Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 28

Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 28
Bamakór Biskupstungna Danmerkurferð, kórakeppni. Miðvikudagsmorgun 19. apríl Loksins loksins! Nú var dagurinn runninn upp og langþráð ferð að hefjast. Heima hjá okkur á Torfastöðum urðu smá áföll í byrjun dags, en Björt datt í öllum spenningnum við að fara út í bfl og reif buxumar illa. Myndavélin féll sömu leið en við sem uppi stóðum sögðum bara „fall er fararheiir og sársaukinn og leiðinn yfir rifnum fötum vék fljótt. Kristinn skólastjóri hafði hvatt okkur til að koma í Reykholtsskóla áður en við færum af stað og þar byrjaði því ferðin með því að syngja nokkur lög og kveðja kennarana og skólafélagana. Ekki vorum við fyrr komin í rútuna fyrir utan Aratungu en fyrsta vandamálið kom upp. Við fundum ekki Signýju og Droplaugu. Hvemig stóð á því að þær mættu ekki upp í skóla? Ekki svöruðu þær símanum heima og nú kom í ljós að boðkerfið hafði ekki alveg virkað, það hafði gleymst að láta þær vita að við ætluðum að byrja daginn á því að fara upp í skóla til að kveðja. En þær fundust fljótt við hliðið heima í Skálholti og þá var ekki til setunnar boðið. Bjami skólabílstjóri kom okkur heilu og höldnu upp á Keflavíkurflugvöll. Þá var bara að bóka okkur inn og komast í langþráða flughöfnina, en það var fyrsti spenningurinn fyrir flesta, því fæstir höfðu komið þangað fyrr. Auðvitað var sungið í flughöfninni, fyrst fyrir hlaðfreyjuna sem bókaði okkur inn, og síðan uppi fyrir starfsfólk og gesti flughafnarinnar, eftir að búið var að komast í gegnum vopnaleitina. En aðalspenningur dagsins var flugtakið sjálft og margir fengu fiðring í magann. Allir voru sætir við okkur í flugvélinni og vöktu falleg og prúð börnin mikla athygli annarra flugfarþega, meira að segja hljómsveitarinnar Kolrassa Krókríðandi, en hún var líka á leið til Danmerkur. Flugstjórinn bauð öllum í flugstjómarklefann en haft var að orði, á eftir, að sumar spumingar sem hefðu verið lagðar fyrir hann hefðu verið of erfiðar. En hann kom okkur á tilsettum tíma á Kastrupflugvöll og allir fundu sinn farangur og nú var bara að komast á hótelið. Allt gekk einstaklega ljúft og lipurt og fundum við strax bflstjóra sem var svo almennilegur að hann bauð okkur heilan bfl til að koma okkur til miðborgar Kaupmannahafnar. Við snémm honum heldur meir en hann hafði leyfi til að láta snúa sér en hann kom okkur alla leið á hótelið þannig að við losnuðum við að bera farangurinn eina 300 metra og var það gott því ekki vora allir svo sterkir að þeir gætu haldið á sínum farangri í einni ferð inn á hótelið, hvað þá lengra. Okkur brá svolítið við aðbúnaðinn á hótelinu og verður að segjast að þeir sterkustu efldust talsvert við að þurfa að koma öllum farangrinum upp tvær hæðir, án þess að lyfta hjálpaði til, en við vorum sett á efstu hæð hótelsins, en lyftan fór ekki nema þrjár hæðir upp. Allt komst þetta þó að lokum. A hótelið kom svo til okkar íslensk stúlka sem vann hjá ferðaskrifstofunni Hekla rejser í Kaupmanna- höfn, en þeir höfðu haft milligöngu um að finna fyrir okkur hótelið. Hún vísaði okkur á matsölustað á jámbrautarstöðinni sem var góður og fjölbreyttur. Guðný Rut á frænku úti og hún kom og heilsaði uppá hana. Við græddum reyndar öll á því, en í ljós kom að samúðarverkfall strætisvagnabflstjóra var í vændum daginn eftir, en þá bauðst móðursystir Guðnýjar til að ferja okkur í Dýragarðinn, úr því að strædó gekk ekki. Fimmtudagur 20. apríl. Dýragarðsferð. Kalundborg. Strædóverkfallið tafði svolítið og kom því til leiðar að ekki komust allir í einu í Dýragarðinn og því var dvöl okkar þar svolítið tætingsleg og mismunandi. Við náðum að sameinast í nokkurskonar skólastofu þar sem allir fengu að koma við nokkur dýr og svo fór, að sumir enduðu með slöngur og eðlur um hálsinn. Froskar og naggrísir voru einnig handleiknir og var þetta hin besta skemmtun. nstin, t'rlda, Asa, Sigrun (Jyrir a Eyrún og Elín handleika mýs Eftir dýragarðsferðina gengum við í miðbæinn í gegnum hallargarð Friðriksborgarhallar. Þennan morgun fengum við smá rigningarúða en það var í eina Litli - Bergþór 28

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.