Litli Bergþór - 20.06.1995, Qupperneq 10

Litli Bergþór - 20.06.1995, Qupperneq 10
/ Leikskólinn Alfaborg Frá opnu húsi í maí í leikskólanum að loknu vel heppnuðu starfsári. í haust fórum við í leikskólanum í fjöruferð að Eyrarbakka. Markmiðið var að börnin kynntust fjörunni, lífríki hennar og sjávar. Börn og fullorðnir tíndu skeljar, kuðunga, krabba, þang, glerbrot, bein, spýtur og steina í fjörunni. Þessi efniviður var síðan nýttur í ýmis verkefni. Skeljar, kuðungar og glerbrot voru límd á blöð og pappadiska. Einnig voru unnin stærri verkefni á pappaspjöld, spónaplötur og pappakassa þar sem búin var til eftirlíking af hafi. Börnin klipptu út pappírsfiska sem settir voru í „hafið“ og einnig gerðu þau stærstu fiska úr trölladeigi. Búnir voru til bátar úr mjólkurfernum og fiskar úr pappírsdiskum og pappamassa. Börnin vatnslituðu litla pappakassa og límdu á þá skeljar og kuðunga og gáfu foreldrum sínum í jólagjöf. Skoðaðar voru bækur um hafið og ýmsar fiskamyndir. Einnig lásum við sögur sem tengdust þessu efni, teiknuðum, sungum söngva og lékum fiska með leikrænni tjáningu. Á haustdögum var vinnuhelgi fyrir foreldra í leikskólanum. Þá var settur upp kastali með rennibraut sem Kvenfélag Biskupstungna gaf leikskólanum af mikilli rausn. Ber að þakka Kvenfélaginu fyrir gott framtak. Einnig var sett niður vegasalt, sem Biskupstungnahreppur keypti, jafnvægisslá og staurar til að ganga á. Síðar voru smíðuð fjögur gormadýr, (hestar) og fest niður á útileiksvæðinu. Ég vil nota tækifærið og þakka öllum sem lögðu af mörkum vinnu við þessar framkvæmdir. Við fórum upp í Haukadal fyrir jólin og vorum svo heppin að hitta þar jólasvein sem gaf okkur jólatré. Hann söng og dansaði í kringum tréð með okkur úti í snjónum og gaf börnunum mandarínur. Síðan fengum við að drekka í gistiheimilinu hjá Þóri og Þóreyju. Haldin voru litlu jól og sungið og dansað kringum jólatréð frá jólasveininum. Hilmar Örn Agnarsson spilaði undir sönginn og annar jólasveinn kom í heimsókn. Eftir áramót var þemavinna með sögur, ævintýri og leikræna tjáningu. Einnig var mikið dansað og voru þá m.a. notaðir dansar sem við starfskonur leikskólans, Ásta Rut Sigurðardóttir, Hólmfríður Bjarnadóttir, Sigrún Elfa Reynisdóttir og Svanhildur Eiríksdóttir lærðum á námskeiði hjá Soffíu Vagnsdótturtónmenntakennara. Börnin hlustuðu á sögur og léku þær og teiknuðu. Búnar voru til brúður og leikið með þær. Börnin sömdu sögur og þær voru túlkaðar í ýmsum myndum. Leikskólinn stóð fyrir sýningu á brúðuleikriti sem Hallveig Thorlacius sýndi í Aratungu. Við buðum nærliggjandi sveitum á sýninguna og voru viðtöku mjög góðar. Öskudagsskemmtun var haldin í Aratungu. „Kötturinn" (popppokar) var sleginn úr tunnunni og dansað og sungið við undirleik Hilmars. Börn og fullorðnir mættu í grímubúningum og allir skemmtu sér hið besta. Nokkrar mæður léku leikritið um geiturnar þrjár við góðar undirtektir. Opið hús var haft einn góðviðrisdag í maí. Þar voru til sýnis myndir og önnur verkefni eftir börnin. Þau sungu úti og léku leikrit fyrir gestina. Foreldrafélagið sá um hlutaveltu og grillaði pylsur og lagaði kaffi. Farið var í sauðburðarferð að Heiði og upp að Tjörn og var það vorferðalagið í ár. Hér hefur verið farið yfir það helsta sem hefur verið á dagskrá hjá okkur í vetur. Ég vona að þessar línur hafi verið til nokkurs fróðleiks. Svanhildur Eiríksdóttir. Raflagnir - Viðgerðir Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. um öll leyfi fyrir heimtaug að Efnissala og varahlutaþjónusta. sumarhúsum og lagningu raflagna. Fljót og góð vinna. Jens Pétur Jóhannsson LÖGGILTUR RAFVERKTAKI Heimasími 486-8845 Verkstæði sími 486-8984 Bílasími 853-7101 Litli - Bergþór 10

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.