Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 31

Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 31
Bamakór Biskupstungna frh... Danmerkurferð, kórakeppni. annarra vegna fallegrar framkomu og nýi búningurinn fór mjög vel á öllum. Það var mjög gaman að fá að taka þátt í þessari stund með kórnum og allir glöddust yfir unnum sigrum. Markmiðinu var náð við vorum í Danmörku bömin sjálfum sér og þjóð til sóma og sungu nú loks í kórakeppninni. Léttirinn var mikill þegar þessum áfanga var náð og það sýndu börnin með því að kætast og faðmast eftir að þau voru komin út úr salnum og búin að syngja. Nú var hægt að slappa af. Það gerðum þau svo sannarlega, en um leið skyldu þau fylgjast með söng annarra kóra og læra að hlusta og meta fæmi og framkomu hinna. Söngkeppnin var brotin upp á um klukkutíma fresti og dans sýndur á meðan, enda þurftu dómarar og áheyrendur að standa upp og hreyfa sig öðru hvoru. Við hlustuðum á nokkra kóra en síðan var afslöppun og auðvitað gripu þau í leiki úti á skólalóðinni, körfubolta, trjáklifur o.fl. Ekki voru allir svo heppnir að halda heilsu og þreki en nú fór að koma fram á unga fólkinu að svona ferð með öllu því sem hún býður uppá er erfið og þá á lasleiki auðveldara uppdráttar. Pest var að hellast í Valgerði og hún varð hálf leið yfir tilhugsuninni um að hún gæti ekki tekið þátt í hátíðarhöldunum sem framundan voru. Hún hvfldi sig en svo var henni gefin magnyl og þá varð hún svo hress að hún neitaði alveg að verða eftir uppi f skóla. Lfm kvöldið vom hátíðahöld sem byrjuðu með því að söngverkið sem æft var daginn áður, „Dansinn“, var flutt af öllum kórunum. Mér fannst þetta atriði alveg sérstakt en verkið var mjög erfitt í flutningi. Á eftir var einhverskonar „kamival hátíð“. Kennari úr Friskolen, sem við heimsóttum á föstudeginum, var aðalmaðurinn í þessari uppfærslu en hann var trommuleikari. Hann notaði sína þekkingu til að láta fleiri tugi bama og fullorðinna (kennarar og nemendur þeirra) koma fram, dansandi og berjandi trumbur og slaghljóðfæri. Þetta var alveg rosalega skemmtilegt og allur salurinn iðaði af fjöri í heila tvo tíma undir einhverskonar suðrænum Samba áhrifum. Á eftir var dansað og tryllt en þama fengu bömin okkar rækilega útrás og þar lét enginn sitt eftir liggja. Allir dönsuðu af lífs og sálar kröftum og fengu jafnframt útrás fyrir sýndarþörf því ekki lágu þau á liði sínu að koma sér uppá sviðið og dansa þar í augsýn allra. Við mæðurnar og Hilmar hrifumst með, svo þama fór fram æðisgengin danssveifla án nokkurs kynslóðabils og öllum fannst þeir dansa best. Og meira að segja gleymdu veik böm lasleikanum og dönsuðu mikið. Ég hafði orð á því að e.t.v. kæmi það niður á þeim á daginn eftir, en kæruleysið og gleðin var látin ráða ríkjum og lasleikinn gleymdist í bili. Sunnudagur 23. apríl. Hún á afmæli í dag, hún á afmæli í dag. Já Elín átti 12 ára afmæli. Veðrið var yndislegt og í dag var hvfld hjá okkur. Því var upplagt að fara í sund, en laugin var rétt hinum megin við götuna. Og þvílíkt fjör. Þetta var innilaug með þremur laugum, ein dýfingarlaug, sundlaug og grynnri laug fyrir þá sem voru illa syndir. Dýfingarlaugin var vinsælust og allir spreyttu sig á þeirri hæð sem þeir þorðu en sundlaugarvörðurinn opnaði hæsta brettið þegar hann sá að krakkamir sýndu því áhuga, enda höfðu þau farið vel eftir fyrirmælum hans varðandi öryggisatriði. Mæðumar sýndu af sér mikinn hetjuskap, en Signý hoppaði af háu brettunum enda kom í ljós að hún hafði iðkað fimleika hér á árum áður. Hófí og Maggý stóðu sig líka mjög vel. Sumar mæður reyndu að hoppa en ætla bara að gera betur næst. Eftir hádegi gengum við um miðbæ Stefán kemur svífandi afhœsta brettinu. Kalundborgar og fengum okkur ís. Þá gengum við að Kirkjunni með 5 turnana, en þar var mjög gaman að koma. Kirkjan hljómaði sérstaklega vel, en við vorum ekki fyrr komin þar inn en á hæla okkur kom kórinn frá Lettlandi. Þau sungu en við hlustuðum og okkar fólk varð alveg dolfallið yfir hljómleikunum sem við nutum þama, söngurinn og hljómurinn var svo góður. Ekki lét okkar fólk eftir liggja að prófa hljómburðinn og varð þetta mjög skemmtileg stund. Enn þurftum við að taka saman allt dótið okkar og flytja okkur um set, innan skólans, og nú vorum við látin fara í stofuna sem við sváfum í fyrstu nóttina. Þetta þóttu okkur skrýtnir flutningar, og bölvað puð að þurfa að endasendast svona með dótið okkar. En við gerðum ekkert veður vegna þess og brostum bara. Um kvöldið var síðan verðlaunaafhending vegna keppninnar en hátíðarmálsverður var á undan, þar sem allir þátttakendur borðuðu saman og var þetta mjög hátíðleg og skemmtileg stund. Við vorum búin að heita okkur sjálfum að hafa kvöldvöku saman enda átti Elín afmæli. Við notuðum tækifærið og kvöddum Tómas og Martin, gáfum þeim gjafið og sungum fyrir þá. Farið var í leiki en svo fengum við óvænta uppákomu. Annar kynnir keppninnar var orðinn mikill Litli - Bergþór 31

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.