Litli Bergþór - 01.12.1995, Blaðsíða 4

Litli Bergþór - 01.12.1995, Blaðsíða 4
Frá Ungmennafélaginu Formannsspjall. Það er helst að frétta frá Ungmennafélaginu að það er enn að starfa. Það er ekki laust við að stundum verði maður svartsýnn og finnst að ekki sé nógu mikil starfsemi hjá félaginu en svo þegar litið er raunsæjum augum yfir starfsemina þá er þetta óþarfa svartsýni. Iþróttadeild heldur uppi æfingum jafnt sumar og vetur í hinum ýmsu greinum og getum við nú státað af fjórum landsliðsmönnum í borðtennis, það eru þeir Ingimar Ari Jensson, Þorvaldur Skúli Pálsson, Axel Sæland og Guðni Páll Sæland. Þessir frísku strákar eru búnir að æfa vel og ekki slegið slöku við enda hefst þetta ekki öðru vísi. Við eigum fullt af efnilegu íþróttafólki og líflegum krökkum og er því nauðsynlegt að sinna vel íþróttamálum hér í sveit. Það er áhyggjuefni víða, ekki bara hér, hvað stúlkur detta út úr íþróttum á unglingsárunum og hér í eru mjög fáar stúlkur sem æfa íþróttir, og er það miður. Ef til vill þarf einhverja stúlknaíþrótt, hvað sem það nú væri? Sem sagt allt á fullu hjá íþróttadeild. Skógræktardeild plantaði út þeim Elsti og yngstiþátttakandi íkvennahlaupi. Fríða Gísladóttir trjáplöntum sem hún fékk úthlutað í sumar og leikdeildin í Hrosshaga og Áslaug Þórarinsdóttir Kistuholti 14a. er að safna kröftum og ætlar að setja upp leikrit í vetur og nú þegar þetta er skrifað er allt að smella saman, ráðning leikstjóra og að finna leikrit. Nú ritnefnd Litla Bergþórs hefur í nógu að snúast við að gefa þetta blað út, þannig að það er greinilegt að Ungmennafélagar hafa nóg að starfa. Skemmtinefnd Ungmennafélagsins, skipuð ungu fólki, hittist sl. vor og ákvað í samráði við stjórn félagsins að standa fyrir ferðalagi 10. júní. Var farið að Seljavöllum undir Eyjafjöllum en nánar verður sagt frá þeirri ferð á öðrum stað í blaðinu. Við áttum að venju einn fulltrúa í Þjóðhátíðamefnd og var það Hafdís Leifsdóttr á Syðri-Reykjum. Veðrið var okkur Sunnlendingum ekki velviljað þann daginn en allt gekk nú upp þrátt fyrir það. Ungmennafélagið og Kvenfélagið sameinuðu krafta sína í sumar og stóðu fyrir Kvennahlaupinu sem hlaupið var í Haukadal 18. júní og fulltrúi okkar þar var Sigríður J. Sigurfinnsdóttir. Einnig stóðu félögin fyrir gönguferð 21. ágúst og var gengið af veginum sem liggur upp að sumarbústöðum verslunarmannna í Miðhúsalandi, að Kóngsveginum, og eftir honum að Brúará. Veðrið var eins gott og hægt var að óska sér og þarna kom fólk á öllum aldri og allir höfðu gaman af. Félagið sá um sölu í réttunum eins og venja er og nú seldum við réttarsúpu í fyrsta sinn, en vonandi ekki síðasta því þessu var vel tekið og bara gaman að standa í þessu. En að öðru leiti var lítil sala og þar með mjög lítill gróði og segjum við að það gangi bara betur næst. Eftir þessa upptalningu um ágæti okkar, þá vil ég þakka öllum Hvíld á göngudegi. þeim sem lagt hafa félaginu lið og vona að við höldum Suðuröxl Efstadalsfjalls í baksýn. áfram á sömu braut. Margrét Sverrisdóttir. / Raflagnir - v Viðgerðir Tek að mér nýlagnir, hönnun raflagna og alla Sumarbústaðaeigendur athugið að ég sæki almenna rafvirkjavinnu ásamt tækjaviðgerðum. um öll leyfi fyrir heimtaug að Efnissala og varahlutaþjónusta. sumarhúsum og lagningu raflagna. Fljót og góð vinna. Jens Pétur Jóhannsson Heimasimi 486-8845 v«r — Verkstæði sími 486-8984 LOGGILTUR RAFVERKTAKI Bílasími 853.7101 Litli - Bergþór 4

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.