Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 16

Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 16
Biskupstungnaafréttur frh. Afréttargirðing er í mörkum að sunnan, Sandá að norðan og fljótin, Árbrandsá og Hvítá til hliða. Fyrir innan Sandá tekur svo við Framafréttur og er Hvítá á austur- og norðumörkum hans allt að Hvítárvatni. Sandvatn, Farið og Langjökull eru á vesturmörkum. Fyrir innan Á er afrétturinn norðan Hvítár og Hvítárvatns nefndur. Jökulfall eða Jökulkvísl er á austurmörkum en Langjökull að vestan. Að norðan eru mörk, línur sem dregnar eru milli nokkurra hæstu punkta á vatnaskilum. Raunar eru ekki nema ellefu og hálft ár að dómsátt um þessi mörk var birt á aukadómþingi á Hveravöllum. Var hún árangur 4 ára samninga milli hreppsnefndar Biskupstungnahrepps annar vegar og sveitastjórna þeirra hreppa sem upprekstrarrétt eiga á Auðkúluheiði hins vegar. í tengslum við þessa samninga tók Magnús Már Lárusson, prófessor, saman gögn varðandi afréttarmörkin, og er nokkur vitneskja sótt í þau hér. Einnig er leitað fanga í kandídatsritgerð Hreins Erlendssonar frá Dalsmynni í sagnfræði frá síðasta ári, "Um landsins rýrnun og betrun." Nú verður gerð grein fyrir eignarhaldi á einstökum hlutum afréttarins og hvernig það er til komið. Það er á fjóra mismunandi vegu. Allt til miðrar síðustu aldar áttu kirkjurnar fjórar í Tungunum afréttinn „fyrir innan Vötn“, eins og þetta svæði var kallað þá. Ekki er vitað um hvernig kirkjurnar eignuðust þetta land né heldur hvaða not þær hafa haft af því. í Jarðabókinni 1709 er raunar tekið fram að ekki sé vitað til að afréttartollur hafi verið greiddur fyrir það, enda hafði það ekki verið notað til upprekstrar í langan tíma. Þegar kemur fram undir miðja 19. öld fer fé hér í sveit mjög fjölgandi, það nærri þrefaldastt. d. (úr3881 í 10815 kindur) frá 1828 til 1842. Þá þykir mikil þörf á að fara að nýta afréttinn fyrir innan Hvítá til sauðfjárbeitar. Að ráði verður að Biskupstungnahreppur kaupir hann af kirkjunum á 80 ríkisbankadali, og fær hreppurinn heimild danska Innanríksráðuneytisins til taka þessa peninga úr fátækrasjóði hreppsins. Gengið var frá þessum kaupum 25. apríl 1851. Tveim og hálfu ári áður hafði verið gengið frá samningi við Hrunamenn að þeir afsöluðu sér upprekstrarrétti á þetta land en hefðu ásamt Tungnamönnum rétt til róta-, grasa-, kola-, fugla- og fjaðratekju. Ekki er kunnugt að þessi samningur hafi verið úr gildi numinn, og virðist því Hrunamönnum enn heimilt að grafa rætur, tína fjallagrös, gera til kola, veiða fugla og tína fjaðrir á afréttinum fyrir innan Hvítá. Húnvetningar gerðu hins vegar áfram tilkall til eignarhalds á þessu landi og eru jafnvel þinglesin mörk Auðkúluheiðar allt suður að Hvítá, en sú gjörð reyndist ekki hafa lagalegan grunn. Um eignarhald á miðhluta afréttarins, milli Hvítárvatns og Sandár, eru ekki kunnar neinar heimildir. Alltaf virðist hafa verið litið á þetta land sem afrétt Biskupstungnamanna. Tvær kirkjur eiga þar skógarhögg en ekki annan rétt að því er virðist. Landið virðist því hafa verið talið eign, eða a. m. k. undir yfirráðum, hreppsins. Sunnan Sandár er austurhluti svæðisins Tunguheiði, og hefur hún verið dæmd lögleg eign Bræðratungukirkju, hvað svo sem í því felst varðandi ráðstöfun eða umráðarétt. Vesturhlutinn, Hólahagar, er land bújarðarinnar Hóla, sem var í byggð til 1957, en árið eftir keypti Biskupstungnahreppur það og lagði undir afrétt. Nýting. Ætla má að strax þegar ísland var orðið fullbyggt hafi verið farið að huga að því að nota hálendið til beitar fyrir búfénað og einnig önnur gæði, sem venjulega eru kölluð hlunnindi. Líklegt er að fyrst hafi verið haft í seli á afréttinum. Einu heimildirnar um þetta erTungusel, sem er við Hvítá 2 -3 km innan við Gullfoss. Þar var raunar búið eitthvað eftir að selstaða hafði lags af og sagt er að síðast hafi búið þar á 17. öld Þorsteinn nokkur frá Tungufelli, sem varð að leggjast út vegna þess að hann móðgaði höfðingja. Sagt er að bústofn hans hafi aðeins verið 12 kindur, og má raunar sjá þess merki í tóftarbrotum þarna að fjárhússtóft hafi verið stytt og þá rúmað þessa tylft kinda. Raunar er sagt að til hafi verið annað Tungusel inn undir Bláfelli, kallað Gamla-Sel. Elstu minjar um búsetu á afréttinum mun hins vegar að finna innan við Hvítá. Glöggar mannvistarleifar eru austan við sæluhús Ferðafélags íslands við Tjarná. Þar sjást tóftir af bæ, svipuðum þeim er tíðkuðust á miðöldum. Margir telja sig einnig verða vara við ferðir manna "af öðrum heimi" þarna. Stundum fyllist húsið af fólki, þó enginn sé sýnilegur, stjakað er harkalega við þeim sem ógætilega tala þar um huldar verur og fyrir kemur að kona klædd að hætti fyrri tíma óskar hvílurúms hjá mönnum milli svefns og vöku. Á síðari tímum hafa sést búsetuminjar á tveim öðrum stöðum á þessu svæði. Sigurður Pálsson í Haukadal, langalangafi Sigurðar Greipssonar, sem er einn af fyrirlesurum hér í dag, skrifaði grein, „Lýsing á Hvítárvatni", í blaðið Þjóðólf fyrir rúmri öld. Hann segir frá rústunum við Tjarná, en síðan kemur: “Á öðrum stað fyrir framan Svartá hefi ég einnig séð leifar af byggingu; þar er raunar örblásið, þó sér þar til tófta; aska er þar og beinarusl, og ýmsir smáhlutir af járni hafa fundist þar." í Tangaveri hafa sést rústir á síðari tímum, og er mögulegt að þær leynist nú undir áfoksmold. Líkur eru leiddar að því að þessi byggð hafi farið í eyði eftir Heklugosið 1104. Ekki virðist fýsilegt að búa á hefðbundinn hátt á þessu svæði Litli - Bergþór 16

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.