Litli Bergþór - 20.06.1995, Side 24
FOLK VIÐ FERJUSTAÐI frh...
Dísa á Króki.
L-B: En leiklistin?
Dísa: Það var allt of mikið fyrir því haft, en
fólkið var þakklátt. Leikritin voru oft skrifuð saman,
æfð og flutt á einni viku. Það er miklu erfiðara að
gera fólki til hæfis nú á dögum, stundum á
takmörkum að það sé hægt. Sama er að segja um
börnin, áður þurfti lítið til að gleðja þau, þá gátu
tvinnakefli eða litla dós verið hreinustu gersemar.
En nú er næstum sama hvað þeim er gefið, þeim
finnst ekkert til þess koma.
L-B: Nú hefur þú iifað langa æfi. Hvernig
finnst þér lífið hafa farið með þig þessi 94 ár?
Dísa: Það hefur auðvitað verið bæði blítt og
strítt. Það hafa verið margir gleðigjafar og yfirleitt
hefur fólk reynst mér vel. Núna eru allar hendur
útréttar mér til hjálpar. - Egill átti erfiðara með að
sætta sig við stúlkumissinn, en ég var búin að reyna
sitt af hverju og missa margt. -
Framfarirnar eru svo ótrúlegar frá því ég var
ung og flest til hins betra. Þó finnst mér ekki gott að
gamli maturinn skuli vera aflagður. Áður fyrr var allt
nýtt, nú er svo mörgu hent. Þjóðin er yfirmettuð af
öllu, það er nokkuð til í því, sem Pétur
Skarphéðinsson læknir sagði einu sinni við mig, að
áður fyrr hafi fólk dáið úr hungri, nú deyi það úr
ofáti!
L-B: Getur þú sagt mér eitthvað um
matarræðið hér áður fyrr?
Dísa: Já, til dæmis var þorskhausinn
gernýttur. Hausarnir voru þurrkaðir með tálknunum
og raðað þannig að trjónan snéri upp. Síðan voru
þeir rifnir, það er, að tálknin voru losuð öðru megin
Ætli hann
Pétur deyi
úr ofáti?
en hausarnir látnir lafa saman á skoltunum. Og
þannig voru þeir stakkaðir. Þurrkuð tálkn voru
bleytt, söltuð og soðin og voru hollur og góður
matur. Þegar ég var að alast upp höfðum við einu
sinni í viku grjónagraut með rúsínum og nýmjólk og
ég varð strax svöng eftir að hafa borðað hann. En
ég var aldrei svöng eftir að hafa étið tálkn. Hryggir,
kjammabein og tálkn voru þurrkuð og barin, eða sett
í súr og étin þannig og súr fiskbein voru líka mikið
notuð sem fóður.
Helst vildi biaðamaður fylla
blaðið af gömlum fróðleik um
mat og lífsvenjur hér áður
fyrr.
En það er mál að kveðja
og blaðamaður spyr Dísu, hvort
hún vilji segja eithvað að lokum.
Dísa: Ég sagði einhverntíman við
hana Kötu í Fellskoti, að við værum
heppnar, því það væru fá hjón, sem fengju
að sjá ævistarfinu haldið áfram, og fengju
að taka þátt í því. Það er mikilvægt að
gamalt fólk fái að vera heima hjá sér sem
lengst í því umhverfi sem það þekkir.
Að lokum langar mig að óska öllum
sveitungum góðrar framtíðar með
þækklæti fyrir góða viðkynningu og
vináttu fyrr og síðar.
Og að því mæltu þakkar blaðamaður Þórdísi
innilega fyrir móttökurnar og fyrir ánægjulegt spjall
og kveður þessa öldnu, en bráðfrísku konu.
GS
QEYSJR
Sími 486 8915
fax 486 8715
Söluskálinn við Geysi
Sími 486 8935
Smáréttir minjagripir
Bensín og olíuvörur
Tjaldstæði - hjólhýsasvæði
Bláfellsbar
Góðar veitingar
gisting, svefnpokapláss
Bergþórsbar, ný bjórstofa.
Ný glæsileg sundaðstaða.
Hestaleiga á staðnum.
Qóð þjónusta
Litli - Bergþór 24