Litli Bergþór - 20.06.1995, Qupperneq 8

Litli Bergþór - 20.06.1995, Qupperneq 8
Hreppsnefndarfréttir Lagöur fram samningur um sameiningu bókasafna UMF Bisk. og Reykholtsskóla og hann samþykktur. Kjörinn fulltrúi í bókasafnsnefnd af hálfu hreppsnefndar Bjarni Kristinsson og varamaður hans Páll M. Skúlason. Hreppsráðsfundur 25. apríl 1995. Mættir: Gísli Einarsson, Svavar Sveinssopn og Sveinn A. Sæland, ásamt Pétri Jónssyni skipul. Skipulag við Norðurbrún. Pétur lagði fram drög að deiliskipulagi á landi hreppsins á Norðurbrún. Eftir vettvangsferð var ákveðið að feli Pétri að gera tillögu nr. 2 og miða þá við að færa veginn til um 40 m nær Norðurbrún. Hann gat þess einnig að tími væri kominn til að sækja um tillag frá Skipulagi ríkisins varðandi endurskoðun á aðalskipulagi Reykholts eftir tvö ár. Fundargerðir skólaráðs Skálholts. Þorfinnur Þórarinsson mætti og kynnti þær. Hann gat þess að hann hefði lýst óánægju sinni með vinnulag varðandi framkvæmdir í Skálholti, sérstaklega varðandi forgangsröðun framkvæmda. Minningarsjóður Biskupstungna. Þorfinnur lagði fram reikninga sjóðsins 1994 og bað hreppsnefnd að kjósa mann úr sínum hópi samkv. reglugerð sjóðsins. Reikningar Veiðifélags Hvítárvatns. Þorfinnur kynnti reikninginn og gat þess að þörf væri á að stækka matsal Fremstaversskálans. Hreppsráð tekur undir þá málaleitan (með þeim fyrirvara að peningar fáist til verksins frá Veiðifélaginu) og beinir þeim tilmælum til Veiðifélagsins að það hefjist handa við undirbúning. Beiðni um fjárhagsstuðning frá Skógræktarfélagi Árnesinga. Samþ. að greiða kr. 10.000,- Fundargerð skóianefndar lögð fram til kynningar. Farið er fram á að hreppsráð athugi kosti og galla við útboð á skólaakstri og endurskoði aksturinn með hagkvæmni í huga. Einnig er farið fram á að sveitarstjórn kanni áhuga nágrannasveitarfélaganna á að skipa nefnd til að kanna möguleika á samvinnu er varðar skólahald í framtíðinni með tilliti til flutnings grunnskólans til sveitarfélaganna á næsta ári. Hreppsráð tekur undir óskir um nefndarskipan og beinir því til hreppsnefndar. Varðandi skólaakstur beinir hreppsráð þeim tilmælum til skólanefndar að hún geri úttekt á því hvernig skólaakstri verði fyrirkomið á sem hagkvæmasta máta í framtíðinni. Hreppsnefndarfundur 9. maí 1995. Svavar Sveinsson var kosinn í stjórn Minningarsjóðs Biskupstungna af hálfu hreppsnefndar. Hreppsnefnd Biskupstungnahrepps leggurtil að Biskupstungnahreppur, Grímsneshreppur, Litli - Bergþór 8 ----------------------- Laugardalshreppur, Grafningshreppur, Þingvallasveit myndi viðræðunefnd um framtíð reksturs grunnskóla í þessum sveitarfélögum. Hreppsnefnd leggurtil að í fyrirhugaðri nefnd verði skólastjórar og formenn skólanefnda viðkomandi skóla. Hreppsnefnd telur æskilegt að nefndin hittist sem fyrst og fer fram á að viðbrögð við erindi þessu liggi fyrir eigi síðar en 1. júní n.k. Kaupsamningur v/Múla. Hreppsnefnd samþykkir að neyta ekki forkaupsréttar. Kaupsamningur v/hluta Dalsmynnis. Hreppsnefnd samþykkir að neyta ekki forkaupsréttar. Formaður U.M.F. Bisk afhenti áskorun um að byggingu íþróttahúss verði hraðað ásamt undirskriftalistum á 10 blöðum. Njörður Jónsson óskar eftir leyfi til að reisa sölutjald við Kjalveg. Hreppsnefnd samþykkir erindið að höfðu samráði við framkvæmdastjóra Náttúruverndarráðs. Lagt fram bréf frá Kristínu Hólmgeirs- dóttur þar sem hún óskar eftir rekstrarleyfi fyrir Pylsuvagninn. Hreppsnefnd samþykkir erindið. Önnur mál. Lögð var fram fundargerð dags. 29. apríl 1995 frá fundi um málefni Yleiningar og Límtrés. Hreppsnefnd samþykkir með fyrirvara um að frumvarp til nauðasamninga verði samþykkt. Lagður var fram listi yfir þá sem sótt höfðu um vinnu hjá hreppnum í sumar og einnig þá sem hafa verið ráðnir í laus störf. Samþykkt að ræða við Landgræðslu um áframhaldandi samstarf við unglingavinnuna á komandi sumri. Einnig að leitað verði eftir framlögum úr Atvinnuleysistryggingasjóði vegna framkvæmda í sumar. Samþykkt var að beina þeim tilmælum til Vegagerðar að gengið verði frá gangstéttum og kantsteini í gegnum Laugarás í Ijósi væntanlegrar umferðar í sumar. Einnig verði hugað að lagningu reiðvegar meðfram væntanlegum vegi. Hreppsnefnd lýsir þungum áhyggjum yfir þeirri þróun sem átt hefur sér stað undanfarin ár og ekki sér fyrir endann á að óbreyttu, að hver jörðin á fætur annarri er seld úr ábúð og meðfylgjandi framleiðsluréttur síðan seldur á frjálsum markaði úr byggðarlaginu. Biskupstungur eru þannig í sveit settar að við núverandi fyrirkomulag er gangverð jarða og framleiðsluréttar með slíkum hætti að hefðbundinn búskapur stendur ekki undir því. Hreppsnefnd hvetur hin nýju bændasamtök til að taka þetta mál til umfjöllunar og leita allra leiða til að stöðva þessa óheillaþróun. Hreppsnefnd telur nauðsynlegt að sveitarsjórnir hafi íhlutanarrétt um sölu á framleiðslurétti. Samþykkt var að eiganda Ásholts í Laugarási verði gert að taka til á lóð sinni fyrir 17. júní 1995. Samantekt D.K.

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.