Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 26

Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 26
BæpnL o§ p[OQ BUF' Bækur og blöð Umf. Bisk. Hinn 9. mars 1995 voru eftirtaldar gerðabækur og önnur plöggfrá Ungmennafélaginu flutt á Héraðsskjalasafn Arnesinga. Þar eru þau aðgengileg öllum, sem íþau vilja glugga. 1. bók: Starfsbók (lög og fundargerðir) frá fyrsta sumardegi 1908 til 20. 6. 1915. 2. bók: Skýrslur og reikningar frá 1. 6. 1913 til 31. 12. 1922. 3. bók: Fundargerðabók frá 20. 10. 1915 014. 12. 1920. 4. bók: Félagaskrár og reikningar frá 1923 til des 1933 með nokkrum lausurn blöðum (nótum o. fl.). 5. bók: Innfærð fengin og send bréf frá 10. 1. 1926 til 17. 6. 1933. 6. bók: Skuldbindingaskrá, fundargerðir o. fl. frá 16. 6. 1928 0125. 11. 1934. 7. bók: Baldur frá maí 1931 til sept. 1941 ásamt efnisyfirliti o. fl. um 1.01 22. árgang frá 1911 til 1932. 8. bók: Reikningar frá árunum 1934 til 1974. 9. bók: Baldur frá nóvember 1941 01 apríl 1944. 10. bók: Fundargerðir frá 2. 6. 1941 til 21. 11. 1953. 11. bók: Fundargerðir frá 7. 6. 1954 til 13. maí 1966. 12. bók: Fundargerðir frá 2. nóvember 1966 til 1. nóv. 1972 ásamt handskrifuðum fundargerðum frá aðalfundum 1972 og 1973 og vélritaðri fundargerð frá aðalfundi 19. apríl 1974 á blöðum. 13. bók: Baldur frá 4. mars 1953 01 1960. 14. bók: Stærsta syndin. Handskrifað leikrit. Umslag (merkt Indriði Ingvarsson) með fundargerð aðalfundar 1975, fundargerð frá 16. nóvember 1975, fundargerð aðalfundar 1974, skrá yfir kosna í stjóm og nefndir, skýrsla íþróttanefndar dags. 26. 3. 1975, dagskrá aðalfundar 1975 og reikningar 1974. Bergþór: 1. árgangur, 1. tölublað maí 1963. Sex síðna prentað blað. Bergþór: 1. árgangur, 2. tölublað des. 1963. Atta síðna prentað blað. Bergþór: 2. árgangur, 1. tölublað apríl 1966. Atta síðna prentað blað. Bergþór: 3. árgangur, 1. tölublað sumardaginn fyrsta 1968. Fjögurra síðna prentað blað. Fundargerðabækur Eigendanefndar Aratungu: 1. bók. Fundargerðir frá 15. maí 1953 01 21 mars 1966. 2. bók. Fundargerðir frá 21. mars 1967 til 5. apríl 1977. Þorrablót. .íöídBTxo^I Athugasemd hefur verið gerð við frásögnina af fyrsta þorrablóti hér í sveit á síðari tímum í síðasta tölublaði Litla-Bergþórs. Hafa skal það sem sannara reynist. Þorrablótið árið 1955 var í umsjá Kvenfélags Biskuþstungna og voru þær Fríður Pétursdóttir á Stóra- Fljóti, Júlíana Jónsdóttir í Miklaholti og Lilja Júlíusdóttir í Víðigerði í skemmtinefnd. Samkoman var boðuð með handskrifuðu bréfi til allra húsráðenda í sveitinni. Guðjón Björnsson á Reykjavöllum söng vísur Þórðar Kárasonar, Þorragæla hin minni, og lék sjálfur undir á gítar. Blótið var haldið í samkomuhúsinu á Vatnsleysu, og skemmti fólk sér vel. Sumum af forustukonum í Kvenfélaginu mun ekki hafa þótt við hæfi að félagið stæði fyrir slíkri drykkjusamkomu, og var kirkjusóknunum þá falin umsjá þeirra. Líklega hefur Þorsteinn á Vatnsleysu sungið Þorragæluna á fyrsta blótinu, sem var í umsjáTorfastaðasóknar, og þeir öldungarnir þrír, Þorsteinn, Þórður á Litla-Fljóti og Sveinn í Miklaholti í sóknarnefnd. Ræktunarfólk s í uppsveitum Amessýslu! Limgerða-og skjólbeltaplöntur Matjurtaplöntur Ferskar íslenskar kryddjurtir Sumarblómaúrval Trjáplöntur Gróðurmold - áburður Fjölær blóm Garðyrkjustöðin Engi %aogjÖf tiLuOÖ Laugarási, Biskupstungum samningar sími 486 8913 Litli - Bergþór 26

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.