Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 18

Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 18
Biskupstungnaafréttur frh. Hvítá, eins og áður var getið, en þegar fé fór að fjölga á 7. áratug þessarar aldar var fyrst aðeins reynt að reka það, sem safnast hafði að afréttargirðingu síðsumars, aftur innúr. Fljótlega var því þó hætt og féð tekið heim þegar það þótti orðið of margt við girðinguna. Bændum var þá Ijóst að hinir ýmsu hlutar afréttarins voru misjafnlega nýttir og reyndu að beina fénu á þau svæði, sem talið var að þyldu meiri beit, og setja á gimbrar undan ám, sem af slíkum svæðum komu. Á þessum árum fyrir 1970 var gróðurinn á afréttinum rannsakaður á vegum Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins og beitarþol reiknað. Niðurstaðan er sú að gróðurlendið á aféttinum sé um 19.400 ha (eða um 2 % af heildarflatarmálinu) og þoli beit um 7.000 fullorðinna kinda með rúmlega 9.000 lömb í 90 daga á sumri. Þetta eru um 630.000 ærbeitardagar, en á þessum tíma var farið með um 4.500 fullorðnar kindur í afrétt og beitartíminn ekki nema um 70 dagar. Nýtingin var því ekki nema um 50 % af reiknuðu beitarþoli. Um þessar mundir mun nýtingin hins vegar ekki vera nema eins og 100.000 ærbeitardagar eða tæplega 1/6 af hinu áætluðu beitarþoli. Löngum var þó hugað að því hvernig væri Uppgrœðslusvœði innan við Sandá. Jarlhettur í baksýn. unnt að auka beitarþolið. Upp úr 1960 er farið að þreifa fyrir sér um hvernig heimamenn geti lagt eitthvað af mörkum til uppgræðslu og gróðurverndar á afréttinum. í upphafi er leitað eftir framlögum úr sveitarsjóði og fjallskilasjóði, en að frumkvæði Sauðfjárræktarfélagsins er farið inn á þá braut að kosta áburðardreifingu að hluta til með því að leggja sérstakt gjald á hverja kind, sem farið er með í afrétt. Veigamesta átakið í þessum efnum hefst árið 1972 og í hugum þeirra er staddir voru á melbungu vestur undir Sandvatnshlíð snemmsumars þetta ár með Páli Sveinssyni, landgræðslustjóra, markar það upphaf þessa starfs er Páll rótaði með fætinum niður í melinn og sagði um leið: „Hér er jarðvegur. Þetta græðum við“ Þetta sumar var dreift grasfræi og 100 tonnum af áburði á gróðurlitla mela innan við Sandá. Landgræðslan greiddi fræið, helming áburðarins og sá um dreifingu, Biskupstungnahreppur greiddi fjórðung áburðarins og fjáreigendur, sem fóru með fé í afrétt, fjórðung. Þetta starf hefur haldið áfram í svipuðu formi síðan, en magn hefur minnkað verulega m. a. vegna fækkunar fjár í afrétti. Á síðasta sumri tóku bændur að sér að dreifa áburðinum með eigin tækjum. Á árunum fyrir 1970 fóru ungmennafélagar á vegum Héraðssambandsins Skarphéðins og Ungmennafélags Biskupstungna í landgræðsluferðir á Biskupstungnaafrétt og dreifðu áburði og fræi á norðanverðan Bláfellsháls. Líklega hefur þetta verið bæði hluti af og einhver aflgjafi þeirrar vakningar í landgræðslumálum, sem varð til þess að þjóðargjöfin í tilefni af 1000 ára afmæli byggðar í landinu var til landgræðslu. Jafnframt þessari uppgræðslu á landi án friðunar hafa verið girt af nokkur svæði á afréttinum og þar unnið að landgræðslu og gróðurvernd, m. a. á vegum tveggja Lionsklúbba í Reykjavík fyrir innan Hvítá. Fyrir um áratug var girt nokkurt svæði í Rótarmannagili, sunnan við Bláfell, og hefur síðan verið unnið þar að uppgræðslu og stöðvunar landfoks á vegum ýmissa aðila svo sem Umhverfisnefndar hreppsins og Reykholtsskóla og einnig hafa einstaklingar fengið þar útrás fyrir þörf sína fyrir að græða landið. Síðar var svo girtur dálítill blettur sunnan við Sandá á vegum nokkurra stofnana, sem láta sig landgræðslu varða. Einstakir bændur og aðrir, sem hafa einhverskonar tryggðabönd við afréttinn, fara nú oft með úrgangshey og annað gróðurnærandi til að setja í börð og á mela. Beitin. Svo sem áður var að vikið mun Biskupstungnaafréttur hafa verið notaður til sumarbeitar búfjár allt frá upphafi búsetu í landinu. Fyrrum var nokkuð um að þangað væri farið með geldneyti, en langt er síðan því var hætt, og hross voru rekin þangað fram yfir 1980. Sauðfjárbeitin hefur löngum farið eftir fjölda fjár í sveitinni, og má ætla að yfirleitt hafi um þriðjungur af vetrarfóðruðu fé í sveitinni farið til afréttar. Á árunum fyrir 1970 var flest á fóðrum um 15.000 fjár. Þá var talið að hátt á 5. þúsund fjár hafi farið til afréttar. Nú er fé á fóðrum nær 4.700 og er farið með um 1.800 fullorðnar kindur í afrétt með Litli - Bergþór 18

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.