Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 32

Litli Bergþór - 20.06.1995, Blaðsíða 32
Bamakór Biskupstungna frh... Danmerkurferð, kórakeppni. vinur bamanna og dáðist að þeim. Hann kom okkur á óvart fyrsta kvöldið okkar í Kalundborg þegar hann þuldi erindi úr Hávamáli á íslensku en í byrjun skildum við ekkert hvað hann var að segja. Núna gerði hann sér sérstaka ferð til að kveðja bömin og svo söng hann lag eftir sjálfan sig, en Martin lék undir á píanó. Það var mjög gaman og eftirminnilegt. Eftir kvöldvökuna fóru bömin á diskótek sem haldið var í skólanum og þar dönsuðu allir af mikilli innlifun og svei mér þá ef elstu stelpumar urðu ekki smá skotnar, en ekki meir um það. Mánudagur 24. apríl. Nú hófst sama vesenið og fyrsta morguninn okkar hér í Kalundborg en við urðum að vera búin að taka saman dótið okkar og koma okkur í morgunmat annarsstaðar áður en skólastarf byrjaði í Munkeskolen, þar sem við sváfum. En nú voru Elín og Valgerður lasnar og við vildum ekki gefa þeim meira af verkjalyfum og hitastillandi svo þær fengu bara að vera lasnar og hvíldu sig á meðan hinir fóru í morgunmat. Ég fékk að vera með þeim og notaði tímann meðan þær sváfu og skrifaði í dagbókina og tók saman hvað við höfðum eytt miklum peningum í Kalundborg. Allt var innan fjárhagsáætlunar svo ekki þurfti að hafa neinar áhyggjur af þeim málum. Rútan kom um kl. 10 og sótti okkur en við áttum að koma í einn skóla og syngja þar á leiðinni til Kaupmannahafnar. Reyndar var ferð okkar heitið til notalegur dagur. Hjónin voru sérlega indæl við okkur, buðu uppá drykk og ís, en síðan brauð og álegg svo okkur skorti ekki neitt. Ekki spillti verðrið og við nutum þess að vera úti í notalegum garði þeirra. Elín og Valgerður voru lagðar í rúm og þar hvfldust þær það sem eftir var dags. Ekki var laust við að þær væru öfundaðar af sumum vegna umhyggjunnar og athyglinnar sem þær fengu. Klukkan 20 hélt kórinn sína síðustu tónleika í ferðinni en þeir voru haldnir í Holte kirkju. Heldur hafði Börnin tilbúin fyrir hljómleikana í Holte. dregið af bömunum og var ekki laust við að flestir væru komnir með þreyttar raddir. Það var gott að vera loks búin að ljúka þeim skyldum sem ferðalaginu fylgdu og nú gátu allir andað léttar, tónleikahaldi var lokið. Þriðjudagur 25. apríl. Við komum í hótelið okkar og þar sem við þekktum alla staðháttu var bara að koma sér á * Strikið. Alla langaði að horfa í verslanir og e.t.v kaupa sér eða sínum eitthvað fallegt. Tívolíferð var farin um kvöldið og var hún hápunktur ferðarinnar. Allir fengu armband sem veitti þeim heimild til að fara í öll þau tæki sem hugurinn gimtist. Plássleysi leyfir ekki lmeiri skrif en bamakórinn sendir öllum velunnurum sínum og styrktaraðilum hjartans þakkir fyrir allan stuðninginn. An þeirra hefði engin ferð verið farin til Danmerkur. í úthverfi Kalundborgar. Holte, en það er úthverfi Kaupmannahafnar. Við fengum mjög góðar móttökur í skólanum, nemendur og kennarar tóku börnunum okkar mjög vel og síðan var okkur boðinn léttur hádegismatur. Við ókum síðan sem leið lá til Holte en hjónin Albert og Elin, vinafólk Hilmars og Hófíar, tóku á móti okkur þar. Þau höfðu fengið inni fyrir okkur í skólahúsnæði. Þegar við vomm búin að koma okkur fyrir þar buðu þau okkur heim til sín. Þetta var mjög Sungið á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn. Litli - Bergþór 32 Drífa Kristjánsdóttir

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.