltaf, hann nennti ekki að segja Guðríður, honum fannst það svo langt; Gudda hjá mér var það nú yfirleitt. Hann varð fyrir því eins og aðrir að missa sína elskulegu Guddu, hún dó. Þá fer hann upp að Fljóti, þá bjó þar líklega Jón Halldórsson. Ingimundur er spurður tíðinda og hann segir: „Hún er farin hún Gudda hjá mér“. „Nú, er hún farin ?“ „Já, ég er nú hálffeginn því hún var alveg búin að vera.“ Það er nú ýmislegt svona í kringum þetta. - Ekki meira. Litli - Bergþór 10

x

Litli Bergþór

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.