Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 25

Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 25
Frá S.V.D.Bisk. Ákveðið hefur verið að hanna merki sveitarinnar (SVS.Bisk) og finna nafn á húsið og er öllum heimilt að koma með hugmyndir. Annars er starfsemi félagsins í nokkuð góðum gír. Búið er að steypa gólf í húsið einnig er einangrun og klæðning komin vel af stað. Borðtennisdeild UMF Bisk. hefur leigt aðstöðu í húsinu í sumar til æfinga sem þegar eru hafnar. Á liðnu vetri var farið á Bláfell á 5 snjósleðum og 3 jeppum til að lagfæra talstöðvarendurvarpa sem er í húsinu á toppi Bláfells, en loftnet sem er ófest við kofann utanverðan reyndist brotið þó að utan um það sé plaströr. Ferðinn var farin í blíðskapar veðri, nánast logn og heiðríkt, útsýnið var frábært til allra átta. Farin var fræðslu og skemmtiferð í Árbúðir og var Múkinn með í för og komst hann í Árbúðir á öðrum degi. Ekki vegna hvað hann er hægfara heldur vegna moldar og sands í olíutanki. Búið er að senda tankin í hreinsun og plasta hann að innan. Nú í byrjun júní fóru 2 félagar til Súðavikur til að aðstoða við hreinsun vegna snjóflóðanna í vetur. í lok apríl var aðalfundir deildarinnar (SVD) og sveitarinnar (SVS). Hjalti Ragnarsson gaf ekki kost á sértil endurkjörs. Ingvi Þorfinnsson á Spóa- Félagar SVD við Arbúðir í jan s.l. stöðum var kosinn í hans stað sem formaður SVS Bisk. Flér með er Hjalta þakkað óeigingjarnt starf í þágu sveitarinnar. Nú á sumarmánuðum er gert ráð fyrir að kannað verði hverning ástand er á heitum pottum og sundlaugum hér í sveit. Er það vegna tíðra slysa á undanförnum árum í og við potta og laugar. Að lokum óskum við Tungnamönnum sem öðrum gleðilegs og slysalauss sumars. Stjórnin. Nýlega lauk þorrablótsnefnd Skálholtssóknar formlega störfum með því að útdeila hagnaði eftir þorrablót 1995. Að þessu sinni var Reykholtsskóla gefin tölva sem nýtist aðallega við kennslu yngir deilda og að auki var gefin upphœð til styrktar kaupum á bökunarofni í eldhúsið íAratungu. Myndirnar voru teknar við afhendingu á þessum gjöfum. Sigrún Reynisdóttir, Sigríður Guttormsdóttir og Magnús Skúlason afhenda Gísla Einarssyni og Jóni K.B. Sigfússyni, gjöftil Aratungu. Re)iholH*kóli, BHkopttungur Magnús Skúlason og Sigríður Guttormsdóttir afhenda skólastjóranum Kristinn Bárðarsyni tölvu. Litli - Bergþór 25

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.