Litli Bergþór - 20.06.1995, Side 33
Frá Lionsklúbbnum Geysi
Lionsklúbburinn Geysir hefur nú starfað í rúman áratug.
Hann var stofnaður 8. aprfl 1984 og voru stofnfélagar 25.
I stjórn þess starfsárs sem nú er að enda eru: Kristófer
Tómasson, formaður, Kristján Valur Ingólfsson, ritari og
Gylfi Haraldsson, gjaldkeri.
A starfsárinu hefur fjölgað verulega í klúbbnum; Fimm nýir
félagar bættust í hópinn og sá sjötti bættist við með
flutningi frá Lkl. Blönduóss, þannig að nú eru 22
skráðir félagar.
Fjáröflun klúbbsins hefur verið með hefðbundnu
sniði. Seldar voru perur, pennar og símaskrár fyrir
jólin og að sjálfsögðu tók klúbburinn þátt í sölu rauðu
fjaðrarinnar. Það er ánægjulegt hversu vel fólk tekur
á móti klúbbfélögum í söluferðum og raunar
stórkostlegt, því að væntanlega hefur hver nóg með
sig og óskir um stuðning koma úr mörgum áttum.
Lkl. Geysir vill því á þessum vettvangi koma á
framfæri innilegri þökk til allra sem studdu klúbbinn
með framlagi á liðnu starfsári.
Klúbburinn styrkti á árinu kaup á bamavigt fyrir
sjúkrahúsið á Selfossi, en það var samstarfsverkefni
klúbbanna á svæðinu. Klúbburinn styrkti starfsemi
Ungmennafélagsins og lagði framlag til söfnunar
vegna snjóflóðanna í vetur. Þá gaf klúbburinn eldri
bekkjum Reykholtsskóla myndband með fræðsluefni
um fíkniefni, en yngri bekkjum myndabækur um
eldvamir. Þá hefur líknarsjóður klúbbsins verið efldur, en alltaf er þörf á slíkum sjóði vegna óvæntra viðfangsefna.
Til jafnaðar hefur annar hver fundur starfsársins verið fræðslufundur um ákveðið efni. Fundarefnin hafa verið mjög
fjölbreytt og má nefna sem dæmi fíkniefni, gigt, umhverfis- og ferðamál, og málefni Skálholts. Árlegt konukvöld var
haldið í Uthlíð í nóvember.
Eitt aðal baráttumál klúbbsins frá upphafi hefur verið uppgræðsla á Haukadalsheiði. Hafa margar ferðir verið famar á
þær slóðir, og er sú næsta fyrirhuguð í lok júní.
Næsta stjóm er þannig skipuð: Bjami Kristinsson, formaður, Jens Pétur Jóhannsson, ritari, Georg Fransson, gjaldkeri.
Kristján Valur Ingólfsson, ritari.
uuuuunuum wiiwmnwmwwmimmu
Veitingafíúsiö Aratunga
Opið atJÁri daginn alla dagaj sumar.
Líonsmenn á fundi: Efri myndf.v.
Bjarni, Georg, Skúli og Magnús
Neðri myndf.v. Sr. Sigurður Sigurðsson,
Magnús,Guttormur, Jens Pétur, Kristófer og Kristján Valur.
$
• Rómantjl&ur kvöldverður,
sP
&
Nr<
&
&
$
ko
& jS'
Áý/.
**r&
&
‘A4 ■
'áfrsy.
hUt
%
Sími: 486 8811
Sími: 486 8810
Fax: 486 8709
%
TíWalið fyrir ættarmót og einkasamkvæmi.
Litli - Bergþór 33
MAIiiMAMi