Litli Bergþór - 01.12.1995, Blaðsíða 3

Litli Bergþór - 01.12.1995, Blaðsíða 3
Ritstjómargrein Síðastliðið sumar var ráðinn ferðamálafulltrúi í Biskupstungnahreppi og er það nýmæli og góðs viti fyrir þá sem stunda ferðaþjónustu í hreppnum. Einar helstu náttúruperlur á íslandi og fjölsóttustu eru Gullfoss og Geysir. Heyrst hefur að allt að 100 þúsund ferðamenn komi að þessum stöðum á hverju ári. Þessa verður þó lítt vart í sveitarlífinu, vegna þess að mest eru þetta ferðamenn sem renna í gegnum svæðið, staldra stutt við og afrakstur þjónustu við þá er lítill. Meira að segja hefur ekki enn tekist að sannfæra ráðamenn þjóðarinnar um að umferð eftir vegum að þessum náttúruperlum sé það mikil að vert sé að leggja bundið slitlag á þá. Þrátt fyrir þetta er töluverður fjöldi ferðamanna sem gistir Biskupstungur um lengri tíma. Uppbygging sumarbústaða í sveitinni hefur verið mikil á undanförnum árum og á seinni árum hafa komið til gistiheimili á nokkrum stöðum, auk þess sem tjaldstæði eru fyrir hendi sem mikið eru sótt. Til þess að afrakstur verði af þessari þjónustu þarf að skapa ferðamönnum sem hér dvelja einhverja dægradvöl og afþreyingu, svo að menn geti unað glaðir við sitt um stund. Rétt er að minna á þrjú gleðileg atriði sem á undanförnum árum hafa komið sem nýbreytni í ferðaþjónustuna í Biskupstungnahreppi. Þar er átt við uppbyggingu golfvallar og sundlaugar í Úthlíð, ferðir bátafólksins niður Hvítárgljúfur og vísi að húsdýragarði í Laugarási. Aðsókn að þessu öllu hefur verið með ágætum. Nú á dögum auglýsinga má efalaust auka kynningu á þeirri afþreyingu sem er til staðar í Biskupstungum: fjölda skemmtilegra gönguleiða og reiðleiða, bæði um byggðir og óbyggðir, lax- og silungsveiði í ám og vötnum, og ýmis konar menningarstarfsemi í Skálholti. í framhaldi af þessu má nefna þá hugmynd að endurbyggja gamla bæinn á Laug og koma þar upp safni af gömlum heyvinnuáhöldum og jafnvel mætti hugsa sér að hafa heyskap á túninu með orf og ljá yfir sumarmánuðina og gefa ferðalöngum kost á að spreyta sig á þeim verkfærum. Nú á haustdögum hefur verið mikil umræða um aukinn hlut ferðaþjónustu í þjóðartekjum. Til að efla hlut sveitarinnar, sem flestir ferðamenn á Islandi heimsækja, verður að auka uppbyggingu þar, og viðurkenna í verki mikilvægi ferðaþjónustunnar í atvinnulífi sveitarinnar. P.S. ,ú#> V úds? > Réttumegin við stríkiðmeð Æ 9 Reglubundnum sparnaði Skattafsláttur, '■'•/ HeglllItUntlÍnn Re9lubundlnn sParnaður -RS ■er einfalt P9 sveígjartlegt sjálfvirkur lánsrédur. !./• SDmTiaðlir sPafnaðarkerti hentar öllum t>eim sem h afa áhu9a ‘ I að vpra rátti i mpnin við strikið i f|armalum. Avinnmaurinn er oflugur lifeyrissjoður, ....... .. .. marqfaldur:þúeignastspariféogávaxtarþaðmeðöruggumogarðbærumhætti,attgreioari lantil husnæðismala 3 „ . . .. ^ aðqanq að lánsfé, kemst í hóp bestu viðskiptavina bankans og nærð betri tokum a f|armalum og afburða avoxtun M a .irt . fæst með þátttöku í RS þínum en nokkru sinni íVrr Allt sem tilÞarf er 3(5 semía við bankann um að nnllifæra akveðna upphæð reglulega inn á Grunn, Landsbók, Kjörbók eða Spariveltu sem saman mynda RS. fcp 1% n s Viltu stofna þinn eigin lífeyrissjóð, spara fyrir ákveðnum útgjöldum, leggja í ' ,nngon9UI grunn að þægilegri fjármögnun húsnæðis, tryggja þér skattafslátt, ávinna /ÉPHW færðu þægilega þér lánsrétt og tryggja þér örugga 1 / Ámr fiarhagsaætlunar- afburóa ávöxtun hvort sem þú vilt JT LandSbankl möppufyrirheimilið Spara {|engri eða skemmritíma? A ÍSlandS 1 \ og fjölskylduna. Banklallralandsmanna Aj|ar nánarj upplýsingar fást í itarlegum bæklingi sem liggur frammi í næstu afgreiðslu Landsbankans Litli - Bergþór 3

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.