Litli Bergþór - 01.12.1995, Side 6

Litli Bergþór - 01.12.1995, Side 6
Hreppsnefndarfréttir Hreppsráðsfundur 23. maí 1995. Mættir Gísli Einarsson, Svavar Sveinsson og Drífa Kristjánsdóttir. Pétur H. Jónsson arkitekt mætir á fundinn og leggur fram skipulagstillögur vegna breytingar á vegarstæði um land Norðurbrúnar. í tillögunni eru íbúðarlóðir af mismunandi stærðum. Samþykkt að gengið verði frá makaskiptum á landi Svanhildar Eiríksdóttur, Norðurbrún og að því frágengnu verði óskað eftir heimild Skipulagsstjórnar ríkisins til auglýsingar á deiliskipulagi á Norðurbrúnarlandi og í Reykholti. Ósk Guðna Lýðssonar um breytingu á bílageymsluteikningunni en hann óskar eftir breikkun á bílageymslunni sem tilheyrir íbúð hans og Þuríðar. Ákveðið að biðja Pétur að kynna sér til hlítar reglur brunamálaeftirlits um slíkar byggingar. Hreppsráð sér mikla annmarka á að verða við þessari beiðni vegna brunavarna, nágranna og umhverfis. Sumarbústaðalóðir í Laugarási. Starfsmannafélag Eimskips h.f. hefur hug á að kaupa 3 sumarhúsalóðir þ.e. nr. 10, 12 og 14. Auk þess hefur verið óskað eftir að festa aðrar sumarhúsalóðir. Bréf frá Áslaugu Sveinbjörnsdóttur þar sem farið er fram á styrk í formi auglýsingar v/ kynningarferðar fyrir borðtenniskeppendur til Danmerkur. Jóni falið að ath. með auglýsingu. Samþykkt að veita kr. 50.000,- til auglýsingakaupa. Bréf Sorpstöðvar Suðurlands, frá 8. maí 1995 um fyrirkomulag gámastöðva og aðild að Sorpstöð Suðurlands. Hreppsráð gerir að tillögu sinni að eignaraðild verði skoðuð gaumgæfilega. Kynnt forðagæsluskýrsla vetrarins. Kaupleiguíbúðin Kistuholti 15. Engar umsóknir komu um kaup á íbúðinni en tveir aðilar hafa sótt um íbúðina til leigu. Lagt til að leigja Jóhanni og Auði íbúðina í fjóra mánuði. Vatnsveituframkvæmdir. Fram eru komnar ítrekanir á umsóknum um vatn til Drumboddsstaða, en þar er vatnsþurrð núna. Komið hefur fyrirspurn um vatn frá eigendum sumarbústaða í Drumboddsstaðaásum og Bergsstaðaeigendum. Einnig eru ítrekaðar umsóknirfrá Kjarnholtum, Einholti, Holtakotum og Hjarðarlandi. Hreppsráð leggurtil að oddviti hafi forgöngu um að láta gera kostnaðaráætlun um framkvæmdir á ofangreindum stöðum. Bréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 28. apríl 1995 þar sem kynnt er að hreppurinn fær kr. 4.148.000,- frá Jöfnunarsjóði vegna vatnsveitu- framkvæmda áranna 1992 og 1993. Lánsumsókn hreppsins til Lánasjóðs sveitarfélaga hefur verið afgreidd en þar var samþykkt að veita Biskupstungnahreppi kr. 8 millj. til skuldbreytinga. Hreppsnefndarfundurl3. júní 1995. Fundargerð hreppsráðs 23. maí. Hreppsnefnd samþ. að Biskupstungnahreppur gerist eignaraðili að Sorpstöð Suðurlands en oddviti hefur þegar skrifað undir samning þess efnis með fyrirvara um samþykki hreppsnefndar. Samþykkt að óska eftir því við stjórn Atvinnuþróunarsjóðs að hún sendi frá sér ítarlegri fundargerðir. Bréf Hestamannafélagsins Loga dags. 23. maí. Lagt fram bréf frá Loga þar sem farið er fram á styrk 50.000 kr til æskulýðsstarfs hjá félaginu. Samþykkt. Fundargerð rekstrarnefndar 10. maí. Þorrablótsnefnd Skálholtssóknar gaf kr. 83.766,- til kaupa á ofni í eldhús Aratungu. Hreppsnefnd kann þeim bestu þakkir fyrir. Bréf Endurvinnslunnar 19. maí 1995. Lagt fram bréf frá Endurvinnslunni. Von er á innan tíðar móttökubúnaði fyrir spilliefni, þrjú kör með stálloki fyrir kr. 215.500,- m. vsk. Bréf SASS dags. 26. maí - álit starfshóps um grunnskóla. Lagt fram bréf frá SASS varðandi skólaskrifstofu Suðurlands. Meðfylgjandi er álit starfshóps um grunnskóla, skipaður af stjórn SASS. Miklar umræður voru um málið en afgreiðslu málsins var frestað. Lögð áhersla á að viðræðunefnd um samstarf sveitarfélaganna vestan Hvítár í skólamálum taki til starfa. Lagning gangstéttar í Laugarási. Eftirfarandi var samþykkt: Hreppsnefnd og íbúar í Laugaráshverfi í Biskupstungum hafa farið fram á það við Vegagerð ríkisins að lögð verði gagnstétt með þjóðveginum í gegnum Laugaráshverfi í samræmi við fyrri fyrirheit Vegagerðarinnar. Vegagerðin hefur hafnað erindinu. Þessum viðbrögðum Vegagerðarinnar vill hreppsnefnd mótmæla og samþykkir að leita til þingmanna kjördæmisins um liðsinni. Bókunin, ásamt greinargerð var undirrituð af hreppsnefndarmönnum og verði send vegamálastjóra og þingmönnum Suðurlands. Ásborg Arnþórsdóttir kom á fundinn og kynnti vinnu sína að ferðamálum og árangur af því starfi. Var gerður góður rómur að máli hennar. Oddviti rakti gang ýmissa mála sem eru á döfinni s.s. bílastæði við Geysi og bygging við Gullfoss. Önnur mál. Rætt var um stöðu Laufskála. Hreppsnefnd Biskupstungnahrepps vill láta á það reyna hvort hægt er að finna aðila sem vill taka að sér fjármögnun og byggingu Laufskála. Samþykkt var að senda stjórn S.S. tilmæli um að sinnt verði viðhaldi sláturhússins í Laugarási og umhverfi þess. Lögð var fram gróf kostnaðaráætlun við Litli - Bergþór 6

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.