Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 7
Hæppsnefiidaifiéttir Bréf frá Svanhildi Eiríksdóttur en hún hefur gert Einari Páli Sigurðssyni tilboð í Norðurbún, Bisk. þ.e. íbúðarhús, útihús, ca. 2 ha lands og 0,5 l/sek. af heitu vatni. Hreppsnefnd samþykkir að falla frá forkaupsrétti. Hreppsráðsfundur 7. 3.1995. Kynning á afgr. Samb. ísl. sveitarf. á grunnskólafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Bréf frá „Sunnlenskt, já takk“ vegna kynningar og sýningar í Kolapartinu 27.-29. maí. Samþykkt að vísa málinu til nýráðins ferðamálafulltrúa, Ásborgar Arnþórsdóttur. Fundargerð SASS kynnt og lesin upp ásamt bréfi frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands vegna verkefnisins „Hreint Suðurland". Ákveðið að vísa því til umhverfisnefndar. Tilboð í bókasafnshillur. Tilboð bárust frá fjórum aðilum. Tilboðin eru ekki að öllu sambærileg vegna mism. útfærslu og efnis. Greinargerð fylgdi með frá Kristni Bárðarsyni og Guðmundi Ingóifssyni en ekki tillaga vegna þess að ekki hafði tekist að funda um málið í „Undirbúningsnefnd að sameiningu bókasafnanna". Um greinargerðina vísast til bréfabókar. Hreppsráð mælir með því að tilboði Bisk-Verks verði tekið og gengið til samninga við þá félaga. Forkynning á örnefnaverkefni. Sigurgeir Skúlason og Arnór Karlsson hafa farið á um fjörutíu heimili og hafa verið pantaðar 32 myndir en nokkrir að hugsa sig um. Nokkra aðila á eftir að heimsækja. Beiðni um stuðning við Sumartónleika í Skálholti. Samþykkt að leggja til kr. 25.000,- að venju. Rætt um framkvæmd fjárhagsáætlunar. Lögg. endursk. leggur síðustu hönd á sitt verk fimmtudaginn 9. 3. Fram kom vilji til að Ijúka gerð fjárhagsáætlunar þriðjudaginn 14. 3. á hreppsnefndarfundi ef gögn liggja tímanlega fyrir. Hreppsnefndarfundur 14. mars 1995. Bréf frá biskupi íslands þar sem farið er fram á styrk til kvikmynda, Sögur úr Biblíunni, teknar á biblíuslóðum. Samþykkt að gefa 5.000 kr. Önnur mái. Drífa lagði fram tillögu þess efnis að finna út hvernig best væri að eyða sorpi og leggur til að varið verði 100 þús. kr. til að láta taka út það verkefni og þar verði meðal annars ath. með flokkun sorps og þetta verði verkefni sem unnið verði með nágrannasveitum ef þeir vilja það. Páll lagði fram tillögu um að hreppsnefnd styðji Samband Garðyrkjubænda um bætt rekstarskilyrði. Hreppsnefndarmenn undirrituðu tillöguna og sendu þeim sem um málið eiga að fjalla. Hreppsráðsfundur 21. mars 1995: Framlenging á víxli. þar sem framlag til vatnsveitu er ókomið þarf að framlengja víxli að upphæð kr. 3.000.000,-. Bréf Ferðamálasamtaka Suðurlands, þar sem dagskrá ferðamálaráðstefnu á Kirkjubæjarklaustri dagana 31. mars - 2. apríl '95 er kynnt. Samþykkt að kynna ferðamálafélaginu bréfið. Bréf frá Umhverfisverkefni U.M.F.Í. 1995, þar sem kynnt er verkefnið „Umhverfi í okkar höndum" og beðið um stuðning við verkefnið heima fyrir ásamt ósk um kr. 10.000,- til verkefnisins. Samþykkt að greiða kr. 5.000 til U.M.F.Í. Bréf frá Kvikmyndasafni íslands dags. 10. mars '95 þar sem farið er fram á að fá vitneskju um kvikmyndir eða annað þeim tengt vegna söfnunar og skrásetningar myndefnis og varðveislu þess. Ákveðið að setja auglýsingu í Tungnatíðindi um þetta. Bréf frá Slysavarnardeildinni Björg þar sem kynnt er átak í öryggismálum við skóla og leikskóla árin 1995-1997. Ákveðið að vísa erindinu til verkstjóra hreppsins, leikskólastjórans og skólastjóra Reykholtsskóla. Hreppsnefndarfundur 31. mars 1995. Lagt var fram bréf frá Vegagerð ríkisins varðandi misræmi milli aðalskipulags og hannaðrar veglínu Vegagerðarinnar á Skálholtsvegi. Hreppsnefnd Biskupstungnahrepps leggur áherslu á að farið verði eftir gildandi aðalskipulagi og að framkvæmdum verði hraðað eftir mætti. Hreppsnefndarfundur 11. apríl 1995. Tekinn var fyrir ársreikningur Biskupstungnahrepps til annarrar umræðu og afgreiðslu. Reikningurinn var samþykktur samhljóða og hann undirritaður af hreppsnefndarmönnum. Lögð fram fjárhagsáætlun 1995 til annarrar umræðu og afgreiðslu. Skatttekjur 50.437.000 Skatttekjur - rekstur málaflokka 12.201.000 Fjárfestingar 10.143.000 Tekin ný langtímalán 7.040.000 Breytingar á hreinu veltufé -825.000 Fjárhagsáætlun var samþykkt samhljóða. Samþykkt var að fulltrúar á aðalfundi SASS taki upp mál varðandi fjárstuðning við Vottunarstofuna Tún h.f. Einnig verði tekið upp mál varðandi tryggingar á hitaveitum og kaldavatnsveitum sveitarfélaga og einstaklinga. Kosning 3 fulltrúa á aðalfund SASS. Kjörnirvoru Gísli Einarsson, Páll M. Skúlason, Guðmundur Ingólfsson. Vm. Kjartan Sveinsson. Litli - Bergþór 7

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.