Litli Bergþór - 01.12.1995, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - 01.12.1995, Blaðsíða 7
Hreppsnefndarfréttir Vatnsveitu Biskupstungna. Stofnlagnir I: Drumboddsstaðir 900.000 Bergsstaðir 342.000 Hrísholt 323.000 Holtak. Hjarðarl. 304.000 samtals: II' 1.869.000 II. Kjarnh. Einholt 1.440.000 Múli 570.000 samtals: 3.879.000 stofngjöld f1.780.0001 mism. 2.099.000 Samþykkt að senda sumarhúsaeigendum á þessu svæði hugmyndir að kostnaðarskiptingu veitunnar. Lagt fram bréf dags. 13. júní 1995 undirritað af Sveini Skúlasyni, Hjalta Ragnarssyni, Sigurbjörgu Snorradóttur og Sveini Skúlasyni f.h. Magnúsar Jóhannessonar þar sem farið er fram á kalt vatn úr sameiginlegri veitu hreppsins. Ákveðið að gera kostnaðaráætlun fyrir verkið. Lagt fram erindi frá Veiðifélagi Hvítárvatns sem biður um aðstoð við fjármögnun viðbyggingar við húsið í Fremstaveri. Einnig var lögð fram teikning af byggingunni. Samþykkt að veita félaginu liðsinni. Ákveðið var að leita eftir samstöðu jarðaeigenda um að teknar verði upp girðingar í Reykholti, enda sé svæðið friðað fyrir hrossabeit og svæðið girt í heild. Lagt fram bréf dags. 29. maí 1995 undirritað af Skúla Sveinssyni og Þorsteini Þórarinssyni varðandi Yleiningu. Oddvita falið að svara bréfinu. Hitaveita Reykholts óskar eftir það fá aðstöðu fyrir lagerpláss hjá hreppnum. Oddvita falið að vinna að lausn málsins. Hreppsráðsfundur 27. júní 1995. Skipulag við Norðurbrún. Þétur Jónsson mætir og gerir grein fyrir breytingu á deiliskipulagi við Norðurbrún. Ábúendur á Norðurbrún lögðust gegn því í makaskiptum við hreppinn að íbúðarlóðir kæmu beint framundan bæjarstæði þeirra. þessi nýja tillaga kemur til móts við þær kröfur. Gísla var falið að ganga aftur til samninga við eigendur Norðurbrúnar og auglýsa síðan breytt deiliskipulag. Beiðni Guðna Lýðssonar um stækkun bílskúrs. Kynnt var álitsgerð Réturs vegna þessa. Samþykkt var að leyfa ekki stækkun vegna aukinna krafna um brunavarnir o.fl. eins og áður er getið í fundargerð hreppsráðs 23. maí. Bréf frá sýslumanni 31.5.1995 vegna umsóknar Kristjáns Vals Ingólfssonar um leyfi til að reka gististað með veitingarekstri í Skálholtsskóla. Samþykkt af hálfu hreppsráðs. Bréf frá sýslumanni dags. 13. 6.1995 vegna umsóknar um endurnýjun á fyrra vínveitingaleyfi í Réttinni í Úthlíð. Samþykkt svo framarlega sem jákvæð umsögn fáist hjá félagsmálanefnd sem fer með áfengismál. Bréf Náttúruverndarráðs dags. 13. júní vegna sölutjalds við Gullfoss. Ráðið heimilar fyrir sitt leyti uppsetningu tjaldsins svo framarlega sem ruslahirðu verði gætt vel og ekki sett upp nein skilti. Afrit af bréfi Ferðamálaráðs til Njarðar Jónssonar dagsett 20. júní kynnt. Kaupsamningur v/Ljósalands. Kaupsamningur þar sem Sigurbjörg Steindórsdóttir selur Friðriki Svani Oddssyni garðyrkjubýlið Ljósaland á kr. 8.500.000,-. Hreppsráð leggur til að ekki verði neytt forkaupsréttar. Málefni Yleiningar. Gísli lagði fram drög að nauðasamningi fyrir Yleiningu þar er farið fram á heimild af hálfu Biskupstungnahrepps til nauðasamnings. Oddviti hefur þegar undirritað beiðnina og samþykkir hreppsráð það. Að öðru leyti yfirfór oddviti stöðu Yleinginar og aðdraganda þessarar uppákomu. Hreppsnefndarfundur 18. júlí 1995. Fundargerð hreppsráðs 27. júní. Fundargerðin samþykkt. Málefni Yleiningar. Oddviti fór yfir stöðu Yleiningar. Byggðastofnun hefur verið gert tilboð um að greidd verði upp ábyrgð að láni byggðasjóðs að upphæð kr. 15.000.000. Hlutur Biskupstungna- hrepps er 31,9%. Krafa Byggðasjóðs er kr. 22.424.577,61. Bréf Elínar Erlingsdóttur. Lagt fram bréf dags. 16. maí 1995 frá Elínu Erlingsdóttur varðandi bæklinginn „Uppsveitir Árnessýslu". Vísað til ferðamálafulltrúa Biskupstungna. Vatnsveitan. Lögð var fram gróf kostnaðar- áætlun fyrir fjóra áfanga vatnsveitu, Drumbodds- staða-, Kjarnholta-, Holtakota- og Tungugrein. Samþykkt að fara yfir kostnaðaráætlun með Óttari Geirssyni og leita tilboða í efni og ákveða framhaldið með hliðsjón af því. Bréf Landgræðslu ríkisins. Lagt fram bréf frá Landgræðslu dags. 26. júní þar sem kynnt er fyrirhuguð hækkun vatnsborðs við Hagavatn. Samningur við Sorpstöð Suðurlands. Lagt fram bréf dags. 23. júní frá Sorpstöð Suðurlands þar sem tilkynnt er að stjórn Sorpstöðvar Suðurlands hafi samþykkt Biskupstungnahrepp sem fullgildan aðila að Sorpstöð Suðurlands. Meðfylgjandi er samningurinn undirritaður af báðum aðilum. Lagt fram bréf dags. 5. 7.1995 undirritað af Jóni Rögnvaldssyni aðst. vegamálastjóra um lagningu gangstétta í Laugaráshverfi. Samþykkt var að óska eftir viðræðum við Vegagerð ríkisins um frágang vegarins. Önnur mál. Oddviti sagði frá viðræðum við jarðeigendur um _______________________ Litli - Bergþór 7

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.