Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 21

Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 21
margt frá flutningunum vegna þessa basls við að komast upp á pallinn. Ég man líka eftir lambsskrokk sem stóð á skönkunum á búrhillu, en búrið var beint á móti dyrum inn í baðstofuna. Mér fannst hann Ijótur, því kjötið var blárautt, enda af lambi sem hafði farist. Fólkið sem hafði búið þarna áður hafði skilið hann eftir þegar það fór. Bærinn var allur byggður upp á öðru til þriðja ári eftir að við komum og í Norðurkoti ólst ég svo upp. Fóstursystir mín var trúlofuð Jóni Vigfússyni og þegar fósturforeldrar mínir dóu, flutti maður hennar og tengdamóðir í Norðurkot. Það voru mikil viðbrigði fyrir mig. Sennilega var ég fullmikið eftirlætisbarn. Ég gat aldrei gengið eins og aðrir, heldur hljóp alltaf og steig þá í kjólfaldinn og steyptist á nefið. Hlaut þannig margar byltur. Svo var ég alltaf sísyngjandi. Söng hátt og líklega ekki mjög fallega frekar en börn, sem ekkert hafa lært. En það þoldi tengdamóðir Kristínar ekki og bannaði mér að syngja. Hún var blind og skapvond. En það var ekki nóg að hún væri vond við mig, heldur var hún vond við Kristínu líka. Þá voru krakkar látnir vinna. Við vorum ekki nema ellefu ára, ég og drengur sem var hjá okkur, þegar við stóðum allan daginn og muldum tað í taðkvörn. En við töldum það ekki eftir okkur, kepptumst við að Ijúka sem mestu, á milli þess sem við gáðum til lambánna. Þannig muldum við hvert einasta hlass. Skánin var borin í hrauka út á tún á haustin, síðan voru hraukarnir muldir um vorið og beðið eftir rekju til að dreifa úr þeim á túnið. Áður voru notaðar svokallaðar „klárur", einskonar hrífur með grófum tindum, til að rífa taðið upp. Síðan voru notaðar sléttar klárur, sem voru minni og oft með járnbryddingu, til að ýta taðinu um völlinn. Það var fært frá í Norðurkoti þar til ég fór að heiman. Ég var ekki nema 9 ára þegar ég fór að passa kvíaærnar og oftast var ég ein í hjásetunni, því drengnum leiddist heldur hjásetan. Þegar ég eltist var ég alltaf vön að taka ómakið af smalanum á sunnudags-morgnum og sækja ærnar. Ég man sérstaklega eftir einum sunnudagsmorgni þegar ég var 17 ára. Ég sá ekki niður fyrir fæturna á mér fyrir svarta þoku, hún var þykk eins og mjólkurbland. Ég heyrði ærnar jarma því þær sáu ekki hvor aðra og gekk uppá hól sem ég þóttist þekkja. Þá sá ég alla hóla standa uppúr þessu mjólkurhafi, þeir voru eins og á floti í mjólkinni. Þetta var ógleymanleg sjón. Kristín og Jón bjuggu í Norðurkoti í 25 ár og ég var hjá þeim þar til ég var tvítug. Þá fór ég suður, fyrst hálfan vetur í hússtjórnarskóla hjá Hólmfríði Gísladóttur og síðan sem vinnukona hjá Mattíasi Einarssyni lækni og Ellen Jóhannesson konu hans. Það var ekki auðveld vist, enda höfðu margar hlaupið úr vistinni áður en ég kom. En ég gat þolað frúnni vargaganginn vegna þess hvað hún var myndarleg. Það sem mér þótti verst var þó að þurfa að fara í gegnum svefnherbergið hjá Haraldi, bróður frúarinnar, til að komast í geymslu á háaloftinu. Það var varla forsvaranlegt að bjóða vinnukonum upp á það. Svo þurfti ég líka að vaka yfir símanum, þegar læknirinn var á bakvakt, og sækja hann þangað sem hann var að spila. En hann notaði alltaf bakvaktirnar til að spila. Maður var því hálf svefnlaus líka. Svo fór ég heim um sumarið og var kaupakona, að hálfu heima og að hálfu á Alviðru. L-B: Hvernig bar það svo til að þú komst að Króki og hvenær? Dísa: Ég var búin að plana lífið framundan, ég ætlaði að skoða landið og í gegnum kunningsskap var ég búin að ráða mig í kaupamennsku norður í Mývatnssveit. Síðan ætlaði ég að hafa vetrardvöl á Akureyri og svo framvegis. En það sýndi sig nú hvað maður ræður litlu um líf sitt. Það var nefnilega einn hængur á, ég hafði ekki séð Gullfoss og Geysi, og mér fannst ég ekki geta farið norður í land til að skoða mig um, án þess að vera búin að sjá helstu merkisstaði á Suðurlandi. Það var ekki nema eitt við því að gera, að ráða sig í kaupamennsku upp í Biskupstungur! Og það teygðist úr þeirri dvöl. Ég var tuttugu og þriggja þegar ég réðist að Galtalæk. Það var eitt heyleysisárið, og Egill gamli hafði líka Krókinn undir. Við vorum fjögur kaupafólkið, sem héldum til á Króki, og elsta dóttirin, BISK-VERK c ) Tökum að okkur alla byggingastarfsemi Nýsmíði - Viðhald Sumar húsaþj ónusta Porsteinn Þórarinsson, sími 486 8862 Skúli Sveinsson................. 486 8982 Bílasími 853 5391 Litli - Bergþór 21

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.