Litli Bergþór - 01.12.1994, Page 16

Litli Bergþór - 01.12.1994, Page 16
FJALLFERÐ 1994 frh er ekið í Árbúðir en þar sofa þeir aðra nótt. Við Sandá. Kœfuklettur til hægri. Fjalar ríðandi en Gísli „frændi“ og hundurinn Kolur koma hlaupandi. Og nú hófst næstsíðasti dagur fjallferðar og smala menn sem leið liggur alveg framyfir Sandá. Þar var brúnni lokað yfir nóttina og fer því fé sjaldan til baka yfir ána. Þegar sofið er í Sandárskálanum hefur sú venja orðið að nokkrir fjallmenn fara heim um nóttina. Þannig hefur fjallkóngurinn yfirgefið okkur í mörg ár og Brynjar á Heiði farið með honum. Loftur og Vilborg fara líka. Ólafur og Magnús raka sig í skálanum við Sandá kvöldið áður en þeirfara til byggða. En það hefur líka orðið oftar en ekki að næsta dag bætist við hópinn ungt fólk sem hjálpar okkur að smala síðasta daginn og koma sumir alveg innað Sandá. Þær Sæunn á Heiði og Elva í Miklaholti komu núna og voru með okkur allan síðasta daginn. Síðan bætist auðvitað við fólk upp við afréttar- girðingu og eins við Gýgjarhól en þar er alltaf stoppað dálítinn tíma og féð hvílt. Komið var tiltölulega seint í réttirnar en ekkert virtist liggja á enda veðrið enn alveg dýrlegt og mikið af fólki ungu og öldnu sem vildi gera sér glaðan dag og njóta samverunnar á síðasta smaladeginum. Á miðvikudeginum voru réttir eins og venja er og enn var veðrið slík dásemd að allir nutu lífsins og gleði ríkti allsstaðar. Og óvænt nutum við þeirrar uppákomu að rússneskur stúlknakór heimsótti okkur Fénu saj'nað saman við hliðið hjá Kjarnholtum, á leið í réttirnar. í réttirnar og söng. Og það var ekki af verri endanum söngurinn sá. Þessar stúlkur voru í þeim gæðaflokki sem best gerist í heiminum og þarna ómökuðu þær sig við að syngja fyrir okkur frítt á yndislegum degi í réttunum. En kjötsúpa beið í öllum pottum í sveitinni og var ánægjulegt eins og alltaf að fá heimboð í Feilskot á leið okkar með féð heim á Torfastaði. Þar ræður ríkjum höfðingskapur og notalegheit, söngur glens og gaman. D.K. Raflagnir - Viðgerðir Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. Efnissala og varahlutaþjónusta. Fljót og góð vinna. Jens Petur Johannsson LÖGGILTUR RAFVERKTAKI LAUGARÁSI, BISKUPSTUNGUM Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki um öll leyfi fyrir heimtaug að sumarhúsum og lagningu raflagna. Heimasími 98-68845 Verkstæði sími 98-68984 Bílasími 985-37101 Litli - Bergþór 16

x

Litli Bergþór

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.