Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 4

Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 4
Frá Ungmennafélaginu Aðalfundur Ungmennafélags Biskupstungna var haldinn 21. mars s.l. með hefðbundnu sniði. Eftir að fundarstjóri og fundarritari voru valdir, sem voru Jens P. Jóhannsson og Sigríður J. Sigurfinnsdóttir hófust venjuleg aðalfundarstörf. Skýrslur og reikningar félagsins voru samþykktir eftir smá umræður. Skýrslur nefnda og deilda voru fluttar og ræddar eins og venja er. Var það helst að Arnór Karlsson greindi frá því að hann hefði farið með gerðarbækur og ýmis plögg frá félaginu niður á Héraðsskjalasafn að höfðu samráði við stjórnina. Halla Bjarnadóttir gerði grein fyrir fyrirhuguðum flutningi og sameiningu félagsbókasafnsins og skólasafnsins. Það er greinilegt að félagið er nauðsynlegur félagsskapur hér í sveit og vinsæll, það sést best á því hve margir ganga í félagið, en 20 nýir félagar voru klappaðir velkomnir í félagið. Eftir kosningar í nefndir, sem ég greini frá síðar, voru önnur máls. Þar tóku m.a. til máls gestir fundarins, Björn Bj. Jónsson fyrrverandi formaður félagsins, en hann er nýfluttur heim frá Finnlandi þar sem að hann hefur stundað nám í nokkur ár. Björn flutti kveðju frá U.M.F.Í. og sagði frá dvöl og námi sínu í Finnlandi. Eftir að fundi hafði verið slitið tók annar gestur okkar við stjórninni, en það var Unnur Halldórsdóttir form. samtakanna „Heimili og skóli“. Spjallaði hún við fundarmenn um félagsmál og hvað henni fannst um okkar starf hér svo og hvað við gætum gert fleira eða betra. Að lokum var skipt í hópa og rætt um hvað væri vel gert og síðan hvað mætti betur fara hjá okkur í félaginu. Úr þessu varð skemmtileg hópvinna, þar sem krakkarnir voru virk og nutu sín. Kosningar fóru þannig: Form. UMF.Bisk. afhendir hreppsnefnd undirskriftir íhúa um byggingu íþróttahúss. Útgáfunefnd: Arnór Karlsson, Geirþrúður Sighvatsdóttir, Drífa Kristjánsdóttir, Pétur Skarphéðinsson, Elín M. Hárlaugsdóttir. varam. Jens Pétur Jóhannsson. Bókasafnsnefnd: Halla Bjarnadóttir, Pétur Skarphéðinsson, varam. Ingunn Birna Bragadóttir. Fulltrúi í rekstrarnefnd: Margrét Sverrisdóttir, varam. Þórdís Sigfúsdóttir. Endurskoðendur: Gylfi Haraldsson, varam. Arnór Karlsson. Skemmtinefnd: Þórhildur Þórdísardóttir, Axel Sæland, Ingimar Ari Jensson, Hrafnhildur Magnúsdóttir, Ólafur Bjarni Loftsson, varam. Inga Dóra Pétursdóttir. Stjórn U.M.F.Bisk: Formaður: Margrét Sverrisdóttir, gjaldk: Þórdís Sigfúsdóttir, ritari: Magnús Ásbjörnsson, varam: Róbert E. Jensson, Sigríður J. Sigurfinnsdóttir. íþróttarvallarnefnd: Geir Guðmundsson, Þórarinn Þorfinnsson, varam. Ólafur Bjarni Loftsson. Stjórninni var falið að finna fulltrúa félagsins í þjóðhátíðarnefnd og hefur Hafdís Leifsdóttir verið fengin í það. Þá vil ég bara þakka fyrir veturinn og óska félögum sem og öðrum sveitungum gleðilegs sumars. F.h. stjórnar, Magnús Ásbjörnsson. TRÉ OG RUNNAR TRJÁPLÖNTUR - SKJÓLBELTAPLÖNTUR - LIMGERÐISPLÖNTUR ÓLAFUR ÁSBJÖRNSSON ÁSRÚN BJÖRGVINSDÓTTIR S. 486 8849 Fars. 853 7402 GARÐ YRKJUS TÖÐIN VÍÐIGERÐI ...................REYKHOLTI Litli - Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.