Litli Bergþór - 20.06.1995, Síða 27
Bréf frá
Sjálandi 1994
Eftir Dóru Svavarsdóttur
Miður febrúar.
Loksins kom ég á leiðarenda, úff. Bara 43 klst.
flug og ég gat ekkert sofið. Þetta er þó nokkuð stór
hópur frá Norðurlöndunum sem er hér á vegum
Asse og við vorum öll jafn spennt á leiðinni.
Fjölskyldan mín erfín, June, Stuart, Annette og
Simon. Annars er ég búin að vera lítið heima því í
annarri viku fór ég í viku skólaferðalag. Þetta var
sérstök jarð-og náttúrufræðiferð til eldfjalla
þjóðgarðsins. (Alveg eins og ísland, + þónokkuð af
trjám og 20° hærri hita). í skólanum þurfa krakkar
að vera í skólabúningi, hver nemandi á sinn skáp og
það á að þéra kennarana.
Nýja Sjálandi í apríl 1994.
Fjölskyldan mín er nú alveg frábær, þau keyra mig
út um allt og sýna mér alla þá staði sem hægt er að
hugsa sér. Um daginn var ég spurð: „Hafið þið
nokkuð sólskin á íslandi?" og „Hvernig er snjór
viðkomu?'1 Það er nú fyndið hvað sumir eru fáfróðir.
„Finnland er fylki í Ástralíu, er það ekki?“ En síðan
er fólk sem veit allt eins og afi minn hérna. Hann
rakti um daginn þorskastríð íslendinga, niður í
dagsetningar og nöfn.
Fyndið að halda páskana í fallandi laufi, sölnandi
grasi og með sólina í hánorðri um miðjan daginn.
Júní.
í maí var tveggja vikna frí frá skóla. Fyrri vikuna
fór ég til höfuðborgarinnar Wellington með
fjölskyldunni. Ég segi fátt annað en stórt, stórt,
enda ekki furða þegar búið er að safna sem svarar
íbúafjölda íslands á smá blett. í seinni vikunni fór
ég með Asse til Rotorúa, sem er aðal túristagildran
hér. Þar eru svona „Geysers" (goshverir) og
menningarmiðstöð Máora (frumbyggjanna).
Við fórum í fjallgöngur, sölusýningar,
fljótasiglingar, og prófuðum að fara á litlum sleðum,
sem voru reyndar á hjólum, niður fjallshlíðar og svo
framvegis, gegndarlaust gaman í viku og síðan aftur
í skólann.
Júlí.
Núna er búið að vera rólegt hjá mér, enda miður
vetur og þarf ekki að slá garðana nema vikulega
hérna í Kiwi landi. Sko það er til fuglategund sem
heitir kiwi, hann er þjóðartáknið. Fólkið kallar sig
Kiwi eftir fuglinum og ávextirnir kallast síðan kiwi
eftir fólkinu, en hvað um það.
Þessa dagana hef ég verið að æfa með
frumbyggja bekknum (úr skólanum) fyrir stóra
sýningu, já ég fæ að sýna með, dansa og syngja á
Maori fyrir Maora. Þau hafa nú verið alveg ótrúléga
umburðarlynd gagnvart mér, þó ég rugli allt og beri
öll orðin kolvitlaust fram.
The Huka falls.„Happy, happy, joy, joy
June og Stuart „foreldrar mínir“.
September 1994.
í kringum mánaðamótin var þriggja vikna frí frá
skóla (önnur annaskipti). Þá stóð Asse fyrir
hringferð í kringum Suðureyjuna. í þetta skiptið
vorum við frá 12 þjóðum víðsvegar að. Gaman að
geta spjallað og skiptst á skoðunum við
Argentínumann og Japana á sama tíma. Við fórum
á skíði í Suðurölpunum.í þyrlusiglingu þ.e. fara með
þyrlu eitthvert inn í óbyggðir og láta sig svo gossa
niður í einhverja á til mannabyggða, teygjustökk
o.s.frv. það eru næstum því allar áhættuíþróttir sem
hægt er að nefna stundaðar hérna. Já allt nema
nautaat.
Nóvember 1994.
Það er að koma sumar, svörtu svanirnir eru með
hreiður í almenningsgarðinum og stokkendurnar
kjagandi um með ungana sína.
En núna eru bara nokkrir dagar eftir af þessu
frábæra ári og ég verð að viðurkenna að ég kvíði
fluginu heim. Allir hafa verið svo yndælir og reynt
að greiða götu mína í alla staði. En óneitanlega
verður gaman að hitta fjölskylduna heima aftur og
halda með þeim jólin. En ég veit að ég mun oft
hugsa til Kiwi fjölskyldunnar minnar og fallega
landsins, Nýja Sjálands.
Litli - Bergþór 27