Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 20

Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 20
Dísa á Króki í stofunni heima. FÓLK VIÐ FERJUSTAÐI ✓ Viðtal við Þórdísi Ivarsdóttur á Króki. / síðasta tölublaði var rœtt við Jón Bjarnason í Auðsholti, en nú eru lesendur Litla-Bergþórs staddir á öðrum ferjustað í Biskupstungum, að Króki í Eystri-Tungunni. Viðmælandinn að þessu sinni erþórdís Ivarsdóttir, elsti íbúi Biskupstungna, ný orðin 94 ára. Hún sinnti ferjustörfum við Krók um áratugaskeið og er kannski ein affáum konum, sem starfað hefur að ráði sem ferjumaður. En það er ekki að sjá á Þórdísi, eða Dísu á Króki, eins og hún er yfirleitt kölluð, að hún hafi átt erfiða starfsœvi. Elli kerling hefur ekkert bitið á hana. Hún er stálminnug og röskleikinn geislar afhenni. Þegar blaðamann Litla-Bergþórs ber að garði er hún að hella upp á kaffið. Úti eru œrnar að bera og Fanney litla, fóstursonardóttir, kemur inn úr eftirlitsferð. Það er ofurlítil úrkoma, fyrsta rekja vorsins, og bráðumfer að gróa. Eins og venjulega byrjar blaðamaður að spyrja um ætt og uppruna. Dísa: Foreldrar mínir voru Jónína Margrét Þorsteinsdóttir, fædd á Eyrarbakka, og ívar Sigurjón Geirsson, frá Rauðará í Reykjavík. Móðurforeldrar mínir, Vigdís Sveinsdóttir og Þorsteinn Halldórsson frá Steinum, komu austan undan Eyjafjöllum og voru gift þegar þau komu á Eyrarbakka. En áður hafði amma mín átt einn son, Hjörleif, sem ólst upp hjá móður sinni og stjúpa. Halldóra, eldri systir mömmu dó í spænsku veikinni. Það var rmikil tónlist í móðurætt minni, það kom til dæmis fram í börnum Vilhjálms Hinriks bróður míns, þeim Ellý og Vilhjálmi Vilhjálmsbörnum. Föðurforeldrar mínir voru Geir, sonur ívars pósts á Rauðará, og Guðrún Jónsdóttir Ijósmóðir frá Þóroddstöðum í Grímsnesi. Hún var annáluð happaljósmóðir. Þau fluttu seinna með yngsta syni sínum, Guðmanni, að Örnólfsdal í Borgarfirði. Systkini föður míns, sem var elstur, voru: Katrín, Margrét, Geirþrúður, Guðrún, (sem var gift í Eyvík), Þórður, Guðmann og Jóna, sem var yngst. Margrét föðursystir var annálaður forkur en mjög brjóstgóð. Hún bjó með manni sínum og 6 börnum á Kárastígnum í einu herbergi og eldhúsi. En samt var þar alltaf pláss fyrir þá, sem þurftu húsaskjól, til dæmis taldi hún ekki eftir sér að skjóta skjólshúsi yfir móður mína berklaveika, þegar hún var á leið á hælið. Foreldrar mínir áttu þrjú börn meðan þau voru í vinnumennsku að Búrfelli í Grímsnesi, Vilhjálm Hinrik (sem reyndar var fæddur í Eyvík), mig og Geirrúnu. En alls áttu þau sjö börn. Hin voru Vilborg, Hjörleif, (hún hét eftir Hjörleifi móðurbróður, sem dó um það leyti), Geir, (sem var á 1. ári þegar móðir mín veiktist af berklum og ólst upp í Gunnarshúsi á Eyrarbakka), og Guðrún, sem var yngst. Hana átti móðir mín eftir að hún kom af hælinu, en hún var ein af fáum, sem náðu sér af berklunum. Þegar þau fluttu frá Búrfelli að Sölkutóft á Eyrarbakka, varð Geirrún eftir hjá hjónunum á Búrfelli, Krístínu Bergsteinsdóttur og Jóni Sigurðssyni og ólst upp þar sem þeirra dóttir. Ég ólst ekki heldur upp hjá foreldrum mínum. Þegar móðir mín átti mig var hún víst eitthvað þreytt, allavega fór hún til hjónanna Guðmundar og Ingileifar á Þóroddsstöðum og þar fæddist ég. Þriggja vikna flutti ég suður og austur að Hömrum, þar sem ég var til 20 vikna aldurs, að móðir mín fór aftur að Búrfelli, en ég fór að Minni-Borg til hjónanna Guðrúnar Björnsdóttur og Ólafs Ásgrímssonar. Og hjá þeim ólst ég svo upp þar til þau létust. En hún lést á afmælisdaginn minn þegar ég var 9 ára, hann árið eftir. Þau hjónin voru barnlaus, en ólu auk mín upp aðra stúlku, Kristínu Jónsdóttur, sem var tólf ára þegar ég kom til þeirra. Þegar ég var tveggja ára fluttu þau frá Minni- Borg að Norðurkoti, sem er rétt hjá Öndverðarnesi. Ég man vel eftir flutningunum og hvernig húsaskipan var í Norðurkoti, þó ég væri ekki eldri. Þar var pallbaðstofa og moldargólf og pallurinn það hár að ég komst ekki upp. Líklega man ég svo Litli - Bergþór 20

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.