Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 12

Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 12
Stúlknalið UMF Bisk. 1994. Aslaug, Inga Dóra, Aslaug Rut, Freyr, Elma Rut, Hrafnhildur og Þórey. Nú er körfuboltatímabilinu lokið í þetta sinn. Við vorum með tvö lið í Héraðsmóti HSK, drengjalið og stúlknalið, en ekki náðist í karlalið þetta árið. Æfingar byrjuðu í október undir stjórn Freys Ólafssonar, nemanda í ÍKÍ. Strákarnir léku tvo leiki fyrir áramót, en stelpurnar byrjuðu ekki að keppa fyrr en í byrjun febrúar, en þá voru komin mikil afföll í liðið, svo það þurfti heilmikið átak til að koma því saman aftur, en allt hafðist þetta, þó þær væru ekki nema fimm eða sex í liðinu. Við lukum við okkar leiki fyrir páska, en leikjum seinkaði fram í maí hjá sumum liðunum og því komu endanleg úrslit frekar seint. Elma Rut Þórðardóttir var 6. stigahæst í stúlknamótinu og Áslaug Rut Kristinsdóttir varð 9. stigahæst. í drengjamótið vantaði tvær skýrslur svo stigahæstu menn eru ekki með alveg rétta tölu, en það er nokkuð Ijóst að við eigum engan þar í tíu efstu sætunum. Árangur liðanna í Héraðsmótinu er sjálfsagt vel viðunandi. Stelpurnar urðu í fimmta og næst síðasta sæti, þær unnu einn leik. Strákarnir urðu í níunda og næst síðasta sæti, þeir unnu tvo leiki. Það má sjálfsagt finna margar ástæður fyrir því að ekki hafi gengið betur í mótinu, má þart.d. nefna fáar æfingar, en það var aðeins ein æfing í viku, en aðal ástæðuna tel ég vera aðstöðuleysið. Þetta er eina félagið í HSK sem er með lið í Héraðsmóti unglinga í körfubolta sem æfir í félagsheimili, öll hin æfa í íþróttahúsi. Ég var á fundi hjá körfuboltanefnd HSK fyrir nokkrum dögum, þar sem komu fram tilmæli frá forráðamönnum félaga að banna heimaleiki í Aratungu, og lái þeim hver sem vill. Yngri strákarnir hafa einnig verið með körfuboltaæfingar í vetur einu sinni í viku. Gunnar Sverrisson stjórnaði þeim fram að áramótum. Þeir léku einn æfingarleik við Umf. Hvöt að Ljósafossi, þar sem þeirsigruðu heimarnenn auðveldlega. Eftir áramót og fram að verkfalli var Gylfi Sigurjónsson með æfingarnar, en þá tók Einar Gestsson við og lauk tímabilinu. Þessir strákar hafa æft með lítinn bolta og á lágar körfur sem síðan endar með fjögurra félagamóti, sem í þetta sinn var haldið á Flúðum. Nú gerðum við breytingar fyrir mótið til að laga okkur að reglum KKÍ Elsti árgangurinn var látinn keppa með stóran bolta á stórar körfur, en þeir yngri héldu óbreyttu. Hrunamenn unnu eldri flokkinn, hin liðin urðu jöfn að stigum, en við lentum í fjórða sæti með fæst stig. Hrunamenn unnu einnig yngri flokkinn, en þar urðum við í þriðja sæti. F.h. körfuboltanefndar Áslaug Sveinbjörnsdóttir Þriggjafélagamót U.M.F.Bisk. Hvatar og Laugdæla Þriggjafélagamót U.M.F.Bisk. Hvatar og Laugdæla var haldið sunnudaginn 30. apríl. keppt var í nýju íþróttahúsi Grímsnesinga á Ljósafossi. Það fóru níu keppendur héðan og stóðu allir sig með ágætum. Þó hefðum við viljað sjá fleiri frá okkur og vonumst við til að sjá fleiri á næsta móti. Hér kemur árangur okkar fólks. Langstökk pilta 12 ára og yngri. HvötLaug.. Bisk. Langstökk pilta 13.-15. ára. 4. sætilngimar Jensson 2,28 m. Hástökk stráka 12 ára og yngri. 6. sætiEinar þór Stefánsson 1,00 m. 7. sætiJóhann Pétur Jensson 1,00 m. 8. sætiJón Agúst Gunnarsson 0,95 m. Þrístökk pilta 13-15 ára 3. sætilngimar Jensson 6,56 m. Þrístökk kvenna 16 ára og eldri. 1. sætiMargrét Sverrisdóttir 3,00 m. Langstökk telpna 12 ára og yngri. 3. sætiFríða Helgadóttir 1,63,5 m. 5. sætiJóhann Pétur Jensson 1,80 m. Einar Þór stefánsson 1,66 m. Jón Ágúst Gunnarsson 1,60 m. Langstökk karla 16 ára og eldri. 4. sætiSigurjón Sæland 2,59 m. Þrístökk karla 16 ára og eldri. 5. sætiSigurjón Sæland 7,49 m. Langstökk kvenna 16 ára og eldri. 5. sætiMargrét Sverrisdóttir 1,64 m. Hástökk pilta 13-15 ára. 2. sætilngimar Jensson 1,55 m. Hástökk telpna 12 ára og yngri. 1. sætiFríða Helgadóttir 1,05 m. Langstökk: 12 og yngri strákar 7 11 3 12 og yngri stelpur 7 9 4 13-15 ára strákar 8 9 3 13-15 ára stelpur 5 10 karlar 7 10 3 konur 9 6 2 Hástökk: 12 og yngri strákar 8,5 9,5 3 12 og yngri stelpur 5 6 13-15 ára strákar 9 5 6 13-15 ára stelpur 5 10 karlar 9 9 konur 9 6 Þrístökk: 13-15 ára strákar 8 8 4 13-15 ára stelpur 5 10 karlar 7 11 2 konur 9 6 3 alls 117,5129,5 38 Hvöt: 117,5 UMFL 129,5 UMFB 38,0 Sigurjón Sæland. Litli - Bergþór 12

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.